Ítalskur túristi og breskar systur létust í hryðjuverkaárásum Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2023 08:43 Ísraelsk lögregla stendur í kringum bílinn sem ökumaður keyrði inn í hóp túrista í Tel Aviv. AP/Ariel Schalit Palestínskir árásarmenn myrtu þrjá og slösuðu að minnsta kosti sex á Vesturbakkanum í gær. Fyrr um daginn höfðu Ísraelar gert loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina. Ólga á Vesturbakkanum hefur magnast undanfarna daga á sama tíma og múslimar halda Ramadan-mánuð heilagan og gyðingar fagna páskahátíðinni. Óttast er að átökin muni stigmagnast. Íbúar Palestínu skoða tjónið af völdum loftárásar Ísraelsmanna í gærmorgun.AP/Fatima Shbair Ítalskur túristi var myrtur og fimm aðrir ítalskir og breskir ríkisborgarar særðust þegar ökumaður keyrði bíl inn í hóp túrista í Tel Aviv. Að sögn ísraelskrar lögreglu var árásarmaðurinn skotinn til bana af lögregluþjónum. Utanríkisráðherra Ítalíu hefur nafngreint hinn látna sem hinn 36 ára Alessandro Parini. Fyrr um daginn höfðu tvær bresk-ísraelskar systur á þrítugsaldri verið myrtar þegar skotið var á bíl þeirra með þeim afleiðingum að hann keyrði á. Móðir systranna slasaðist í árásinni sem átti sér stað í Jórdan-dal en þær höfðu flust þangað frá Bretlandi. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur birt tilkynningu þar sem það segist harma fregnirnar. Árásirnar svör við loftárásum og lögreglurassíum Ísraela Í gærmorgun gerðu Ísraelsmenn loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina til að svara fyrir árásir Palestínumanna í vikunni. Ísraelsk lögregla hafði áður ögrað Palestínumönnum þegar lögreglumenn réðust inn í mosku í vikunni sem vakti hneyksli víða um Miðausturlönd. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, lýsti því yfir að hann ætlaði að kalla út allt tiltækt lið ísraelsku landamæralögreglunnar. Það er herþjálfaður mannafli sem er vanalega sendur á vettvang til að bæla niður ókyrrð meðal Palestínumanna. Reykský undan sprengingu í Bezet í Ísrael vegna eldflaugaárásar frá Líbanon.AP/Fadi Amun Ísrael Palestína Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Íbúar Palestínu skoða tjónið af völdum loftárásar Ísraelsmanna í gærmorgun.AP/Fatima Shbair Ítalskur túristi var myrtur og fimm aðrir ítalskir og breskir ríkisborgarar særðust þegar ökumaður keyrði bíl inn í hóp túrista í Tel Aviv. Að sögn ísraelskrar lögreglu var árásarmaðurinn skotinn til bana af lögregluþjónum. Utanríkisráðherra Ítalíu hefur nafngreint hinn látna sem hinn 36 ára Alessandro Parini. Fyrr um daginn höfðu tvær bresk-ísraelskar systur á þrítugsaldri verið myrtar þegar skotið var á bíl þeirra með þeim afleiðingum að hann keyrði á. Móðir systranna slasaðist í árásinni sem átti sér stað í Jórdan-dal en þær höfðu flust þangað frá Bretlandi. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur birt tilkynningu þar sem það segist harma fregnirnar. Árásirnar svör við loftárásum og lögreglurassíum Ísraela Í gærmorgun gerðu Ísraelsmenn loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina til að svara fyrir árásir Palestínumanna í vikunni. Ísraelsk lögregla hafði áður ögrað Palestínumönnum þegar lögreglumenn réðust inn í mosku í vikunni sem vakti hneyksli víða um Miðausturlönd. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, lýsti því yfir að hann ætlaði að kalla út allt tiltækt lið ísraelsku landamæralögreglunnar. Það er herþjálfaður mannafli sem er vanalega sendur á vettvang til að bæla niður ókyrrð meðal Palestínumanna. Reykský undan sprengingu í Bezet í Ísrael vegna eldflaugaárásar frá Líbanon.AP/Fadi Amun
Ísrael Palestína Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira