Óttast að umdeildar breytingar ógni öryggi Ísraels Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 09:13 Lögregla beitti háþrýstidælum á mótmælendur í Tel Aviv á fimmtudag. Mótmæli héldu áfram um helgina. AP/Oded Balilty Varnarmálaráðherra Ísraels hvatti ríkisstjórnina til þess að hætta við umdeildar breytingar á dómstólum landsins í gær. Hann óttast að hatrammar deilur um breytingarnar ógni þjóðaröryggi landsins. Hörð mótmæli hafa geisað í Ísrael vegna breytingar sem ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra vill gera á dómstólum undanfarnar vikur. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa mótmælt breytingunum í Tel Aviv í gær. Gagnrýnendur frumvarpsins segja það ógn við lýðræðið. Yrði frumvarpið að lögum fengi ríkisstjórnin frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstiréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Einhverjar efasemdaraddir hafa verið innan samsteypustjórnar Netanjahú en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, er fyrsti háttsetti ráðherrann til þess að mæla gegn frumvarpinu opinberlega og afdráttarlaust, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Vaxandi klofningur er byrjaður að teygja sig inn í herinn og öryggisstofnanir. Þetta er klár, aðsteðjandi og raunveruleg ógn við öryggi Ísraels. Ég ætla ekki að taka þátt í þessu,“ sagði Gallant í stuttu sjónvarpsávarpi í gær. Netanjahú, sem er ákærður fyrir spillingu, er í opinberri heimsókn í London. Hann er undir þrýstingi frá hægriöfgamönnum í ríkisstjórninni um að keyra breytingarnar í gegn. Itamar Ben-Gvir, ráðherra lögreglumála, hvatti hann til þess að reka Gallant sem hann sakaði um að kikna undan þrýstingi mótmælenda. Ísrael Tengdar fréttir Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. 24. mars 2023 08:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Hörð mótmæli hafa geisað í Ísrael vegna breytingar sem ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra vill gera á dómstólum undanfarnar vikur. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa mótmælt breytingunum í Tel Aviv í gær. Gagnrýnendur frumvarpsins segja það ógn við lýðræðið. Yrði frumvarpið að lögum fengi ríkisstjórnin frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstiréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Einhverjar efasemdaraddir hafa verið innan samsteypustjórnar Netanjahú en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, er fyrsti háttsetti ráðherrann til þess að mæla gegn frumvarpinu opinberlega og afdráttarlaust, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Vaxandi klofningur er byrjaður að teygja sig inn í herinn og öryggisstofnanir. Þetta er klár, aðsteðjandi og raunveruleg ógn við öryggi Ísraels. Ég ætla ekki að taka þátt í þessu,“ sagði Gallant í stuttu sjónvarpsávarpi í gær. Netanjahú, sem er ákærður fyrir spillingu, er í opinberri heimsókn í London. Hann er undir þrýstingi frá hægriöfgamönnum í ríkisstjórninni um að keyra breytingarnar í gegn. Itamar Ben-Gvir, ráðherra lögreglumála, hvatti hann til þess að reka Gallant sem hann sakaði um að kikna undan þrýstingi mótmælenda.
Ísrael Tengdar fréttir Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. 24. mars 2023 08:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. 24. mars 2023 08:00