Shinawatra er dóttir fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Thaksin Shinawatra, en hún greindi sjálf frá fæðingunni í morgun.
Fjölskyldunafnið hefur fleytt henni langt en faðir hennar þótti afar vinsæll, sérstaklega meðal íbúa landsins sem búa í dreifbýli. Er öll fjölskyldan á móti herstjórn en árið 2006 var föður hennar steypt af stóli af hernum. Sama gerðist með föðursystur hennar, sem einnig var forsætisráðherra, árið 2014.
! " " pic.twitter.com/N67GWNx8xI
— Yingluck Shinawatra (@PouYingluck) May 1, 2023
Shinawatra er hluti af Pheu Thai-flokknum, en flokkurinn er afar sigurstranglegur í kosningunum sem hefjast eftir tvær vikur. Flokkurinn hefur útnefnt hana sem eina af þremur forsætisráðherraefnum en að lokum verða það öldungadeildarþingmenn landsins sem útnefna nýjan forsætisráðherra.