Erlent

Hryðju­verka­maður náðaður og yfir­gaf fangelsið á hest­baki

Bjarki Sigurðsson skrifar
György Budaházy yfirgaf fangelsið á hestbaki.
György Budaházy yfirgaf fangelsið á hestbaki. Pesti Srácok

Hryðjuverkamaðurinn György Budaházy var meðal þeirra sem forseti Ungverjalands, Katalin Novák, náðaði á föstudag, nokkrum dögum fyrir heimsókn páfans til landsins. Yfirgaf hann fangelsið á hestbaki. 

Í gær mætti Frans páfi til Ungverjalands í þriggja daga heimsókn. Sem hluti af undirbúning fyrir heimsóknina ákvað forseti landsins að náða nokkra fanga. 

„Vikan fyrir heimsókn páfans er tilvalinn tími fyrir forsetann til að nýta sér náðunarvald sitt,“ sagði í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni.

Frans páfi ásamt forseta Ungverjalands, Katalin Novak.EPA/Szilard Koszticsak

Meðal þeirra sem forsætisráðherrann náðaði voru nokkrir sem dæmdir voru í Hunnia-réttarhöldunum. Voru þar nokkrir menn sem tilheyrðu hryðjuverkasamtökunum Hunnia, sem stunduðu það að kasta Molotov-kokteilum og sprengjum á heimili sósíalískra stjórnmálamanna.

Einn þeirra, György Budaházy, var náðaður í vikunni en hann hafði verið dæmdur í sautján ára fangelsi árið 2016. Yfirgaf hann fangelsið á hestbaki, sem er tákn öfgahægrisins í Ungverjalandi um uppreisnargjarna fortíð þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×