Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. apríl 2023 23:58 Julian Assange handtekinn í sendiráði Ekvador 11. apríl 2019. Hann hefur síðan þá verið fangi í rammgerðasta fangelsi Bretlands. Jack Taylor/Getty Images Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. Þann 21. desember 2017 kom Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar í Ekvador á fund með Julian Assange, stofnanda Wikileaks í sendiráðinu í Lundúnum. Ætluðu að smygla Assange til Ekvador Undanfarnar vikur hafði Lenin Moreno, þáverandi forseti Ekvador og spænskir lögfræðingar Assange, sett saman áætlun um að koma Assange út úr sendiráðinu, veita honum ekvadorskan ríkisborgararétt og diplómatavegabréf. Einungis sex manneskjur þekktu þessa áætlun. Samkvæmt henni átti að lauma Assange út úr sendiráðinu fjórum dögum síðar, á jóladag, aka honum í sendiráðsbifreið í gegnum Ermarsundsgöngin, líklegast til Sviss og þaðan átti svo að fljúga honum til Ekvador. Fangelsun Julian Assange mótmælt við Westminster þ. 11. febrúar sl. Dan Kitwood/Getty Images CIA grípur í taumana Daginn eftir þennan fund kröfðust bandarísk stjórnvöld þess að Assange yrði handtekinn. Áætlunin var þar með í uppnámi og við tók 2ja ára störukeppni sem lauk með því að Bretar handtóku Assange. En hvernig stendur á því að Bandaríkin komust á snoðir um ráðagerðirnar í sendiráðinu í Lundúnum? Jú, Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar, hafði gert samning við lítið öryggisfyrirtæki sem var staðsett í sérríborginni Jerez de la Frontera í Andalúsíu á Spáni, sem heitir UCE Global. Stofnandi þess og eigandi heitir David Morales, fyrrverandi hermaður og málaliði. Fyrirtækið átti að tryggja öryggi starfsmanna og ekki síst Julian Assange. En Morales þessi var tvöfaldur í roðinu, og hann var búinn að svíkja atvinnuveitendur sína og selja allar upplýsingar til bandarísku leyniþjónustunnar. Allt sem fram fór á þessum örlagaríka fundi fór því rakleiðis til CIA. Seldi allar upplýsingar um Assange til CIA David Morales lék tveimur skjöldum um margra mánaða skeið. Spænska dagblaðið El País hefur afrit af samtölum, póstum og öðrum gögnum sem hafa gert blaðinu kleift að kortleggja í smáatriðum hvernig Assange var í raun svikinn í hendur bandarískum stjórnvöldum. Gögnin sýna að Morales var rekinn áfram af græðgi og draumum um eigin frama, heilindi við þá sem hann seldi þjónustu voru algert aukaatriði. Hann sætir nú rannsókn á Spáni, vegna gagna sem El País hefur lagt fram, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins, brot á trúnaði við viðskiptavini sína, fjársvik, mútur og peningaþvætti. Assange hefur setið í rammgerðasta öryggisfangelsi Bretlands í slétt fjögur ár, síðan í apríl 2019. Bandarísk stjórnvöld krefjast þess að hann verði framseldur, og leiddur fyrir dóm í Bandaríkjunum. Þar á hann 175 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hér má hlýða á hlaðvarp El País um málið, þar sem leikin eru brot af upptökum úr sendiráðinu og talað við tvo starfsmenn öryggisfyrirtækisins sem gætti Assange, þar sem þeir greina frá svikunum. Bretland Mál Julians Assange Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Þann 21. desember 2017 kom Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar í Ekvador á fund með Julian Assange, stofnanda Wikileaks í sendiráðinu í Lundúnum. Ætluðu að smygla Assange til Ekvador Undanfarnar vikur hafði Lenin Moreno, þáverandi forseti Ekvador og spænskir lögfræðingar Assange, sett saman áætlun um að koma Assange út úr sendiráðinu, veita honum ekvadorskan ríkisborgararétt og diplómatavegabréf. Einungis sex manneskjur þekktu þessa áætlun. Samkvæmt henni átti að lauma Assange út úr sendiráðinu fjórum dögum síðar, á jóladag, aka honum í sendiráðsbifreið í gegnum Ermarsundsgöngin, líklegast til Sviss og þaðan átti svo að fljúga honum til Ekvador. Fangelsun Julian Assange mótmælt við Westminster þ. 11. febrúar sl. Dan Kitwood/Getty Images CIA grípur í taumana Daginn eftir þennan fund kröfðust bandarísk stjórnvöld þess að Assange yrði handtekinn. Áætlunin var þar með í uppnámi og við tók 2ja ára störukeppni sem lauk með því að Bretar handtóku Assange. En hvernig stendur á því að Bandaríkin komust á snoðir um ráðagerðirnar í sendiráðinu í Lundúnum? Jú, Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar, hafði gert samning við lítið öryggisfyrirtæki sem var staðsett í sérríborginni Jerez de la Frontera í Andalúsíu á Spáni, sem heitir UCE Global. Stofnandi þess og eigandi heitir David Morales, fyrrverandi hermaður og málaliði. Fyrirtækið átti að tryggja öryggi starfsmanna og ekki síst Julian Assange. En Morales þessi var tvöfaldur í roðinu, og hann var búinn að svíkja atvinnuveitendur sína og selja allar upplýsingar til bandarísku leyniþjónustunnar. Allt sem fram fór á þessum örlagaríka fundi fór því rakleiðis til CIA. Seldi allar upplýsingar um Assange til CIA David Morales lék tveimur skjöldum um margra mánaða skeið. Spænska dagblaðið El País hefur afrit af samtölum, póstum og öðrum gögnum sem hafa gert blaðinu kleift að kortleggja í smáatriðum hvernig Assange var í raun svikinn í hendur bandarískum stjórnvöldum. Gögnin sýna að Morales var rekinn áfram af græðgi og draumum um eigin frama, heilindi við þá sem hann seldi þjónustu voru algert aukaatriði. Hann sætir nú rannsókn á Spáni, vegna gagna sem El País hefur lagt fram, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins, brot á trúnaði við viðskiptavini sína, fjársvik, mútur og peningaþvætti. Assange hefur setið í rammgerðasta öryggisfangelsi Bretlands í slétt fjögur ár, síðan í apríl 2019. Bandarísk stjórnvöld krefjast þess að hann verði framseldur, og leiddur fyrir dóm í Bandaríkjunum. Þar á hann 175 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hér má hlýða á hlaðvarp El País um málið, þar sem leikin eru brot af upptökum úr sendiráðinu og talað við tvo starfsmenn öryggisfyrirtækisins sem gætti Assange, þar sem þeir greina frá svikunum.
Bretland Mál Julians Assange Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira