Erlent

For­sætis­ráð­herra­efni fæddi barn tveimur vikum fyrir kosningar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Paetongtarn Shinawatra ásamt barni sínu.
Paetongtarn Shinawatra ásamt barni sínu.

Paetongtarn Shinawatra, sem talin er líklegust til að verða næsti forsætisráðherra Taílands, eignaðist barn í morgun, tveimur vikum áður en kosningar þar í landi hefjast. 

Shinawatra er dóttir fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Thaksin Shinawatra, en hún greindi sjálf frá fæðingunni í morgun. 

Fjölskyldunafnið hefur fleytt henni langt en faðir hennar þótti afar vinsæll, sérstaklega meðal íbúa landsins sem búa í dreifbýli. Er öll fjölskyldan á móti herstjórn en árið 2006 var föður hennar steypt af stóli af hernum. Sama gerðist með föðursystur hennar, sem einnig var forsætisráðherra, árið 2014.

Shinawatra er hluti af Pheu Thai-flokknum, en flokkurinn er afar sigurstranglegur í kosningunum sem hefjast eftir tvær vikur. Flokkurinn hefur útnefnt hana sem eina af þremur forsætisráðherraefnum en að lokum verða það öldungadeildarþingmenn landsins sem útnefna nýjan forsætisráðherra.


Tengdar fréttir

Yingluck Shinawatra gert að láta af embætti í Tælandi

Stjórnarskrárdómstóll í Tælandi skipaði í morgun forsætisráðherra landsins Yingluck Shinawatra, að láta af embætti fyrir að misnota vald sitt. Shinawatra hefur síðustu mánuði glímt við mikla andstöðu frá stórum hópi stjórnarandstæðinga sem saka hana um að vera aðeins lepp fyrir bróðir sinn, Thaksin Shinawatra sem eitt sinn stjórnaði landinu en er nú í útlegð.

Tælenski herinn tekur völdin

Valdatakan sögð liður í því að koma aftur á stöðugleika í Tælandi eftir um sex mánaða vargöld sem ríkt hefur í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×