Einn virtasti vísindamaður heims rekinn úr starfi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. apríl 2023 15:01 Háskólinn í Córdoba. Þar stunda rúmlega 20.000 nemendur nám og 1.200 kennarar starfa við skólann. Nú hefur einn allra virtasti prófessor skólans verið rekinn fyrir að leyfa öðrum háskólum að nota nafn sitt þegar hann skrifar ritrýndar vísindagreinar. Wikimedia Commons Háskólinn í Córdoba á Spáni hefur rekið einn sinn virtasta vísindamann úr starfi fyrir að leyfa háskólum í Sádi Arabíu og Rússlandi að tengja sig við nafn hans. Vísindamaðurinn gefur út fræðigreinar á tveggja daga fresti að meðaltali og viðurkennir að hann notist við gervigreindarforrit til að flýta fyrir sér. Situr ekki auðum höndum Spænski efnafræðingurinn Rafael Luque situr ekki auðum höndum. Hann hefur gefið út í kringum 700 fræðigreinar á ferlinum og á þremur fyrstu mánuðum þessa árs gaf hann út 58 fræðigreinar. Það er ein grein á 37 klukkustunda fresti. Hann er sérfræðingur í grænni efnafræði, sem eins og nafnið gefur til kynna snýst um umhverfisvæna efnafræði. Undanfarin fimm ár hefur hann verið á lista yfir þá vísindamenn sem oftast er vitnað til í fræðaheimum. Háskólar um allan heim berjast með kjafti og klóm fyrir því að fá slíka menn í lið með sér, þar sem það eitt og sér getur dugað til að koma háskólum á lista yfir bestu háskóla heims. Sem er gríðarlega mikilvægt þegar leita þarf fjárframlaga til að styðja við rannsóknir og annað háskólastarf. Leyfir öðrum háskólum að nota nafn sitt Rafael Luque er prófessor í fullu starfi við háskólann í Córdoba á Suður-Spáni, fæðingarborg sinni, en háskólinn hefur nú rekið hann úr starfi, og sett hann í 13 ára bann við skólann. Ástæðan er sú að hann tiltekur í fræðigreinum sínum að hann sé einnig fræðimaður við háskóla í Sádi Arabíu og Rússlandi. Þetta eru skólar sem hafa lagt áherslu á að laða þekkta vísindamenn að sínum skólum, t.a.m. lofaði háskólinn í Sádi Arabíu sem kenndur er við konunginn Saud, vísindamönnum 70.000 evrum, andvirði rúmlega 10 milljóna króna á ári, fyrir það eitt að segjast vera fræðimenn við skólann þegar þeir skrifi greinar. Notar gervigreind til að flýta fyrir sér Luque gaf út 110 greinar í fyrra og hefur á þessu ári, eins og fyrr segir, gefið út 58 greinar. Hann viðurkennir að hann noti gervigreindarforrit til að flýta fyrir sér. Háskólinn í Córdoba hefur hins vegar fengið sig fullsaddan af þessari miklu framleiðni sem og því að Luque láni eða selji háskólum í Sádi Arabíu og Rússlandi nafn sitt og hefur því rekið hann. Segir háskólann skjóta sig í fótinn Luque er kokhraustur, heldur því fram að hann hafi ekki aðhafst neitt misjafnt, allt sé þetta sprottið af einskærri öfund, og að háskólinn í Córdoba sé að skjóta sig í fótinn. Einu afleiðingar verði þær að skólinn húrri út af listanum yfir bestu háskóla í heimi. Spánn Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Situr ekki auðum höndum Spænski efnafræðingurinn Rafael Luque situr ekki auðum höndum. Hann hefur gefið út í kringum 700 fræðigreinar á ferlinum og á þremur fyrstu mánuðum þessa árs gaf hann út 58 fræðigreinar. Það er ein grein á 37 klukkustunda fresti. Hann er sérfræðingur í grænni efnafræði, sem eins og nafnið gefur til kynna snýst um umhverfisvæna efnafræði. Undanfarin fimm ár hefur hann verið á lista yfir þá vísindamenn sem oftast er vitnað til í fræðaheimum. Háskólar um allan heim berjast með kjafti og klóm fyrir því að fá slíka menn í lið með sér, þar sem það eitt og sér getur dugað til að koma háskólum á lista yfir bestu háskóla heims. Sem er gríðarlega mikilvægt þegar leita þarf fjárframlaga til að styðja við rannsóknir og annað háskólastarf. Leyfir öðrum háskólum að nota nafn sitt Rafael Luque er prófessor í fullu starfi við háskólann í Córdoba á Suður-Spáni, fæðingarborg sinni, en háskólinn hefur nú rekið hann úr starfi, og sett hann í 13 ára bann við skólann. Ástæðan er sú að hann tiltekur í fræðigreinum sínum að hann sé einnig fræðimaður við háskóla í Sádi Arabíu og Rússlandi. Þetta eru skólar sem hafa lagt áherslu á að laða þekkta vísindamenn að sínum skólum, t.a.m. lofaði háskólinn í Sádi Arabíu sem kenndur er við konunginn Saud, vísindamönnum 70.000 evrum, andvirði rúmlega 10 milljóna króna á ári, fyrir það eitt að segjast vera fræðimenn við skólann þegar þeir skrifi greinar. Notar gervigreind til að flýta fyrir sér Luque gaf út 110 greinar í fyrra og hefur á þessu ári, eins og fyrr segir, gefið út 58 greinar. Hann viðurkennir að hann noti gervigreindarforrit til að flýta fyrir sér. Háskólinn í Córdoba hefur hins vegar fengið sig fullsaddan af þessari miklu framleiðni sem og því að Luque láni eða selji háskólum í Sádi Arabíu og Rússlandi nafn sitt og hefur því rekið hann. Segir háskólann skjóta sig í fótinn Luque er kokhraustur, heldur því fram að hann hafi ekki aðhafst neitt misjafnt, allt sé þetta sprottið af einskærri öfund, og að háskólinn í Córdoba sé að skjóta sig í fótinn. Einu afleiðingar verði þær að skólinn húrri út af listanum yfir bestu háskóla í heimi.
Spánn Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira