Líkja sambandi við njósnara við nauðgun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. apríl 2023 13:21 Lögreglumaðurinn átti í sambandi við átta konur í anarkistasenunni. Sex þeirra hafa kært háttsemina. EPA Sex katalónskar konur hafa stefnt lögreglumanni, spænska ríkislögreglustjóranum og innanríkisráðherra fyrir kynferðisofbeldi. Lögreglumaðurinn starfaði sem njósnari innan anarkistasenunnar í Barcelona og átti í samböndum við átta konur. „Mér líður eins og mér hafi verið nauðgað,“ segir ein konan við katalónska tímaritið La Directa. Lögreglumaðurinn, sem sagðist heita Dani, stundaði njósnir í tvö og hálft ár, tók þátt í mótmælum og aðgerðum katalónskra anarkista og tók þátt í skemmtanalífi senunnar. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian þóttist Dani starfa við að setja upp loftræstikerfi. Í raun og veru var hann njósnari á vegum spænska ríkislögreglustjórans. Tók í burtu ákvörðunina Katalónskir anarkistar styðja sjálfstæði héraðsins undan stjórn Madrídar. Þeir berjast einnig gegn hinu kapítalíska samfélagi, feðraveldinu og fasistum. Konurnar sex hafa lagt fram kæru á hendur Dani, lögreglustjóra og innanríkisráðherra vegna kynferðisofbeldis sem staðið hafi yfir í langan tíma, broti á persónuverndarlögum og ómannúðlegri meðferð. Telja þær að lögreglustjóri hafi fyrirskipað njósnirnar og að ráðherra beri ábyrgð á lögregluaðgerðum landsins. „Ef ég hefði vitað að hann væri lögga hefði ég aldrei átt í sambandi við hann. Ákvörðunin var tekin af mér,“ segir ein konan við La Directa. Hún kynntist Dani í vinnuhópi anarkista árið 2020 og var í sambandi með honum í næstum því eitt ár. „Ég var með einhverjum sem ég vissi ekki hver var og það hræðir mig.“ Fylltist viðbjóði Ári eftir að þau slitu sambandinu kom í ljós að Dani væri lögreglumaður. Sagðist hún hafa fyllst viðbjóði, kvíða og kraftleysi við að heyra þau tíðindi. „Ekkert afsakar hvernig ríkið og lögreglan hafði afskipti af lífi mínu,“ segir hún. Sonia Olivella, lögmaður kvennanna, segir að ekkert í spænskum lögum heimili lögreglunni að haga sér á þennan hátt. Það sé líka óeðlilegt að njósnum sé beint gegn hópi anarkista, en lögin gera ráð fyrir að heimilt sé að njósna um hryðjuverka og glæpahópa. Þá hafi konurnar hafi ekki veitt upplýst samþykki fyrir þessum samböndum. Hvorki ríkislögreglustjóri né innanríkisráðuneytið hafa tjáð sig um málið. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kynferðisofbeldi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
„Mér líður eins og mér hafi verið nauðgað,“ segir ein konan við katalónska tímaritið La Directa. Lögreglumaðurinn, sem sagðist heita Dani, stundaði njósnir í tvö og hálft ár, tók þátt í mótmælum og aðgerðum katalónskra anarkista og tók þátt í skemmtanalífi senunnar. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian þóttist Dani starfa við að setja upp loftræstikerfi. Í raun og veru var hann njósnari á vegum spænska ríkislögreglustjórans. Tók í burtu ákvörðunina Katalónskir anarkistar styðja sjálfstæði héraðsins undan stjórn Madrídar. Þeir berjast einnig gegn hinu kapítalíska samfélagi, feðraveldinu og fasistum. Konurnar sex hafa lagt fram kæru á hendur Dani, lögreglustjóra og innanríkisráðherra vegna kynferðisofbeldis sem staðið hafi yfir í langan tíma, broti á persónuverndarlögum og ómannúðlegri meðferð. Telja þær að lögreglustjóri hafi fyrirskipað njósnirnar og að ráðherra beri ábyrgð á lögregluaðgerðum landsins. „Ef ég hefði vitað að hann væri lögga hefði ég aldrei átt í sambandi við hann. Ákvörðunin var tekin af mér,“ segir ein konan við La Directa. Hún kynntist Dani í vinnuhópi anarkista árið 2020 og var í sambandi með honum í næstum því eitt ár. „Ég var með einhverjum sem ég vissi ekki hver var og það hræðir mig.“ Fylltist viðbjóði Ári eftir að þau slitu sambandinu kom í ljós að Dani væri lögreglumaður. Sagðist hún hafa fyllst viðbjóði, kvíða og kraftleysi við að heyra þau tíðindi. „Ekkert afsakar hvernig ríkið og lögreglan hafði afskipti af lífi mínu,“ segir hún. Sonia Olivella, lögmaður kvennanna, segir að ekkert í spænskum lögum heimili lögreglunni að haga sér á þennan hátt. Það sé líka óeðlilegt að njósnum sé beint gegn hópi anarkista, en lögin gera ráð fyrir að heimilt sé að njósna um hryðjuverka og glæpahópa. Þá hafi konurnar hafi ekki veitt upplýst samþykki fyrir þessum samböndum. Hvorki ríkislögreglustjóri né innanríkisráðuneytið hafa tjáð sig um málið.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kynferðisofbeldi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira