Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2023 14:34 Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg heldur á spjaldi sem á stendur „Nú stefnum við ríkinu“ á mótmælum Aurora í Stokkhólmi í nóvember. AP/Christine Ohlsson/TT Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. Aurora, samtök um sex hundruð ungra loftslagsaðgerðasinna, stefndi sænska ríkinu og krafðist þess að það gerði meira til þess að takmarka hlýnun jarðar í nóvember. Þau vilja að Svíþjóð dragi úr losun um að minnsta kosti 6,5 til 9,4 milljónir tonna koltvísýrings á ári frá árinu 2019. Byggðu samtökin á því að það væri brot á mannréttindasáttmála Evrópu ef stjórnvöld gripu ekki til fullnægjandi aðgerða gegn loftslagsvánni. Þau saka sænsk stjórnvöld um að líta ekki á loftslagsvandann sem aðsteðjandi vanda. Dómstóll í Nacka í Stokkhólmi komst að þeirri niðurstöðu í dag að mál samtakanna gæti haldið áfram eftir að þau breyttu kröfugerð sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sænsk stjórnvöld hafa nú þrjá mánuði til þess að bregðast við stefnunni áður en málið verður tekið fyrir. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna birti viðamikla samantektarskýrslu um stöðuna í loftslagsmálum í gær. Þar kom meðal annars fram að útlit væri fyrir að mannkynið fari fram úr markmiði sínu um að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu strax í byrjun næsta áratugs. Sé ætlunin að ná því markmiði þurfi heimsbyggðina að draga úr losun um sextíu prósent miðað við árið 2019. Aðgerðasinnum hefur orðið ágegnt fyrir dómstólum í nokkrum löndum á undanförnum árum. Þannig skikkaði þýskur dómstóll þarlend stjórnvöld til þess að herða loftslagsmarkmið sín til þess að leggja ekki óþarfa byrðar á ungt fólk árið 2021. Stjórnvöld brugðust við með því að stefna að kolefnishlutleysi fimm árum fyrr en áður og setja sér metnaðarfyllri markmið á þeirri vegferð, að sögn AP-fréttastofunnar. Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Aurora, samtök um sex hundruð ungra loftslagsaðgerðasinna, stefndi sænska ríkinu og krafðist þess að það gerði meira til þess að takmarka hlýnun jarðar í nóvember. Þau vilja að Svíþjóð dragi úr losun um að minnsta kosti 6,5 til 9,4 milljónir tonna koltvísýrings á ári frá árinu 2019. Byggðu samtökin á því að það væri brot á mannréttindasáttmála Evrópu ef stjórnvöld gripu ekki til fullnægjandi aðgerða gegn loftslagsvánni. Þau saka sænsk stjórnvöld um að líta ekki á loftslagsvandann sem aðsteðjandi vanda. Dómstóll í Nacka í Stokkhólmi komst að þeirri niðurstöðu í dag að mál samtakanna gæti haldið áfram eftir að þau breyttu kröfugerð sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sænsk stjórnvöld hafa nú þrjá mánuði til þess að bregðast við stefnunni áður en málið verður tekið fyrir. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna birti viðamikla samantektarskýrslu um stöðuna í loftslagsmálum í gær. Þar kom meðal annars fram að útlit væri fyrir að mannkynið fari fram úr markmiði sínu um að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu strax í byrjun næsta áratugs. Sé ætlunin að ná því markmiði þurfi heimsbyggðina að draga úr losun um sextíu prósent miðað við árið 2019. Aðgerðasinnum hefur orðið ágegnt fyrir dómstólum í nokkrum löndum á undanförnum árum. Þannig skikkaði þýskur dómstóll þarlend stjórnvöld til þess að herða loftslagsmarkmið sín til þess að leggja ekki óþarfa byrðar á ungt fólk árið 2021. Stjórnvöld brugðust við með því að stefna að kolefnishlutleysi fimm árum fyrr en áður og setja sér metnaðarfyllri markmið á þeirri vegferð, að sögn AP-fréttastofunnar.
Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24