Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. apríl 2023 23:43 Chuck Schumer lét Repúblikana heyra það vegna ákvörðunar dómara í Texas um að ógilda markaðsleyfi þungunarrofslyfs. Getty Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. Dómarinn Matthew J. Kacsmaryk, sem er þekktur andstæðingur þungunarrofs, ógilti samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi lyfsins. Í dómnum talar hann um þungunarrof með „efnum“ og um fóstur sem „ófædd börn“ og „ófæddar manneskjur“. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs. „Eitt er alveg á hreinu, ákvörðunin gæti steypt landi okkar í ringulreið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni við fréttamenn í dag. „Repúblikanar hafa algjörlega snúið lyfjastofnuninni, eins og við þekktum hana, á hvolf og hótað því að hvert einasta lyf á markaðnum gæti misst markaðsleyfið.“ Sækjandinn í málinu var hópur lækna og samtaka sem sögðu mifepristone ógn við heilsu stúlkna og kvenna. „Hvað kemur næst þegar einhver róttækur jaðarhópur ákveður að höfða mál? Krabbamein? Insúlín? Geðlyf?“ spyr Schumer. Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins, þar sem hann tók í sama streng. Ef dómurinn yrði látinn standa myndi það þýða að engar ákvarðanir FDA væru óhultar frá hugmyndafræðilegum og pólitískum árásum. Today, a federal district judge in Texas ruled that a prescription medication available for over 22 years, approved by the FDA, and used safely by millions of women should no longer be approved in the U.S. Here's why this matters. And how my Administration is going to fight it.— President Biden (@POTUS) April 8, 2023 Öldungardeildarþingmaðurinn Patty Murray segir Demókrata munu gera allt til þess að bandaríska þjóðin átti sig á því að Repúblikanar séu ábyrgir fyrir ringulreiðinni. „Þessi rökræða mun fara fram fyrir allra augum,“ segir hún. Bandaríkin Þungunarrof Heilbrigðismál Lyf Mannréttindi Tengdar fréttir Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Dómarinn Matthew J. Kacsmaryk, sem er þekktur andstæðingur þungunarrofs, ógilti samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi lyfsins. Í dómnum talar hann um þungunarrof með „efnum“ og um fóstur sem „ófædd börn“ og „ófæddar manneskjur“. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs. „Eitt er alveg á hreinu, ákvörðunin gæti steypt landi okkar í ringulreið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni við fréttamenn í dag. „Repúblikanar hafa algjörlega snúið lyfjastofnuninni, eins og við þekktum hana, á hvolf og hótað því að hvert einasta lyf á markaðnum gæti misst markaðsleyfið.“ Sækjandinn í málinu var hópur lækna og samtaka sem sögðu mifepristone ógn við heilsu stúlkna og kvenna. „Hvað kemur næst þegar einhver róttækur jaðarhópur ákveður að höfða mál? Krabbamein? Insúlín? Geðlyf?“ spyr Schumer. Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins, þar sem hann tók í sama streng. Ef dómurinn yrði látinn standa myndi það þýða að engar ákvarðanir FDA væru óhultar frá hugmyndafræðilegum og pólitískum árásum. Today, a federal district judge in Texas ruled that a prescription medication available for over 22 years, approved by the FDA, and used safely by millions of women should no longer be approved in the U.S. Here's why this matters. And how my Administration is going to fight it.— President Biden (@POTUS) April 8, 2023 Öldungardeildarþingmaðurinn Patty Murray segir Demókrata munu gera allt til þess að bandaríska þjóðin átti sig á því að Repúblikanar séu ábyrgir fyrir ringulreiðinni. „Þessi rökræða mun fara fram fyrir allra augum,“ segir hún.
Bandaríkin Þungunarrof Heilbrigðismál Lyf Mannréttindi Tengdar fréttir Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28