Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2025 07:02 Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru minnast aldrei á aðrar hagstæðir en vexti þegar evrusvæðið er annars vegar. Þeir virðast raunar margir hverjir hættir að minnast á sambandið sem slíkt. Til að mynda minnast þeir aldrei á hagvöxt, framleiðni eða atvinnuleysi. Skiljanlega enda eru tölur í þeim efnum á svæðinu ekkert til að hrópa húrra yfir. Reyndar ekki vextirnir heldur enda eru lágir vextir þar fyrst og fremst birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar. Fyrir það fyrsta er rétt að árétta að verðbólga og vextir hér á landi hafa í raun ekkert nmeð krónuna að gera eins og ófáir sérfræðingar í efnahagsmálum bara bent á eins og til að mynda Ólafur Margeirsson hagfræðingur. Verðbólgan er ekki sízt afleiðing þess að búið hefur verið til of mikið af henni í gegnum tíðina. Ekki sízt með lánveitingum samhliða snarhækkuðu fasteignaverði en bankar búa til yfirgnæfandi meirihluta króna í umferð. Krónan býr sig ekki til sjálf. Hvers vegna hefur fasteignaverð hækkað eins mikið og raun ber vitni? Vegna skorts á húsnæði. Hvað þarf til þess að byggja nýtt húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitafélögin. Hvaða sveitarfélag hefur haft þar langmest vægi vegna stærðar sinnar? Reykjavík. Hverjir hafa einkum farið með stjórn Reykjavíkur undanfarin ár? Samfylkingin og lengst af undir forystu Dags B. Eggertssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi borgarstjóra. Krónan úthlutar ekki lóðum. Fyrir vikið er auðvitað skiljanlegt að Dagur fari mikinn þessa dagana og kenni krónunni óspart um það sem er miklu fremur sök hans sjálfs. Þá er auðvitað þægilegt að skella skuldinni á eitthvað sem ekki getur varið sig sjálft eins og krónuna. Staðreyndirnar tala hins vegar máli hennar. Það er ekki nóg að fullyrða einungis að krónan sé sökudólgurinn án þess að færa fyrir því haldbær rök og fjalla svo einungis um það hversu ömurleg hún sé fyrir vikið eins og Dagur og fleiri hafa gert. Málflutningur Dags hefur reyndar tekið nokkrum breytingum undir það síðasta. Þannig hafa fullyrðingar farið að víkja fyrir orðalaginu „ég tel“ enda standast þær sem fyrr segir enga skoðun. Á hinn bóginn hafa sérfræðingar í efnahagsmálum eins og Ólafur fært gild rök fyrir því að krónunni verði ekki kennt um í þessum efnum. Það er að segja ekki með rökum sem standast skoðun þó auðvitað sé hægt að kenna henni um að ósekju. Líkt og Dagur hefur ítrekað kosið að gera. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru minnast aldrei á aðrar hagstæðir en vexti þegar evrusvæðið er annars vegar. Þeir virðast raunar margir hverjir hættir að minnast á sambandið sem slíkt. Til að mynda minnast þeir aldrei á hagvöxt, framleiðni eða atvinnuleysi. Skiljanlega enda eru tölur í þeim efnum á svæðinu ekkert til að hrópa húrra yfir. Reyndar ekki vextirnir heldur enda eru lágir vextir þar fyrst og fremst birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar. Fyrir það fyrsta er rétt að árétta að verðbólga og vextir hér á landi hafa í raun ekkert nmeð krónuna að gera eins og ófáir sérfræðingar í efnahagsmálum bara bent á eins og til að mynda Ólafur Margeirsson hagfræðingur. Verðbólgan er ekki sízt afleiðing þess að búið hefur verið til of mikið af henni í gegnum tíðina. Ekki sízt með lánveitingum samhliða snarhækkuðu fasteignaverði en bankar búa til yfirgnæfandi meirihluta króna í umferð. Krónan býr sig ekki til sjálf. Hvers vegna hefur fasteignaverð hækkað eins mikið og raun ber vitni? Vegna skorts á húsnæði. Hvað þarf til þess að byggja nýtt húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitafélögin. Hvaða sveitarfélag hefur haft þar langmest vægi vegna stærðar sinnar? Reykjavík. Hverjir hafa einkum farið með stjórn Reykjavíkur undanfarin ár? Samfylkingin og lengst af undir forystu Dags B. Eggertssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi borgarstjóra. Krónan úthlutar ekki lóðum. Fyrir vikið er auðvitað skiljanlegt að Dagur fari mikinn þessa dagana og kenni krónunni óspart um það sem er miklu fremur sök hans sjálfs. Þá er auðvitað þægilegt að skella skuldinni á eitthvað sem ekki getur varið sig sjálft eins og krónuna. Staðreyndirnar tala hins vegar máli hennar. Það er ekki nóg að fullyrða einungis að krónan sé sökudólgurinn án þess að færa fyrir því haldbær rök og fjalla svo einungis um það hversu ömurleg hún sé fyrir vikið eins og Dagur og fleiri hafa gert. Málflutningur Dags hefur reyndar tekið nokkrum breytingum undir það síðasta. Þannig hafa fullyrðingar farið að víkja fyrir orðalaginu „ég tel“ enda standast þær sem fyrr segir enga skoðun. Á hinn bóginn hafa sérfræðingar í efnahagsmálum eins og Ólafur fært gild rök fyrir því að krónunni verði ekki kennt um í þessum efnum. Það er að segja ekki með rökum sem standast skoðun þó auðvitað sé hægt að kenna henni um að ósekju. Líkt og Dagur hefur ítrekað kosið að gera. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun