Trúir því ekki að vorsýningin hafi verið sú síðasta Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 4. apríl 2023 22:46 Guðmundur Helgason hefur áður sagt að stjórnvöld mismuni börnum eftir vali á tómstundum. Vísir/Getty Vorsýning Listdansskóla Íslands fór fram í kvöld í skugga uppsagna kennara skólans og óvissu um framtíð hans. Skilaboð skólastjórans til stjórnvalda eru einföld: „Eigum við ekki bara að laga þetta í eitt skpti fyrir öll?“ Öllum fastráðnum starfsmönnum skólans var sagt upp fyrstu vikuna í mars. Listdansskólinn var stofnaður við Þjóðleikhúsið árið 1952 en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006. Frá 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun. Guðmundur Helgason hefur verið við stjórnvöllinn í áratug en skólinn hefur átt í nokkrum fjárhagslegum erfiðleikum síðustu misseri. „Við fengum einhverja óljósa hugmynd um að við myndum halda áfram á næsta ári en þau tækju sér þann tíma í að skoða allt landslagið, alla skólana og alla fjármögnun. Okkur finnst þau nú hafa fengið nægan tíma til þess, þetta eru orðin sautján ár. Þannig að það væri mjög gott fyrir krakkana hérna í skólanum sérstaklega; að vita hvort þau fái að halda áfram námi næsta vetur eða ekki,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að krakkarnir velti fyrir sér stöðu mála. „Þau spyrja alveg, er þetta síðasta sýningin okkar? Og ég segi alltaf: „Nei, ég trúi því ekki.“ Ég trúi því ekki að ráðamenn láti þetta verða síðustu sýningu Listdansskóla Íslands með alla þessa 71 árs sögu og alla þá danslistamenn sem hafa farið í gegnum skólann. Ég neita að trúa því.“ Dans Menning Vinnumarkaður Íþróttir barna Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Öllum fastráðnum starfsmönnum skólans var sagt upp fyrstu vikuna í mars. Listdansskólinn var stofnaður við Þjóðleikhúsið árið 1952 en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006. Frá 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun. Guðmundur Helgason hefur verið við stjórnvöllinn í áratug en skólinn hefur átt í nokkrum fjárhagslegum erfiðleikum síðustu misseri. „Við fengum einhverja óljósa hugmynd um að við myndum halda áfram á næsta ári en þau tækju sér þann tíma í að skoða allt landslagið, alla skólana og alla fjármögnun. Okkur finnst þau nú hafa fengið nægan tíma til þess, þetta eru orðin sautján ár. Þannig að það væri mjög gott fyrir krakkana hérna í skólanum sérstaklega; að vita hvort þau fái að halda áfram námi næsta vetur eða ekki,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að krakkarnir velti fyrir sér stöðu mála. „Þau spyrja alveg, er þetta síðasta sýningin okkar? Og ég segi alltaf: „Nei, ég trúi því ekki.“ Ég trúi því ekki að ráðamenn láti þetta verða síðustu sýningu Listdansskóla Íslands með alla þessa 71 árs sögu og alla þá danslistamenn sem hafa farið í gegnum skólann. Ég neita að trúa því.“
Dans Menning Vinnumarkaður Íþróttir barna Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30
Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41