Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar 12. nóvember 2025 07:01 Það er eitthvað fallegt við þann tíma árs þegar við setjumst niður og förum yfir fjárhagsáætlun bæjarins. Flestir sjá kannski bara töflur, línur og tölur – en fyrir mér sem bæjarfulltrúa, er þetta aðeins meira en það. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er ekki bara Excel-skjöl og útgjaldaliðir. Hún er spegilmynd þess hvernig við sem samfélag viljum forgangsraða. Hverju við veljum að hlúa að. Hún segir frá gildum okkar, framtíðarsýn og þeirri ábyrgð sem við berum gagnvart fólkinu sem heldur bænum gangandi. Við erum að koma út úr einu mesta uppvaxtarskeiði í sögu Akraneskaupstaðar. Á örfáum árum hefur bæjarfélagið tekið gríðarlegum breytingum. Hér hefur verið byggt, endurnýjað, stækkað og þróað. Við höfum fjárfest í nýjum íþróttamannvirkjum (fimleikahúsi, reiðhöll, golfskála, stórglæsilegu fjölnota íþróttahúsi), byggt við Dvalarheimilið Höfða, endurbætt báða grunnskólana og reist nýjan leikskóla. Þetta hefur verið gert samtímis og við höfum þurft að fara í umfangsmiklar viðgerðir á eldra íþróttahúsi bæjarins og ýmsum stofnunum. Þetta hefur kostað mikla peninga og fórnir – en það hefur líka verið fjárfesting í framtíðinni. Sem betur fer var bærinn vel undirbúinn og hefur ekki þurft að taka eins mikið að láni og ætla mætti. Það er merki um ábyrga fjármálastjórn og sterkan grunn.En nú er kominn tími til að hægja á. Að setjast niður, draga andann djúpt – og hugsa um akurinn. Tími til að hlúa – ekki aðeins að byggja Við höfum verið dugleg að reisa og byggja, en garðurinn þarf meira en steypu og stál. Hann þarf að fá tíma, næringu og umhyggju. Ef við viljum uppskera áfram, þá verðum við að vökva. Því það sem raunverulega heldur bænum okkar uppi er ekki húsin eða mannvirkin – heldur fólkið. Starfsfólkið sem sinnir börnunum okkar, styður aldraða, heldur bænum hreinum og tryggir þjónustu við íbúa, starfsmenn stjórnsýslunnar og starfsmenn Fjöliðjunnar sem taka við dósunum okkar. Svona mætti lengi áfram telja.Álagið hefur aukist, kröfurnar hækkað og stjórnsýslan orðið flóknari. En stuðningurinn hefur ekki alltaf fylgt með. Það er ekki áfellisdómur – heldur ákall. Það eru allir að gera sitt besta við oft erfiðar aðstæður. Nú er kominn tími til að huga að fólkinu sem bærinn byggir á. Þetta er eins og með fjölskylduna okkar, þau vita alveg að við elskum þau en stundum mættum við vera duglegri við að segja þeim það!Ég hef oft líkt Akranesi við garð. Það dugir ekki að sá og stinga niður stiklum ef við gleymum að vökva. Þá vex illgresið og ræturnar visna. Við getum ekki ætlast til ríkulegrar uppskeru ef við hlúum ekki að jarðveginum. Skipurit, traust og samtal Það eru nú tvö ár síðan við hófum vinnu við nýtt skipurit. Markmiðið er gott – að gera stjórnsýsluna skilvirkari, skýrari og nær fólkinu. En teikning á blaði breytir engu ef hún er ekki lifandi. Skipurit virkar aðeins ef það er byggt á trausti, hlustun og þátttöku. Starfsfólkið þarf að skilja tilganginn og fá að taka þátt í ferlinu. Það er ekki nóg að segja fólki hvert það eigi að fara – það þarf að skilja af hverju það er á ferðinni. Þá verða breytingar ekki ógn, heldur tækifæri. Að nýta betur, ekki skera niður Við verðum líka að horfa heiðarlega á kostnað. Sérstaklega þann sem tengist aðkeyptri þjónustu. Það hefur verið bent á þetta í mörg ár – en lítið gerst. Nú þurfum við að spýta í lófana. Það þarf að liggja fyrir heildstæð greining á stöðunni, forgangsröðun og gagnsæi. Kjörnir fulltrúar eiga að hafa skýra mynd af raunveruleikanum – og vinna í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk. Þetta snýst ekki um niðurskurð. Þetta snýst um að nýta betur. Að taka upplýstar ákvarðanir, byggðar á gögnum, samráði og trausti. Starfsfólk er fjárfesting, ekki kostnaður Eitt af því leiðinlegast við fjárhagsáætlun er þegar það er stanslaust verið að tala um kostnað, kostnað, kostnað. Það er mikilvægt að líta á mannauðinn sem fjárfestingu en ekki sem kostnað sem hægt er að stilla til eftir þörfum. Með því að styðja starfsfólk í fræðslu, þróun og aukinni starfsánægju byggjum við upp sterkara samfélag. Fólk sem finnur til virðingar, hefur skýran tilgang og tækifæri til að vaxa í starfi skilar betri þjónustu og meiri stöðugleika – bæði til framtíðar og í daglegum rekstri.Ég vil að Akraneskaupstaður sé vinnustaður sem fólk er stolt af. Staður þar sem það finnur að það skiptir máli. Þar sem virðing, samvinna og traust eru ekki slagorð, heldur raunveruleg gildi í daglegu starfi. Þegar við hlúum að fólkinu okkar, hlúum við að framtíð bæjarins. Liðsheildin Akranes Við þurfum líka að hætta að hugsa í einingum og sviðum – og byrja að hugsa í tengslum. Akranes er ekki safn deilda sem keppast um fjármuni, heldur eitt lið. Ég líki þessu stundum við ÍA – liðsheild sem nær árangri þegar allir vinna saman. Starfsfólk bæjarins á ekki að finna að það starfi fyrir sitt „félag“, heldur fyrir Akranesliðið. Þegar við róum í sömu átt, með trausti, gagnsæi og virðingu, þá eykst leikgleðin – og árangurinn líka. Framtíð með hjarta Við stöndum á tímamótum. Við höfum gert ótrúlega hluti, byggt upp sterka bækistöð og fjárfest í framtíðinni. Nú þurfum við að staldra við, endurhugsa forgangsröðun og leggja áherslu á það sem ekki sést alltaf á fjárhagsáætlun – fólkið, menninguna, samfélagið.Það er auðvelt að tala um niðurskurð. Það kveikir þó sjaldnast eldmóð. Við þurfum að tala um uppbyggingu – um hugrekkið til að breyta, um samtal, um ábyrgð og um ást á bænum okkar. Því þegar við hlustum á hvort annað, þegar við vinnum saman í stað þess að draga í sundur, þegar við hugsum með hjartanu jafnt og hausnum – þá blómstrar bærinn. Ekki bara á pappír, heldur í lífi fólksins sem hér býr og vinnur.Akranes er garður sem hefur vaxið hratt. Nú er tími til að vökva hann, rækta hann og leyfa honum að dafna. Þá verður uppskeran ríkuleg. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og Frjálsra á Akranesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akranes Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað fallegt við þann tíma árs þegar við setjumst niður og förum yfir fjárhagsáætlun bæjarins. Flestir sjá kannski bara töflur, línur og tölur – en fyrir mér sem bæjarfulltrúa, er þetta aðeins meira en það. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er ekki bara Excel-skjöl og útgjaldaliðir. Hún er spegilmynd þess hvernig við sem samfélag viljum forgangsraða. Hverju við veljum að hlúa að. Hún segir frá gildum okkar, framtíðarsýn og þeirri ábyrgð sem við berum gagnvart fólkinu sem heldur bænum gangandi. Við erum að koma út úr einu mesta uppvaxtarskeiði í sögu Akraneskaupstaðar. Á örfáum árum hefur bæjarfélagið tekið gríðarlegum breytingum. Hér hefur verið byggt, endurnýjað, stækkað og þróað. Við höfum fjárfest í nýjum íþróttamannvirkjum (fimleikahúsi, reiðhöll, golfskála, stórglæsilegu fjölnota íþróttahúsi), byggt við Dvalarheimilið Höfða, endurbætt báða grunnskólana og reist nýjan leikskóla. Þetta hefur verið gert samtímis og við höfum þurft að fara í umfangsmiklar viðgerðir á eldra íþróttahúsi bæjarins og ýmsum stofnunum. Þetta hefur kostað mikla peninga og fórnir – en það hefur líka verið fjárfesting í framtíðinni. Sem betur fer var bærinn vel undirbúinn og hefur ekki þurft að taka eins mikið að láni og ætla mætti. Það er merki um ábyrga fjármálastjórn og sterkan grunn.En nú er kominn tími til að hægja á. Að setjast niður, draga andann djúpt – og hugsa um akurinn. Tími til að hlúa – ekki aðeins að byggja Við höfum verið dugleg að reisa og byggja, en garðurinn þarf meira en steypu og stál. Hann þarf að fá tíma, næringu og umhyggju. Ef við viljum uppskera áfram, þá verðum við að vökva. Því það sem raunverulega heldur bænum okkar uppi er ekki húsin eða mannvirkin – heldur fólkið. Starfsfólkið sem sinnir börnunum okkar, styður aldraða, heldur bænum hreinum og tryggir þjónustu við íbúa, starfsmenn stjórnsýslunnar og starfsmenn Fjöliðjunnar sem taka við dósunum okkar. Svona mætti lengi áfram telja.Álagið hefur aukist, kröfurnar hækkað og stjórnsýslan orðið flóknari. En stuðningurinn hefur ekki alltaf fylgt með. Það er ekki áfellisdómur – heldur ákall. Það eru allir að gera sitt besta við oft erfiðar aðstæður. Nú er kominn tími til að huga að fólkinu sem bærinn byggir á. Þetta er eins og með fjölskylduna okkar, þau vita alveg að við elskum þau en stundum mættum við vera duglegri við að segja þeim það!Ég hef oft líkt Akranesi við garð. Það dugir ekki að sá og stinga niður stiklum ef við gleymum að vökva. Þá vex illgresið og ræturnar visna. Við getum ekki ætlast til ríkulegrar uppskeru ef við hlúum ekki að jarðveginum. Skipurit, traust og samtal Það eru nú tvö ár síðan við hófum vinnu við nýtt skipurit. Markmiðið er gott – að gera stjórnsýsluna skilvirkari, skýrari og nær fólkinu. En teikning á blaði breytir engu ef hún er ekki lifandi. Skipurit virkar aðeins ef það er byggt á trausti, hlustun og þátttöku. Starfsfólkið þarf að skilja tilganginn og fá að taka þátt í ferlinu. Það er ekki nóg að segja fólki hvert það eigi að fara – það þarf að skilja af hverju það er á ferðinni. Þá verða breytingar ekki ógn, heldur tækifæri. Að nýta betur, ekki skera niður Við verðum líka að horfa heiðarlega á kostnað. Sérstaklega þann sem tengist aðkeyptri þjónustu. Það hefur verið bent á þetta í mörg ár – en lítið gerst. Nú þurfum við að spýta í lófana. Það þarf að liggja fyrir heildstæð greining á stöðunni, forgangsröðun og gagnsæi. Kjörnir fulltrúar eiga að hafa skýra mynd af raunveruleikanum – og vinna í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk. Þetta snýst ekki um niðurskurð. Þetta snýst um að nýta betur. Að taka upplýstar ákvarðanir, byggðar á gögnum, samráði og trausti. Starfsfólk er fjárfesting, ekki kostnaður Eitt af því leiðinlegast við fjárhagsáætlun er þegar það er stanslaust verið að tala um kostnað, kostnað, kostnað. Það er mikilvægt að líta á mannauðinn sem fjárfestingu en ekki sem kostnað sem hægt er að stilla til eftir þörfum. Með því að styðja starfsfólk í fræðslu, þróun og aukinni starfsánægju byggjum við upp sterkara samfélag. Fólk sem finnur til virðingar, hefur skýran tilgang og tækifæri til að vaxa í starfi skilar betri þjónustu og meiri stöðugleika – bæði til framtíðar og í daglegum rekstri.Ég vil að Akraneskaupstaður sé vinnustaður sem fólk er stolt af. Staður þar sem það finnur að það skiptir máli. Þar sem virðing, samvinna og traust eru ekki slagorð, heldur raunveruleg gildi í daglegu starfi. Þegar við hlúum að fólkinu okkar, hlúum við að framtíð bæjarins. Liðsheildin Akranes Við þurfum líka að hætta að hugsa í einingum og sviðum – og byrja að hugsa í tengslum. Akranes er ekki safn deilda sem keppast um fjármuni, heldur eitt lið. Ég líki þessu stundum við ÍA – liðsheild sem nær árangri þegar allir vinna saman. Starfsfólk bæjarins á ekki að finna að það starfi fyrir sitt „félag“, heldur fyrir Akranesliðið. Þegar við róum í sömu átt, með trausti, gagnsæi og virðingu, þá eykst leikgleðin – og árangurinn líka. Framtíð með hjarta Við stöndum á tímamótum. Við höfum gert ótrúlega hluti, byggt upp sterka bækistöð og fjárfest í framtíðinni. Nú þurfum við að staldra við, endurhugsa forgangsröðun og leggja áherslu á það sem ekki sést alltaf á fjárhagsáætlun – fólkið, menninguna, samfélagið.Það er auðvelt að tala um niðurskurð. Það kveikir þó sjaldnast eldmóð. Við þurfum að tala um uppbyggingu – um hugrekkið til að breyta, um samtal, um ábyrgð og um ást á bænum okkar. Því þegar við hlustum á hvort annað, þegar við vinnum saman í stað þess að draga í sundur, þegar við hugsum með hjartanu jafnt og hausnum – þá blómstrar bærinn. Ekki bara á pappír, heldur í lífi fólksins sem hér býr og vinnur.Akranes er garður sem hefur vaxið hratt. Nú er tími til að vökva hann, rækta hann og leyfa honum að dafna. Þá verður uppskeran ríkuleg. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og Frjálsra á Akranesi
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun