Innlent

Þrjú ung­mennanna nú vistuð á Stuðlum

Helena Rós Sturludóttir skrifar
Árásin var gerð á bílastæðinu við Fjarðarkaup um helgina.
Árásin var gerð á bílastæðinu við Fjarðarkaup um helgina. Vísir/Vilhelm

Öll þrjú ungmennin, sem eru undir lögaldri og sæta nú gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar við Fjarðarkaup í Hafnarfirði um helgina og leiddi til þess að karlmaður á þrítugsaldri lést, eru nú vistuð á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga.

Þetta staðfestir Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, í samtali við fréttastofu. 

Tvö ungmenni voru strax vistuð á Stuðlum en eitt þeirra var vistað í fangelsinu á Hólmsheiði um helgina vegna þess að ekki er hægt að tryggja einangrun á Stuðlum. Það hefur nú verið fært yfir á Stuðla. Alls eru fjórir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 

Ólöf segir flutninginn ekki stafa af plássleysi, einangruninni hafi verið aflétt og því geti nú öll þrjú ungmennin dvalið hjá þeim. Barnavernd geti nú unnið að málinu.


Tengdar fréttir

„Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð“

Tveir hinna handteknu í manndrápsmálinu í Hafnarfirði eru í einangrunarúrræði á vegum barnaverndaryfirvalda, þar sem þeir eru undir átján ára. Þriðji sakborningurinn, sem einnig er undir lögaldri, er á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir kappkostað við að draga úr neikvæðum áhrifum einangrunar á börn þegar svo ber undir.

Tenging við upp­runa fyrsta sem margir Pól­verjar óttuðust

Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×