Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. apríl 2023 23:58 Julian Assange handtekinn í sendiráði Ekvador 11. apríl 2019. Hann hefur síðan þá verið fangi í rammgerðasta fangelsi Bretlands. Jack Taylor/Getty Images Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. Þann 21. desember 2017 kom Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar í Ekvador á fund með Julian Assange, stofnanda Wikileaks í sendiráðinu í Lundúnum. Ætluðu að smygla Assange til Ekvador Undanfarnar vikur hafði Lenin Moreno, þáverandi forseti Ekvador og spænskir lögfræðingar Assange, sett saman áætlun um að koma Assange út úr sendiráðinu, veita honum ekvadorskan ríkisborgararétt og diplómatavegabréf. Einungis sex manneskjur þekktu þessa áætlun. Samkvæmt henni átti að lauma Assange út úr sendiráðinu fjórum dögum síðar, á jóladag, aka honum í sendiráðsbifreið í gegnum Ermarsundsgöngin, líklegast til Sviss og þaðan átti svo að fljúga honum til Ekvador. Fangelsun Julian Assange mótmælt við Westminster þ. 11. febrúar sl. Dan Kitwood/Getty Images CIA grípur í taumana Daginn eftir þennan fund kröfðust bandarísk stjórnvöld þess að Assange yrði handtekinn. Áætlunin var þar með í uppnámi og við tók 2ja ára störukeppni sem lauk með því að Bretar handtóku Assange. En hvernig stendur á því að Bandaríkin komust á snoðir um ráðagerðirnar í sendiráðinu í Lundúnum? Jú, Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar, hafði gert samning við lítið öryggisfyrirtæki sem var staðsett í sérríborginni Jerez de la Frontera í Andalúsíu á Spáni, sem heitir UCE Global. Stofnandi þess og eigandi heitir David Morales, fyrrverandi hermaður og málaliði. Fyrirtækið átti að tryggja öryggi starfsmanna og ekki síst Julian Assange. En Morales þessi var tvöfaldur í roðinu, og hann var búinn að svíkja atvinnuveitendur sína og selja allar upplýsingar til bandarísku leyniþjónustunnar. Allt sem fram fór á þessum örlagaríka fundi fór því rakleiðis til CIA. Seldi allar upplýsingar um Assange til CIA David Morales lék tveimur skjöldum um margra mánaða skeið. Spænska dagblaðið El País hefur afrit af samtölum, póstum og öðrum gögnum sem hafa gert blaðinu kleift að kortleggja í smáatriðum hvernig Assange var í raun svikinn í hendur bandarískum stjórnvöldum. Gögnin sýna að Morales var rekinn áfram af græðgi og draumum um eigin frama, heilindi við þá sem hann seldi þjónustu voru algert aukaatriði. Hann sætir nú rannsókn á Spáni, vegna gagna sem El País hefur lagt fram, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins, brot á trúnaði við viðskiptavini sína, fjársvik, mútur og peningaþvætti. Assange hefur setið í rammgerðasta öryggisfangelsi Bretlands í slétt fjögur ár, síðan í apríl 2019. Bandarísk stjórnvöld krefjast þess að hann verði framseldur, og leiddur fyrir dóm í Bandaríkjunum. Þar á hann 175 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hér má hlýða á hlaðvarp El País um málið, þar sem leikin eru brot af upptökum úr sendiráðinu og talað við tvo starfsmenn öryggisfyrirtækisins sem gætti Assange, þar sem þeir greina frá svikunum. Bretland Mál Julians Assange Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Þann 21. desember 2017 kom Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar í Ekvador á fund með Julian Assange, stofnanda Wikileaks í sendiráðinu í Lundúnum. Ætluðu að smygla Assange til Ekvador Undanfarnar vikur hafði Lenin Moreno, þáverandi forseti Ekvador og spænskir lögfræðingar Assange, sett saman áætlun um að koma Assange út úr sendiráðinu, veita honum ekvadorskan ríkisborgararétt og diplómatavegabréf. Einungis sex manneskjur þekktu þessa áætlun. Samkvæmt henni átti að lauma Assange út úr sendiráðinu fjórum dögum síðar, á jóladag, aka honum í sendiráðsbifreið í gegnum Ermarsundsgöngin, líklegast til Sviss og þaðan átti svo að fljúga honum til Ekvador. Fangelsun Julian Assange mótmælt við Westminster þ. 11. febrúar sl. Dan Kitwood/Getty Images CIA grípur í taumana Daginn eftir þennan fund kröfðust bandarísk stjórnvöld þess að Assange yrði handtekinn. Áætlunin var þar með í uppnámi og við tók 2ja ára störukeppni sem lauk með því að Bretar handtóku Assange. En hvernig stendur á því að Bandaríkin komust á snoðir um ráðagerðirnar í sendiráðinu í Lundúnum? Jú, Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar, hafði gert samning við lítið öryggisfyrirtæki sem var staðsett í sérríborginni Jerez de la Frontera í Andalúsíu á Spáni, sem heitir UCE Global. Stofnandi þess og eigandi heitir David Morales, fyrrverandi hermaður og málaliði. Fyrirtækið átti að tryggja öryggi starfsmanna og ekki síst Julian Assange. En Morales þessi var tvöfaldur í roðinu, og hann var búinn að svíkja atvinnuveitendur sína og selja allar upplýsingar til bandarísku leyniþjónustunnar. Allt sem fram fór á þessum örlagaríka fundi fór því rakleiðis til CIA. Seldi allar upplýsingar um Assange til CIA David Morales lék tveimur skjöldum um margra mánaða skeið. Spænska dagblaðið El País hefur afrit af samtölum, póstum og öðrum gögnum sem hafa gert blaðinu kleift að kortleggja í smáatriðum hvernig Assange var í raun svikinn í hendur bandarískum stjórnvöldum. Gögnin sýna að Morales var rekinn áfram af græðgi og draumum um eigin frama, heilindi við þá sem hann seldi þjónustu voru algert aukaatriði. Hann sætir nú rannsókn á Spáni, vegna gagna sem El País hefur lagt fram, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins, brot á trúnaði við viðskiptavini sína, fjársvik, mútur og peningaþvætti. Assange hefur setið í rammgerðasta öryggisfangelsi Bretlands í slétt fjögur ár, síðan í apríl 2019. Bandarísk stjórnvöld krefjast þess að hann verði framseldur, og leiddur fyrir dóm í Bandaríkjunum. Þar á hann 175 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hér má hlýða á hlaðvarp El País um málið, þar sem leikin eru brot af upptökum úr sendiráðinu og talað við tvo starfsmenn öryggisfyrirtækisins sem gætti Assange, þar sem þeir greina frá svikunum.
Bretland Mál Julians Assange Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent