Gömul saga og ný Guðbrandur Einarsson skrifar 11. apríl 2023 07:30 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði út og suður. Kjósendur fyrirgáfu það fljótt og vel, það var jú Covid. Þess vegna var þessi ríkistjórn kosin aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin síðari settist því við völd 28. nóvember 2021 með geysilegan stuðning á bak við sig. Það getur verið áhugavert að fletta upp í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og rifja upp sem þar stendur. Um síðasta kjörtímabil er þennan texta að finna: „Markmið síðasta kjörtímabils var að byggja upp traust í samfélaginu og efla innviði ásamt því að tryggja pólitískan, félagslegan og efnahagslegan stöðugleika.“ Síðan segir um markmið ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili: „Vöxtur og velsæld er leiðarljós ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Styrkur ríkisfjármála verður byggður upp á ný á grundvelli öflugs atvinnulífs og áhersla lögð á framúrskarandi umhverfi til verðmætasköpunar þar sem til verða ný, fölbreytt og verðmæt störf. Samspil peningastefnu, ríkisfjármála og vinnumarkaðar verður undirstaða þess að unnt sé að tryggja stöðugleika í verðlagi og vöxtum.“ Hvernig hefur svo til tekist? Við framlagningu síðustu fjármálaáætlunar sagði fjármálaráðherra m.a. að eftir mikinn stuðning við eftirspurn í hagkerfinu árið 2020 munu opinber fjármál vinna gegn þenslu og stuðla þannig að efnahagslegum stöðugleika árið 2022 og á tímabili fjármálaáætlunnar. Þá var gert ráð fyrir að verðbólga væri komin í 2,5% árið 2024 eða í skilgreind verðbólgumarkmið seðlabanka. Við erum hins vegar að tala um að verðbólga mælist nú tæplega 10% eða um 7 prósentustigum umfram markmið síðustu fjármálaáætlunar. Ofan á það ætlar þessi ríkisstjórn að reka ríkssjóð með halla allt þetta kjörtímabil. Lágvaxtalandið Ísland er og var því bara tálsýnin ein. Krónuhagkerfið Íslenska hagkerfið sem byggir á 100 ára gamalli krónu er eitt það minnsta í heimi og það getur aldrei virkað án stuðnings. Gengisfellingar og gjaldeyrishöft hafa séð til þess að hægt hefur verið að láta þetta hökta. Þó ekki betur en svo að til viðbótar við íslensku krónuna var tekin upp verðtryggð króna sem hefur heldur ekki dugað til. Fjöldamörg stór fyrirtæki eru farin að gera upp í öðrum gjaldmiðlum og farin út úr hagkerfinu sem almenningur situr fastur í. Það er mjög skiljanlegt að þau telji hag sínum best borgið þannig. Best væri ef það stæði heimilunum til boða líka. Þó að seðlabankastjóri buni nú út vaxtahækkunum þá er það eins og skvetta vatni á gæs. Ríkistjórnin er ekki að hjálpa til og stóru fyrirtækin ekki heldur. Þau eru komin í skjól í evruhagkerfinu. Krónuskattur Íslenskur almenningur er því skilinn eftir með vaxtaálag sem hægt væri að kalla krónuskatt. Þau sem tóku óverðtryggð lán eru nú mörg komin fram á bjargbrúnina og þau sem eru í verðtryggða kerfinu sjá bara lánin sín hækka og hækka. Fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála duga hvergi til. Þetta er fullreynt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði út og suður. Kjósendur fyrirgáfu það fljótt og vel, það var jú Covid. Þess vegna var þessi ríkistjórn kosin aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin síðari settist því við völd 28. nóvember 2021 með geysilegan stuðning á bak við sig. Það getur verið áhugavert að fletta upp í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og rifja upp sem þar stendur. Um síðasta kjörtímabil er þennan texta að finna: „Markmið síðasta kjörtímabils var að byggja upp traust í samfélaginu og efla innviði ásamt því að tryggja pólitískan, félagslegan og efnahagslegan stöðugleika.“ Síðan segir um markmið ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili: „Vöxtur og velsæld er leiðarljós ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Styrkur ríkisfjármála verður byggður upp á ný á grundvelli öflugs atvinnulífs og áhersla lögð á framúrskarandi umhverfi til verðmætasköpunar þar sem til verða ný, fölbreytt og verðmæt störf. Samspil peningastefnu, ríkisfjármála og vinnumarkaðar verður undirstaða þess að unnt sé að tryggja stöðugleika í verðlagi og vöxtum.“ Hvernig hefur svo til tekist? Við framlagningu síðustu fjármálaáætlunar sagði fjármálaráðherra m.a. að eftir mikinn stuðning við eftirspurn í hagkerfinu árið 2020 munu opinber fjármál vinna gegn þenslu og stuðla þannig að efnahagslegum stöðugleika árið 2022 og á tímabili fjármálaáætlunnar. Þá var gert ráð fyrir að verðbólga væri komin í 2,5% árið 2024 eða í skilgreind verðbólgumarkmið seðlabanka. Við erum hins vegar að tala um að verðbólga mælist nú tæplega 10% eða um 7 prósentustigum umfram markmið síðustu fjármálaáætlunar. Ofan á það ætlar þessi ríkisstjórn að reka ríkssjóð með halla allt þetta kjörtímabil. Lágvaxtalandið Ísland er og var því bara tálsýnin ein. Krónuhagkerfið Íslenska hagkerfið sem byggir á 100 ára gamalli krónu er eitt það minnsta í heimi og það getur aldrei virkað án stuðnings. Gengisfellingar og gjaldeyrishöft hafa séð til þess að hægt hefur verið að láta þetta hökta. Þó ekki betur en svo að til viðbótar við íslensku krónuna var tekin upp verðtryggð króna sem hefur heldur ekki dugað til. Fjöldamörg stór fyrirtæki eru farin að gera upp í öðrum gjaldmiðlum og farin út úr hagkerfinu sem almenningur situr fastur í. Það er mjög skiljanlegt að þau telji hag sínum best borgið þannig. Best væri ef það stæði heimilunum til boða líka. Þó að seðlabankastjóri buni nú út vaxtahækkunum þá er það eins og skvetta vatni á gæs. Ríkistjórnin er ekki að hjálpa til og stóru fyrirtækin ekki heldur. Þau eru komin í skjól í evruhagkerfinu. Krónuskattur Íslenskur almenningur er því skilinn eftir með vaxtaálag sem hægt væri að kalla krónuskatt. Þau sem tóku óverðtryggð lán eru nú mörg komin fram á bjargbrúnina og þau sem eru í verðtryggða kerfinu sjá bara lánin sín hækka og hækka. Fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála duga hvergi til. Þetta er fullreynt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun