Golf er gott fyrir (lýð)heilsuna Hulda Bjarnadóttir skrifar 28. mars 2023 08:30 Samkvæmt stefnu Golfsambands Íslands 2020-2027 er markmiðið að golfhreyfingin verði virkur þátttakandi í lýðheilsumálum í samræmi við stefnu ÍSÍ og leggi þar með sérstaka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara. Það er því afar ánægjulegt að að Forseti Íslands skuli hafa forgöngu um að veita Íslensku lýðheilsuverðlaunin, en verðlaununum er ætlað að vekja athygli á mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings. Nú kann ég að vera ekki alveg hlutlaus í þessum efnum, en ég tel að þeir rúmlega 60 golfklúbbar, sem reknir eru af sjálfboðaliðum að miklu leyti um allt land, vinni á hverjum degi gríðarmikið starf í þágu lýðheilsu, starf sem ekki allir eru nægilega meðvitaðir um. Golf er heilsubót Eins og allir kylfingar vita, þá reynir golf bæði á huga og líkama. Vera kann að golf sé ekki almennt talið mjög krefjandi líkamlega, en það felur eigi að síður í sér útivist og röska göngu, þar sem hraðinn er um 6-7 km á klst, í nokkrar klukkustundir í senn þar sem hugurinn verður fyrir stöðugri örvun svo takast megi á við hinar margvíslegu áskoranir sem við mætum á vellinum. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um heilsufarslegan ávinning af golfiðkun án þess að á hann hafi verið lögð mikil áhersla í opinberri umræðu. Því er vert að spyrja: Hversu hollt er golf í raun fyrir líkama og sál? Edwin Roald, golfvallahönnuður, hefur lengi vakið athygli á heilsufarslegum kosti þess að leika golf og skrifaði fyrir nokkrum árum áhugaverða grein á vefsíðu félags golfvallaarkitekta í Evrópu, EIGCA, sem ég ætla að fá að vitna í. Einnig hefur Golfsamband Íslands reglulega þýtt og staðfært fræðsluefni meðal annars R&A Golf and Health. Hreyfing kemur blóðinu af stað Það að ganga og sveifla kylfunni ásamt því að bera golfpokann eða draga kerruna eykur hjartsláttartíðni og blóðflæði. Líkur á kvillum á borð við heilablóðfall og sykursýki dragast saman auk þess sem til margs er að vinna með því að lækka blóðþrýsting og skaðlegt kólesteról, sérstaklega ef mataræði er hollt og lífsstíll heilbrigður. Samkvæmt norska golfsambandinu, þá er hjartsláttartíðni kylfings við golfiðkun að jafnaði um 100 slög á mínútu í tvær til fimm klukkustundir í senn. Örvar heilann Reglubundin, dagleg ganga vinnur gegn minnistapi. Hvort sem um er að ræða skokk eða göngu á golfvellinum, þá er hreyfing fyrirtaks leið til að halda hjarta og heila heilbrigðum. Með reglubundinni hreyfingu tryggir þú gott blóðflæði til heilans, sem er nauðsynlegt svo hann starfi betur til lengri og skemri tíma. Aukakílóin burt Oft er talað um að leiðin til að léttast sé að taka tíu þúsund skref á dag. Til samanburðar, þá er því marki auðveldlega náð á átján holum, þ.e. ef þú leikur golf á tveimur jafnfljótum fremur en að nota golfbíl. Norska golfsambandið hefur tekið saman nýlegar rannsóknaniðurstöður frá Japan, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð auk innlendra aðila, en þær sýna að karlkyns kylfingur brennir um 2.500 kaloríum á átján holum. Konur brenna um 1.500 kaloríum á átján holum. Minnkar streitu Ánægjan sem við fáum af því að ganga utandyra, í fersku lofti og góðum félagsskap ásamt því að leysa krefjandi þrautir framkallar endorfín í heilanum, sem stuðlar að bættri andlegri líðan, gerir okkur glaðlyndari og hjálpar okkur að slaka á. Lág slysatíðni og lengra líf Golf er örugg íþrótt eða tómstundaiðja í þeim skilningi að kylfingur gengur á mjúku og hæfilega öldóttu undirlagi. Margir þeirra sem e.t.v. eru komnir af léttasta skeiði kjósa því að leggja stund á golf, m.a. til að brenna hitaeiningum án mikillar hættu á meiðslum. Þá má benda á afar áhugaverða rannsókn sem stýrt var af Anders Ahlbom, prófessor hjá hinni virtu Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Þar kom í ljós að dánartíðni meðal sænskra kylfinga var 40% lægri en meðal Svía almennt. Þetta segja vísindamennirnir að megi umreikna yfir í fimm ára viðbótarlíftíma! Heilsuávinningurinn sem njóta má af golfiðkun er mun meiri en við flest gerum okkur grein fyrir. Golfiðkun hefur mun meiri og víðtækari áhrif á líðan okkar en við höfum til þessa gert okkur í hugarlund. Með tilliti til þess hve misjafnlega hver golfvöllur höfðar til fólks á öllum aldri, þá er golf ákaflega góð leið til að hvetja fólk til heilsubótar og gera því kleift að hreyfa sig. Nýverið tókum við þessar staðreyndir saman í bæklingnum“Golfíþróttin hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu” og í byrjun apríl munum við halda fund ásamt Háskólanum í Reykjavík um framlag Golfíþróttarinnar til lýðheilsu. Þar viljum við spyrja okkur af hverju golfíþróttin er mikilvæg lýðheilsu landsins og hvernig fellur hún inn í íþróttastefnu ríkis og sveitafélaga. Með þetta allt í huga vil ég hvetja folk til að mæta eða nýta sér streymi frá lýðheilsufundinum okkar þann 3. apríl þar sem við munum setja lýðheilsuna formlega á dagskrá ásamt heilbrigðisráðherra og sérfræðingum í málaflokknum. Höfundur er forseti Golfsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golf Heilsa Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt stefnu Golfsambands Íslands 2020-2027 er markmiðið að golfhreyfingin verði virkur þátttakandi í lýðheilsumálum í samræmi við stefnu ÍSÍ og leggi þar með sérstaka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara. Það er því afar ánægjulegt að að Forseti Íslands skuli hafa forgöngu um að veita Íslensku lýðheilsuverðlaunin, en verðlaununum er ætlað að vekja athygli á mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings. Nú kann ég að vera ekki alveg hlutlaus í þessum efnum, en ég tel að þeir rúmlega 60 golfklúbbar, sem reknir eru af sjálfboðaliðum að miklu leyti um allt land, vinni á hverjum degi gríðarmikið starf í þágu lýðheilsu, starf sem ekki allir eru nægilega meðvitaðir um. Golf er heilsubót Eins og allir kylfingar vita, þá reynir golf bæði á huga og líkama. Vera kann að golf sé ekki almennt talið mjög krefjandi líkamlega, en það felur eigi að síður í sér útivist og röska göngu, þar sem hraðinn er um 6-7 km á klst, í nokkrar klukkustundir í senn þar sem hugurinn verður fyrir stöðugri örvun svo takast megi á við hinar margvíslegu áskoranir sem við mætum á vellinum. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um heilsufarslegan ávinning af golfiðkun án þess að á hann hafi verið lögð mikil áhersla í opinberri umræðu. Því er vert að spyrja: Hversu hollt er golf í raun fyrir líkama og sál? Edwin Roald, golfvallahönnuður, hefur lengi vakið athygli á heilsufarslegum kosti þess að leika golf og skrifaði fyrir nokkrum árum áhugaverða grein á vefsíðu félags golfvallaarkitekta í Evrópu, EIGCA, sem ég ætla að fá að vitna í. Einnig hefur Golfsamband Íslands reglulega þýtt og staðfært fræðsluefni meðal annars R&A Golf and Health. Hreyfing kemur blóðinu af stað Það að ganga og sveifla kylfunni ásamt því að bera golfpokann eða draga kerruna eykur hjartsláttartíðni og blóðflæði. Líkur á kvillum á borð við heilablóðfall og sykursýki dragast saman auk þess sem til margs er að vinna með því að lækka blóðþrýsting og skaðlegt kólesteról, sérstaklega ef mataræði er hollt og lífsstíll heilbrigður. Samkvæmt norska golfsambandinu, þá er hjartsláttartíðni kylfings við golfiðkun að jafnaði um 100 slög á mínútu í tvær til fimm klukkustundir í senn. Örvar heilann Reglubundin, dagleg ganga vinnur gegn minnistapi. Hvort sem um er að ræða skokk eða göngu á golfvellinum, þá er hreyfing fyrirtaks leið til að halda hjarta og heila heilbrigðum. Með reglubundinni hreyfingu tryggir þú gott blóðflæði til heilans, sem er nauðsynlegt svo hann starfi betur til lengri og skemri tíma. Aukakílóin burt Oft er talað um að leiðin til að léttast sé að taka tíu þúsund skref á dag. Til samanburðar, þá er því marki auðveldlega náð á átján holum, þ.e. ef þú leikur golf á tveimur jafnfljótum fremur en að nota golfbíl. Norska golfsambandið hefur tekið saman nýlegar rannsóknaniðurstöður frá Japan, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð auk innlendra aðila, en þær sýna að karlkyns kylfingur brennir um 2.500 kaloríum á átján holum. Konur brenna um 1.500 kaloríum á átján holum. Minnkar streitu Ánægjan sem við fáum af því að ganga utandyra, í fersku lofti og góðum félagsskap ásamt því að leysa krefjandi þrautir framkallar endorfín í heilanum, sem stuðlar að bættri andlegri líðan, gerir okkur glaðlyndari og hjálpar okkur að slaka á. Lág slysatíðni og lengra líf Golf er örugg íþrótt eða tómstundaiðja í þeim skilningi að kylfingur gengur á mjúku og hæfilega öldóttu undirlagi. Margir þeirra sem e.t.v. eru komnir af léttasta skeiði kjósa því að leggja stund á golf, m.a. til að brenna hitaeiningum án mikillar hættu á meiðslum. Þá má benda á afar áhugaverða rannsókn sem stýrt var af Anders Ahlbom, prófessor hjá hinni virtu Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Þar kom í ljós að dánartíðni meðal sænskra kylfinga var 40% lægri en meðal Svía almennt. Þetta segja vísindamennirnir að megi umreikna yfir í fimm ára viðbótarlíftíma! Heilsuávinningurinn sem njóta má af golfiðkun er mun meiri en við flest gerum okkur grein fyrir. Golfiðkun hefur mun meiri og víðtækari áhrif á líðan okkar en við höfum til þessa gert okkur í hugarlund. Með tilliti til þess hve misjafnlega hver golfvöllur höfðar til fólks á öllum aldri, þá er golf ákaflega góð leið til að hvetja fólk til heilsubótar og gera því kleift að hreyfa sig. Nýverið tókum við þessar staðreyndir saman í bæklingnum“Golfíþróttin hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu” og í byrjun apríl munum við halda fund ásamt Háskólanum í Reykjavík um framlag Golfíþróttarinnar til lýðheilsu. Þar viljum við spyrja okkur af hverju golfíþróttin er mikilvæg lýðheilsu landsins og hvernig fellur hún inn í íþróttastefnu ríkis og sveitafélaga. Með þetta allt í huga vil ég hvetja folk til að mæta eða nýta sér streymi frá lýðheilsufundinum okkar þann 3. apríl þar sem við munum setja lýðheilsuna formlega á dagskrá ásamt heilbrigðisráðherra og sérfræðingum í málaflokknum. Höfundur er forseti Golfsambands Íslands.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun