Hagstæðustu lán sem völ er á? María Sól Antonsdóttir og Nanna Hermannsdóttir skrifa 13. apríl 2023 23:30 Manst þú þegar námslán voru hagstæðustu lánin sem völ var á? Það gerum við líka, enda er ekki ýkja langt síðan svo var. Sú er sko aldeilis ekki raunin lengur. Vaxtakjör á námslánum hafa stórversnað í kjölfar þess að lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi. Lán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) eru verðtryggð og báru 1% fasta vexti, þar til nýverið, þegar þeir voru lækkaðir niður í 0,4% samhliða innleiðingu nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Vextir á þeim lánum eru breytilegir og geta orðið allt að 4% fyrir verðtryggð lán og 9% fyrir óverðtryggð lán. Nú, í apríl 2023, hafa vextir óverðtryggðra námslána hjá sjóðnum náð hámarki. Sé litið til vaxtakjara húsnæðislána til samanburðar, er staðan sú að í dag er hægt er að taka húsnæðislán með hagstæðari vaxtakjörum en bjóðast á námslánum, samanber mynd hér að neðan[1]. Of hátt vaxtaþak Ötul barátta Stúdentaráðs skilaði því að vaxtaþak var sett á lán frá Menntasjóði námsmanna og því má þakka baráttu stúdenta fyrir að vextir námslána séu ekki hærri en raun ber vitni. En betur má ef duga skal, því þrátt fyrir þennan varnarsigur stúdenta þá hefur efnahagsástandið í dag sýnt að ef vaxtaþakið á raunverulega að vernda greiðendur þá þarf það að lækka. Þessu vaxtafyrirkomulagi fylgir mikil óvissa fyrir stúdenta um kjör námslána enda getur vaxtastigið flökt um tugi punkta dag frá degi. Áður fyrr fylgdi námslánum ekki slík óvissa, en með þeim breytingum sem gerðar voru 2020 var allri áhættu velt yfir á stúdenta. Það er engum blöðum um það að fletta að vaxtaþak sem sett er of hátt veitir lántökum ekki raunverulega vernd og þjónar því ekki tilgangi sínum. Þrátt fyrir sögulega slæmt efnahagsástand hafa vextir á verðtryggðum námslánum ekki enn náð hámarki sínu og það var ekki fyrr en nýlega að óverðtryggð námslán náðu hámarki. Áhættunni er enn frekar velt yfir á greiðendur með föstu vaxtaálagi sem sett er til þess að verja sjóðinn fyrir afföllum. Samviskusamir greiðendur bera því kostnaðinn vegna vangreiðslu annarra lántaka. Slæmt efnahagsástand bitnar þannig á greiðendum námslána. Við upphaf náms er ómögulegt að sjá fyrir hvernig vaxtaumhverfið verður á greiðslutímabilinu. Með því að lækka vaxtaþakið væri hægt að draga umtalsvert úr óvissu um lánakjör og greiða um leið aðgengi að menntun. Slíkt væri í samræmi við markmið laga um Menntasjóð námsmanna: að veita aðgengi að námi óháð efnahag eða stöðu að öðru leyti. Fjárfesting í menntun Það er ljóst að þau sem af einhverjum ástæðum ljúka ekki námi á réttum tíma og fá því ekki 30% niðurfellingu höfuðstól láns síns, sjá fram á umtalsvert verri lánakjör en ef þau hefðu tekið lán frá LÍN. Stúdentar hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að litið sé til samsetningar þess hóps sem fær ekki niðurfellinguna. Hverjir eru það sem eiga erfiðara með að ljúka námi á réttum tíma? Jú, það eru til dæmis þau sem búa við fátækt, þau sem glíma við veikindi, foreldrar og aðrir viðkvæmir hópar. Ef ríkið styrkir þennan hóp ekki til náms í gegnum Menntasjóð námsmanna, er hann þá raunverulega að þjóna hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður? Hvað er til ráða? Endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna stendur nú yfir og skulu niðurstöður hennar kynntar á haustþingi 2023. Endurskoðunin veitir gullið tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á námslánakerfinu í þágu jafnrétti allra til náms. Stúdentar krefjast þess að vaxtaþak fyrir bæði verðtryggð og óverðtryggð námslán verði lækkað þannig að það veiti lántökum raunverulega vernd. Þá krefjast stúdentar þess að álag vegna affalla verði afnumið þannig að lántakar gjaldi ekki fyrir vangreiðslur annarra í formi hærri vaxtagreiðslna. Kröfur stúdenta í heild sinni vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna má nálgast hér. Höfundar eru lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) [1] Myndirnar byggja á ávöxtunarkröfu RIKB24 og RIKS26 að viðbættu 0,8% vaxtaálagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nanna Hermannsdóttir Námslán Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Manst þú þegar námslán voru hagstæðustu lánin sem völ var á? Það gerum við líka, enda er ekki ýkja langt síðan svo var. Sú er sko aldeilis ekki raunin lengur. Vaxtakjör á námslánum hafa stórversnað í kjölfar þess að lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi. Lán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) eru verðtryggð og báru 1% fasta vexti, þar til nýverið, þegar þeir voru lækkaðir niður í 0,4% samhliða innleiðingu nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Vextir á þeim lánum eru breytilegir og geta orðið allt að 4% fyrir verðtryggð lán og 9% fyrir óverðtryggð lán. Nú, í apríl 2023, hafa vextir óverðtryggðra námslána hjá sjóðnum náð hámarki. Sé litið til vaxtakjara húsnæðislána til samanburðar, er staðan sú að í dag er hægt er að taka húsnæðislán með hagstæðari vaxtakjörum en bjóðast á námslánum, samanber mynd hér að neðan[1]. Of hátt vaxtaþak Ötul barátta Stúdentaráðs skilaði því að vaxtaþak var sett á lán frá Menntasjóði námsmanna og því má þakka baráttu stúdenta fyrir að vextir námslána séu ekki hærri en raun ber vitni. En betur má ef duga skal, því þrátt fyrir þennan varnarsigur stúdenta þá hefur efnahagsástandið í dag sýnt að ef vaxtaþakið á raunverulega að vernda greiðendur þá þarf það að lækka. Þessu vaxtafyrirkomulagi fylgir mikil óvissa fyrir stúdenta um kjör námslána enda getur vaxtastigið flökt um tugi punkta dag frá degi. Áður fyrr fylgdi námslánum ekki slík óvissa, en með þeim breytingum sem gerðar voru 2020 var allri áhættu velt yfir á stúdenta. Það er engum blöðum um það að fletta að vaxtaþak sem sett er of hátt veitir lántökum ekki raunverulega vernd og þjónar því ekki tilgangi sínum. Þrátt fyrir sögulega slæmt efnahagsástand hafa vextir á verðtryggðum námslánum ekki enn náð hámarki sínu og það var ekki fyrr en nýlega að óverðtryggð námslán náðu hámarki. Áhættunni er enn frekar velt yfir á greiðendur með föstu vaxtaálagi sem sett er til þess að verja sjóðinn fyrir afföllum. Samviskusamir greiðendur bera því kostnaðinn vegna vangreiðslu annarra lántaka. Slæmt efnahagsástand bitnar þannig á greiðendum námslána. Við upphaf náms er ómögulegt að sjá fyrir hvernig vaxtaumhverfið verður á greiðslutímabilinu. Með því að lækka vaxtaþakið væri hægt að draga umtalsvert úr óvissu um lánakjör og greiða um leið aðgengi að menntun. Slíkt væri í samræmi við markmið laga um Menntasjóð námsmanna: að veita aðgengi að námi óháð efnahag eða stöðu að öðru leyti. Fjárfesting í menntun Það er ljóst að þau sem af einhverjum ástæðum ljúka ekki námi á réttum tíma og fá því ekki 30% niðurfellingu höfuðstól láns síns, sjá fram á umtalsvert verri lánakjör en ef þau hefðu tekið lán frá LÍN. Stúdentar hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að litið sé til samsetningar þess hóps sem fær ekki niðurfellinguna. Hverjir eru það sem eiga erfiðara með að ljúka námi á réttum tíma? Jú, það eru til dæmis þau sem búa við fátækt, þau sem glíma við veikindi, foreldrar og aðrir viðkvæmir hópar. Ef ríkið styrkir þennan hóp ekki til náms í gegnum Menntasjóð námsmanna, er hann þá raunverulega að þjóna hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður? Hvað er til ráða? Endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna stendur nú yfir og skulu niðurstöður hennar kynntar á haustþingi 2023. Endurskoðunin veitir gullið tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á námslánakerfinu í þágu jafnrétti allra til náms. Stúdentar krefjast þess að vaxtaþak fyrir bæði verðtryggð og óverðtryggð námslán verði lækkað þannig að það veiti lántökum raunverulega vernd. Þá krefjast stúdentar þess að álag vegna affalla verði afnumið þannig að lántakar gjaldi ekki fyrir vangreiðslur annarra í formi hærri vaxtagreiðslna. Kröfur stúdenta í heild sinni vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna má nálgast hér. Höfundar eru lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) [1] Myndirnar byggja á ávöxtunarkröfu RIKB24 og RIKS26 að viðbættu 0,8% vaxtaálagi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun