Tryggjum stafrænt aðgengi fyrir fatlað fólk Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 19. apríl 2023 08:00 Ófatlað fólk áttar sig oft ekki á þeim hindrunum sem fatlað fólk stendur frammi fyrir dagsdaglega. Ég hef klárlega verið þar oftar en einu sinni. En ég vil trúa því að öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að jafna aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. Ég vil sjá breytingar. Engin mega sitja eftir í stafrænu byltingunni Ein hindrunin er stafrænt aðgengi fatlaðs fólks. Stafrænt samfélag er í hraðri þróun, en í dag er hægt að nota rafræn auðkenni á ýmsum vefsvæðum hjá yfir 180 þjónustuveitendum á Íslandi. Þetta er afskaplega jákvæð þróun sem sparar tíma, peninga og einfaldar líf okkar flestra til muna. Stafræn þróun er aftur á móti stór áskorun fyrir margt fatlað fólk og einnig eldra fólk sem hafa ekki öll getað nýtt sér þessa þróun. Þetta þarf að laga, þannig að öll geti tekið þátt í þessum mikilvægu breytingum í samfélaginu og engin sitji eftir. Hér eru breytingar til hins betra hafnar. Nýr umboðsmannagrunnur tryggir aðgengi fatlaðs fólks Eitt af því sem ég lagði strax ríka áherslu á sem félags- og vinnumarkaðsráðherra var að opna dyr fatlaðs fólks að hinni stafrænu þróun. Í október síðastliðnum opnaði ráðuneyti mitt í samstarfi við Réttindagæslu fatlaðs fólk svokallaðan umboðsmannagrunn fyrir persónulega talsmenn sem lögum samkvæmt aðstoða fatlað fólk sem á því þarf að halda. Með umboðsmannagrunninum getur persónulegur talsmaður skráð sig inn með sínum eigin rafrænu auðkennum fyrir hönd hins fatlaða einstaklings og fær þannig aðgang að pósthólfi hjá Stafrænu Íslandi. Með þessu móti er tryggt að þau sem ekki geta notfært sér rafræn auðkenni sjálf hafi aðgengi í gegnum persónulegan talsmann sinn. Þetta kerfi hefur enn fremur þann kost að hægt er að rekja hver hafði umboð, fyrir hvern og á hvaða tímabili. Umboðsmannagrunnurinn á því að tryggja öryggi fatlaðs fólks í stafrænum heimi sem og aðgengi að gögnum sem send eru. Viljayfirlýsing fjögurra ráðherra og næstu skref Til að tryggja áframhaldandi vinnu brautargengi í stjórnkerfinu undirrituðu fjórir ráðherrar viljayfirlýsingu rétt fyrir páska um þróun á lausnum á stafrænu aðgengi fyrir fatlað fólk. Umboðsmannagrunnurinn er fyrsta skrefið í þessu samhengi. Með viljayfirlýsingunni hefst síðan næsti áfangi. Unnið verður stöðumat á stafrænu aðgengi og tillögur að frekari lausnum, meðal annars hvernig megi tengja umboðsmannagrunninn við aðrar stofnanir, banka og fyrirtæki, þannig að hægt verði að gera stafræna þjónustu aðgengilega og örugga fyrir fatlað fólk í gegnum persónulega talsmenn þess. Ég mun halda áfram að leggja áherslu á bjartari stafræna framtíð fyrir fatlað fólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að tileinka sér hana. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stafræn þróun Félagsmál Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Ófatlað fólk áttar sig oft ekki á þeim hindrunum sem fatlað fólk stendur frammi fyrir dagsdaglega. Ég hef klárlega verið þar oftar en einu sinni. En ég vil trúa því að öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að jafna aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. Ég vil sjá breytingar. Engin mega sitja eftir í stafrænu byltingunni Ein hindrunin er stafrænt aðgengi fatlaðs fólks. Stafrænt samfélag er í hraðri þróun, en í dag er hægt að nota rafræn auðkenni á ýmsum vefsvæðum hjá yfir 180 þjónustuveitendum á Íslandi. Þetta er afskaplega jákvæð þróun sem sparar tíma, peninga og einfaldar líf okkar flestra til muna. Stafræn þróun er aftur á móti stór áskorun fyrir margt fatlað fólk og einnig eldra fólk sem hafa ekki öll getað nýtt sér þessa þróun. Þetta þarf að laga, þannig að öll geti tekið þátt í þessum mikilvægu breytingum í samfélaginu og engin sitji eftir. Hér eru breytingar til hins betra hafnar. Nýr umboðsmannagrunnur tryggir aðgengi fatlaðs fólks Eitt af því sem ég lagði strax ríka áherslu á sem félags- og vinnumarkaðsráðherra var að opna dyr fatlaðs fólks að hinni stafrænu þróun. Í október síðastliðnum opnaði ráðuneyti mitt í samstarfi við Réttindagæslu fatlaðs fólk svokallaðan umboðsmannagrunn fyrir persónulega talsmenn sem lögum samkvæmt aðstoða fatlað fólk sem á því þarf að halda. Með umboðsmannagrunninum getur persónulegur talsmaður skráð sig inn með sínum eigin rafrænu auðkennum fyrir hönd hins fatlaða einstaklings og fær þannig aðgang að pósthólfi hjá Stafrænu Íslandi. Með þessu móti er tryggt að þau sem ekki geta notfært sér rafræn auðkenni sjálf hafi aðgengi í gegnum persónulegan talsmann sinn. Þetta kerfi hefur enn fremur þann kost að hægt er að rekja hver hafði umboð, fyrir hvern og á hvaða tímabili. Umboðsmannagrunnurinn á því að tryggja öryggi fatlaðs fólks í stafrænum heimi sem og aðgengi að gögnum sem send eru. Viljayfirlýsing fjögurra ráðherra og næstu skref Til að tryggja áframhaldandi vinnu brautargengi í stjórnkerfinu undirrituðu fjórir ráðherrar viljayfirlýsingu rétt fyrir páska um þróun á lausnum á stafrænu aðgengi fyrir fatlað fólk. Umboðsmannagrunnurinn er fyrsta skrefið í þessu samhengi. Með viljayfirlýsingunni hefst síðan næsti áfangi. Unnið verður stöðumat á stafrænu aðgengi og tillögur að frekari lausnum, meðal annars hvernig megi tengja umboðsmannagrunninn við aðrar stofnanir, banka og fyrirtæki, þannig að hægt verði að gera stafræna þjónustu aðgengilega og örugga fyrir fatlað fólk í gegnum persónulega talsmenn þess. Ég mun halda áfram að leggja áherslu á bjartari stafræna framtíð fyrir fatlað fólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að tileinka sér hana. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun