Innlent

Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Um var að ræða hugljúfa og fallega stund í kirkjunni.
Um var að ræða hugljúfa og fallega stund í kirkjunni. Vísir/Steingrímur Dúi

Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag.

Kristófer Gajowski skipulagði bænastundina á eigin vegum. Hann segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar. 

„Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins.“

Kristófer segir málið áfall. Íslendingar, óháð uppruna, þurfi að standa saman. Leggur hann áherslu á að allir hafi verið velkomnir í kirkjuna, í rólega og fallega stund.

„Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi.“

Tökumaður fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var á staðnum.


Tengdar fréttir

Telja mynd­band af á­rásinni mögulega í dreifingu

Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×