Lengra fæðingarorlof - allra hagur! Hólmfríður Árnadóttir og Linda Björk Pálmadóttir skrifa 31. mars 2023 13:30 Það er áhyggjuefni ótal foreldra að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Svo þungt hvílir þetta á mörgum foreldrum að fæðingarorlofið verður gjarnan undirlagt áhyggjum af því hvað tekur við að því loknu. Dagforeldrar eru alls ekki alltaf í boði og þá tekur við púsluspil milli foreldra, ættingja og stundum vina með tilheyrandi skipulagi og jafnvel skutli. Sumir foreldrar hafa jafnvel neyðst til að dreifa orlofstöku yfir lengri tíma með tilheyrandi lækkun á greiðslum og skerðingu á ráðstöfunartekjum. Það er algjörlega óásættanlegt í íslensku nútímasamfélagi að of margir foreldrar þurfi að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til þess að geta komist aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausnin er að lengja fæðingarorlof enn frekar. Þó aðeins séu rúm tvö ár síðan fæðingarorlof var lengt úr níu mánuðum í 12 teljum við afar mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð og að fæðingarorlofið verði lengt í tvö ár í áföngum. Það er nefnilega næsta víst að sú aðgerð muni eyða út óvissuþættinum sem verður til við lok fæðingarorlofs og brúa bilið frá fæðingarorlofi yfir í leikskóla. Með því að tvöfalda tímabil núverandi laga yrði réttur barnafjölskyldna tryggður og foreldrar, fengið svigrúm til að haga orlofstöku eftir þörfum fjölskyldunnar. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar og mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem ráða ekki við að mæta þörfum fjölskyldna að fæðingarorlofi loknu eins og staðan er í dag. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sé að því að hlúa að starfsemi leikskóla fyrir tveggja til sex ára börn og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi þeirra og starfsfólks. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að allir foreldrar vilja ekki vera í svo löngu fæðingarorlofi. Þá er mikilvægt að hafa í huga að hér er einungis verið að tala um rétt foreldra en ekki skyldu og kjósi einhverjir að fara í styttra orlof yrði það engin fyrirstaða. Annað sem er afar mikilvægt þegar kemur að fæðingarorlofi eru greiðslur fæðingarorlofssjóðs en tryggja verður að lágmarksgreiðslur sjóðsins verði ekki undir lágmarkslaunum. Á landsfundi VG helgina 17.-19.mars síðastliðinn var samþykkt sú ályktun að leggja áherslu á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Það þyrfti þó að tryggja áfram að fæðingarorlofið dreifðist jafnt á milli beggja foreldra til að það stuðli að kynjajafnrétti. Jafnframt var kveðið á um að stjórn hreyfingar VG sé falið að að halda málþing með áherslu á fæðingarorlofsmál. Við fögnum ályktun VG og vonumst til að farið verði í útfærslu á henni fljótt og vel, bæði hvað varðar lengingu fæðingarorlofs, þó við sjálfar viljum ganga lengra og stefna á tvöföldun núverandi orlofs, og eins hvað varðar fyrirhugað málþing þar sem áhugasöm, leikin og lærð, fjalla um og vinna að hugmyndum að útfærslu á fæðingarorlofsmálum. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á SuðurnesjumLinda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur og stjórnarkona Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Fæðingarorlof Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhyggjuefni ótal foreldra að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Svo þungt hvílir þetta á mörgum foreldrum að fæðingarorlofið verður gjarnan undirlagt áhyggjum af því hvað tekur við að því loknu. Dagforeldrar eru alls ekki alltaf í boði og þá tekur við púsluspil milli foreldra, ættingja og stundum vina með tilheyrandi skipulagi og jafnvel skutli. Sumir foreldrar hafa jafnvel neyðst til að dreifa orlofstöku yfir lengri tíma með tilheyrandi lækkun á greiðslum og skerðingu á ráðstöfunartekjum. Það er algjörlega óásættanlegt í íslensku nútímasamfélagi að of margir foreldrar þurfi að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til þess að geta komist aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausnin er að lengja fæðingarorlof enn frekar. Þó aðeins séu rúm tvö ár síðan fæðingarorlof var lengt úr níu mánuðum í 12 teljum við afar mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð og að fæðingarorlofið verði lengt í tvö ár í áföngum. Það er nefnilega næsta víst að sú aðgerð muni eyða út óvissuþættinum sem verður til við lok fæðingarorlofs og brúa bilið frá fæðingarorlofi yfir í leikskóla. Með því að tvöfalda tímabil núverandi laga yrði réttur barnafjölskyldna tryggður og foreldrar, fengið svigrúm til að haga orlofstöku eftir þörfum fjölskyldunnar. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar og mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem ráða ekki við að mæta þörfum fjölskyldna að fæðingarorlofi loknu eins og staðan er í dag. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sé að því að hlúa að starfsemi leikskóla fyrir tveggja til sex ára börn og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi þeirra og starfsfólks. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að allir foreldrar vilja ekki vera í svo löngu fæðingarorlofi. Þá er mikilvægt að hafa í huga að hér er einungis verið að tala um rétt foreldra en ekki skyldu og kjósi einhverjir að fara í styttra orlof yrði það engin fyrirstaða. Annað sem er afar mikilvægt þegar kemur að fæðingarorlofi eru greiðslur fæðingarorlofssjóðs en tryggja verður að lágmarksgreiðslur sjóðsins verði ekki undir lágmarkslaunum. Á landsfundi VG helgina 17.-19.mars síðastliðinn var samþykkt sú ályktun að leggja áherslu á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Það þyrfti þó að tryggja áfram að fæðingarorlofið dreifðist jafnt á milli beggja foreldra til að það stuðli að kynjajafnrétti. Jafnframt var kveðið á um að stjórn hreyfingar VG sé falið að að halda málþing með áherslu á fæðingarorlofsmál. Við fögnum ályktun VG og vonumst til að farið verði í útfærslu á henni fljótt og vel, bæði hvað varðar lengingu fæðingarorlofs, þó við sjálfar viljum ganga lengra og stefna á tvöföldun núverandi orlofs, og eins hvað varðar fyrirhugað málþing þar sem áhugasöm, leikin og lærð, fjalla um og vinna að hugmyndum að útfærslu á fæðingarorlofsmálum. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á SuðurnesjumLinda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur og stjórnarkona Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar