Innlent

Arent Orri nýr formaður Vöku

Máni Snær Þorláksson skrifar
Arent Orri tekur við af Viktori Pétri sem formaður Vöku.
Arent Orri tekur við af Viktori Pétri sem formaður Vöku. Vaka

Ný stjórn Vöku, hagsmunafélags lýðræðissinnaðra stúdenta, var kosin á aðalfundi félagsins í gær. Arent Orri Jónsson lögfræðinemi var kjörinn nýr formaður félagsins en hann tekur við keflinu af Viktori Pétri Finnssyni.

„Það eru spennandi tímar framundan fyrir Vökuliða,“ er haft eftir Arent Orra í tilkynningu frá Vöku. „Við viljum sérstaklega þakka fráfarandi stjórn fyrir vel unnið starf en það er óhætt að segja að Vaka sé vöknuð aftur. Við hlökkum til að takast á við komandi skólaár og þau verkefni sem því fylgja.“

Ásamt formanni félagsins var kosið um nýja stjórn félagsins á aðalfundi þess í gærkvöldi. Hér fyrir neðan má sjá nýkjörna stjórn Vöku.

Formaður: Arent Orri Jónsson, lögfræði

Varaformaður: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, stjórnmálafræði

Oddviti: Elísabet Sara Gísladóttir, lífeindafræði

Ritari: Sæþór Már Hinriksson, viðskiptafræði

Gjaldkeri: Franklín Ernir Kristjánsson, viðskiptafræði

Skemmtanastjóri: Jens Ingi Andrésson, lögfræði

Útgáfustjóri: Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræði

Markaðsfulltrúi: Tinna Eyvindardóttir, sálfræði

Alþjóðafulltrúi: Hannes Lúðvíksson, hagfræði

Meðstjórnendur: Dagur Kárason, stjórnmálafræði, Magnús Daði Eyjólfsson, viðskiptafræði, Róberta Lilja Ísólfsdóttir, lögfræði, og Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, lögfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×