Ótrúlegt vetrarríki á Hellu og Selfossi í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2023 20:25 Það var ekkert smávegis mikill snjór á Hellu í dag. Þar þurfti fólk að moka bíla út úr innkeyrslum sínum. Skjáskot/Aðsent Vetur konungur hrifsaði aftur til sín völdin á suður- og suðvesturlandi í morgun. Snjóþyngslin eru afar óvenjuleg fyrir þennan árstíma - og létu einna helst finna fyrir sér á Selfossi og Hellu, þar sem gríðarlegir skaflar mynduðust Það var sannkallað vetrarríki sem tók á móti höfuðborgarbúum í morgunsárið. Fréttastofa fór á rúntinn upp í Breiðholt og ræddi við íbúa sem kipptu sér mismikið upp við snjóinn, þar á meðal Wiktoria sem hefur búið á Íslandi í tvö ár og var nýbúin að fá fjölskyldu sína í heimsókn. „Við vorum búin að skipuleggja ferð í dag og þetta kom okkur mjög á óvart. En þetta er samt voða fínt, þetta er fyrsta ferð fjölskyldu minnar til Íslands. Þau geta notið vetur og vors á sama tíma,“ sagði Wiktoria. Þetta er aðeins í fimmta sinn á sjötíu og fimm árum sem snjódýpt mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. Snjórinn innan borgarmarkanna getur þó varla talist annað en létt föl miðað við skaflana sem mynduðust á Selfossi í dag. Þar þurftu snjómokstursmenn að hafa hraðar hendur í morgun, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Sama var uppi á teningnum á Hellu, þar sem sannarlega var ekki að sjá að sumardeginum fyrsta hefði verið fagnað fyrir réttri viku. Myndefnið frá Hellu tók Bjarki Eiríksson. Viðtöl við íbúa í Breiðholti og ótrúlegar myndir af snjónum í borginni og á Suðurlandi má sjá í innslaginu hér fyrir ofan. Veður Rangárþing ytra Árborg Reykjavík Tengdar fréttir „Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. 27. apríl 2023 12:08 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Það var sannkallað vetrarríki sem tók á móti höfuðborgarbúum í morgunsárið. Fréttastofa fór á rúntinn upp í Breiðholt og ræddi við íbúa sem kipptu sér mismikið upp við snjóinn, þar á meðal Wiktoria sem hefur búið á Íslandi í tvö ár og var nýbúin að fá fjölskyldu sína í heimsókn. „Við vorum búin að skipuleggja ferð í dag og þetta kom okkur mjög á óvart. En þetta er samt voða fínt, þetta er fyrsta ferð fjölskyldu minnar til Íslands. Þau geta notið vetur og vors á sama tíma,“ sagði Wiktoria. Þetta er aðeins í fimmta sinn á sjötíu og fimm árum sem snjódýpt mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. Snjórinn innan borgarmarkanna getur þó varla talist annað en létt föl miðað við skaflana sem mynduðust á Selfossi í dag. Þar þurftu snjómokstursmenn að hafa hraðar hendur í morgun, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Sama var uppi á teningnum á Hellu, þar sem sannarlega var ekki að sjá að sumardeginum fyrsta hefði verið fagnað fyrir réttri viku. Myndefnið frá Hellu tók Bjarki Eiríksson. Viðtöl við íbúa í Breiðholti og ótrúlegar myndir af snjónum í borginni og á Suðurlandi má sjá í innslaginu hér fyrir ofan.
Veður Rangárþing ytra Árborg Reykjavík Tengdar fréttir „Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. 27. apríl 2023 12:08 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
„Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. 27. apríl 2023 12:08