Senol Gunes, þjálfari Besiktas, skaut á Alli á blaðamannafundi í gær.
„Dele Alli komst ekki að þessu sinni. Það er rigning og ég held að það sé ástæðan fyrir því að hann lét ekki sjá sig,“ sagði Senol Gunes.
Be ikta manager enol Güne : "We gave Dele Alli permission for a small break, he hasn't come back yet. It's raining, that's probably why he didn't come. We're trying to find out where he is." (AA Spor) pic.twitter.com/y35alccpGH
— EuroFoot (@eurofootcom) March 22, 2023
„Við erum að reyna að ná í hann. Hann svaraði ekki símanum. Vonandi lenti hann ekki í slysi,“ sagði Gunes.
Dele Alli varð auðvitað var við þetta enda hafa erlendir fréttamiðlar slegið því upp í framhaldinu að enski knattspyrnumaðurinn væri týndur.
Alli lét vita af sér á samfélagsmiðlum.
The club gave me permission to attend a doctor s appointment today.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 23, 2023
"I m due back in training tomorrow (Thursday) as normal."
Dele Alli has explained his absence after Besiktas manager Senol Gunes said he had not reported for training.#BJK | #EFC https://t.co/YOITySMsno
„Hæ allir. Ég fékk fullt af skilaboðum og vildi því að eitt væri á hreinu. Félagið gaf mér leyfi til að hitta lækni í dag. Ég á að mæta aftur á æfingu á morgun [Fimmtudag] eins og vanalega,“ skrifaði Dele Alli.
Hinn 26 ára gamli Alli er á láni hjá Besiktas frá Everton en honum hefur ekki gengið allt of vel í Tyrklandi.
Alli hefur skorað 3 mörk í 17 leikjum og hefur gengið á sig mikla gagnrýni ekki síst frá Gunes þjálfara. Stuðningsmenn Besiktas hafa líka baulað á hann eins og gerðist þegar hann var tekinn af velli í bikartapi í desember.
Ferill Alli hefur verið á hraðri niðurleið síðan að hann sló í gegn með Tottenham og var meðal annars kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2016-17.