Látum þau bara borga brúsann Þórarinn Eyfjörð skrifar 24. mars 2023 10:30 Í vikunni hækkuðu stýrivextir um eitt prósentustig og ekki verður annað séð en að það sé meðvituð stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að láta raðstýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands lenda sem mest og verst á almennu launafólki. Við höfum séð hvernig skaðræðisáhrif stýrivaxtahækkana lenda á almennu launafólki; hækkun húsnæðislána, hækkun á þjónustu, hækkun á nauðsynjavörum og lækkun kaupmáttar. Við erum ekki í þessu saman eins og ríkisstjórnin vill vera láta, heldur eru láglauna- og millitekjuhóparnir það fólk sem þessi hagstjórn bitnar verst á. Ungar fjölskyldur sem hafa á undanförnum árum fjárfest í dýru húsnæði eru komnar í mikinn vanda vegna ört vaxandi kaupmáttarrýrnunar því ríkisstjórnin vill ekki skattleggja fjármagnseigendur, hækka bankaskatt, gera kröfur á arð stórútgerðarinnar og stórfyrirtækja og allra síst styggja vini sína í fjármagnstekjukampavínsbaðinu. Hér er verið að hlífa breiðu bökunum og varpa ábyrgðinni á þá hópa samfélagsins sem bera nú þegar þyngstu byrðarnar. Þetta getur ekki haldið svona áfram. Núverandi ríkisstjórn vinnur að sundrungu á vinnumarkaði og sundrungu í samfélaginu þegar við þurfum samstöðu til að mæta framtíðinni. Við þessar aðstæður vex verðbólgan hratt því fyrirtækin velta bæði stýrivaxtahækkunum og launahækkunum beint ofan í buddu almennings. Okkur er talin trú um að við búum við svokallaðan frjálsan markað en ríkisstjórnin hefur skapað hér á landi reglulausan markað án eftirlits. Kjörveiðilendur kapítalistanna. Ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur væri umhugað um þjóðina myndi hún styrkja samstöðuna og vinna að jafnara samfélagi. Í samvinnu við fólkið í landinu, almennt launafólk, yrðu settar hér haldgóðar reglur um hinn frjálsa markað og réttláta skiptingu auðlegðar lands og þjóðar. Bankarnir stórgræða á vaxtaákvörðunum Seðlabankans. Þrír stærstu bankarnir högnuðust um 70 milljarða króna á síðasta ári og vaxtatekjur þeirra, sem eru stærsta tekjulind bankanna, jukust um 24 prósent milli ára. Þá greiddu þessir þrír bankar sér út samtals 64,8 milljarða króna í arð og þar fór Arion banki hamförum í arðgreiðslum og greiddi út 32,3 milljarða til eigenda sinna. Nú er búið að semja að stærstum hluta við launafólk á almennum vinnumarkaði. Síðan þeir samningar voru undirritaðir hefur verðbólga aukist, stýrivextir hækkað og kaupmáttur launa dregist saman. Við þurfum ekki að kalla til neina sérfræðinga til að sjá að kjarasamningar sem undirritaðir voru eru brostnir í þessari ringulreið og úrræðaleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna, sem vel á minnst kenna sig við félagshyggju. Þvílík öfugmæli. Horfum lengra fram í tímann þegar skammtímakjarasamningar á vinnumarkaði losna eftir u.þ.b. níu mánuði. Hvað blasir þá við? Það er ljóst að allur vinnumarkaðurinn mun gera kröfur um kaupmáttaraukningu og sanngjarnari skiptingu auðsins í landinu. Vel að merkja. Hvaða plan ætli ríkisstjórn Katrínar hafi til að mæta til leiks þá? Er masterplanið að láta almennt launafólk einfaldlega borga brúsann áfram? Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni hækkuðu stýrivextir um eitt prósentustig og ekki verður annað séð en að það sé meðvituð stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að láta raðstýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands lenda sem mest og verst á almennu launafólki. Við höfum séð hvernig skaðræðisáhrif stýrivaxtahækkana lenda á almennu launafólki; hækkun húsnæðislána, hækkun á þjónustu, hækkun á nauðsynjavörum og lækkun kaupmáttar. Við erum ekki í þessu saman eins og ríkisstjórnin vill vera láta, heldur eru láglauna- og millitekjuhóparnir það fólk sem þessi hagstjórn bitnar verst á. Ungar fjölskyldur sem hafa á undanförnum árum fjárfest í dýru húsnæði eru komnar í mikinn vanda vegna ört vaxandi kaupmáttarrýrnunar því ríkisstjórnin vill ekki skattleggja fjármagnseigendur, hækka bankaskatt, gera kröfur á arð stórútgerðarinnar og stórfyrirtækja og allra síst styggja vini sína í fjármagnstekjukampavínsbaðinu. Hér er verið að hlífa breiðu bökunum og varpa ábyrgðinni á þá hópa samfélagsins sem bera nú þegar þyngstu byrðarnar. Þetta getur ekki haldið svona áfram. Núverandi ríkisstjórn vinnur að sundrungu á vinnumarkaði og sundrungu í samfélaginu þegar við þurfum samstöðu til að mæta framtíðinni. Við þessar aðstæður vex verðbólgan hratt því fyrirtækin velta bæði stýrivaxtahækkunum og launahækkunum beint ofan í buddu almennings. Okkur er talin trú um að við búum við svokallaðan frjálsan markað en ríkisstjórnin hefur skapað hér á landi reglulausan markað án eftirlits. Kjörveiðilendur kapítalistanna. Ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur væri umhugað um þjóðina myndi hún styrkja samstöðuna og vinna að jafnara samfélagi. Í samvinnu við fólkið í landinu, almennt launafólk, yrðu settar hér haldgóðar reglur um hinn frjálsa markað og réttláta skiptingu auðlegðar lands og þjóðar. Bankarnir stórgræða á vaxtaákvörðunum Seðlabankans. Þrír stærstu bankarnir högnuðust um 70 milljarða króna á síðasta ári og vaxtatekjur þeirra, sem eru stærsta tekjulind bankanna, jukust um 24 prósent milli ára. Þá greiddu þessir þrír bankar sér út samtals 64,8 milljarða króna í arð og þar fór Arion banki hamförum í arðgreiðslum og greiddi út 32,3 milljarða til eigenda sinna. Nú er búið að semja að stærstum hluta við launafólk á almennum vinnumarkaði. Síðan þeir samningar voru undirritaðir hefur verðbólga aukist, stýrivextir hækkað og kaupmáttur launa dregist saman. Við þurfum ekki að kalla til neina sérfræðinga til að sjá að kjarasamningar sem undirritaðir voru eru brostnir í þessari ringulreið og úrræðaleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna, sem vel á minnst kenna sig við félagshyggju. Þvílík öfugmæli. Horfum lengra fram í tímann þegar skammtímakjarasamningar á vinnumarkaði losna eftir u.þ.b. níu mánuði. Hvað blasir þá við? Það er ljóst að allur vinnumarkaðurinn mun gera kröfur um kaupmáttaraukningu og sanngjarnari skiptingu auðsins í landinu. Vel að merkja. Hvaða plan ætli ríkisstjórn Katrínar hafi til að mæta til leiks þá? Er masterplanið að láta almennt launafólk einfaldlega borga brúsann áfram? Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar