„Þarna var þetta svo innilegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 10:00 Fagnaðarlætin voru ósvikin. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Gunnar Einarsson lék á sínum tíma með Aftureldingu. Hann var mættur í Handkastið þar sem ótrúlegur sigur Aftureldingar á Haukum í bikarúrslitum var krufinn. Fór Jóhann Gunnar meðal yfir það sem hefur breyst hjá félaginu síðan hann gekk í raðir þess árið 2014. Afturelding byrjaði leikinn vægast sagt illa en sneri dæminu við og vann einn – ef ekki þann – eftirminnilegasta sigur í sögu félagsins. „Þegar ég kem þarna 2014 þá er þetta - ég ætla ekki að segja djók klúbbur en það er rosalega mikið sem vantar upp á. Ég held að þeir geti þakkað Einari Andra (Einarssyni, fyrrverandi þjálfara liðsins), hvernig hann tók þetta og breytti öllu umhverfinu.“ „Þegar við erum að mæta á æfingar er ekki keppnislýsing, það er bara myrkur í salnum. Veit ekki hvort fólk veit það en það er venjuleg lýsing og svo er hægt að bæta í svo maður sér betur. Ég og Einar Andri vanir því úr Fram og FH.“ „Það er verið að spara. Fórum til húsvarðarins sem sagði að það mætti ekki (auka lýsinguna),“ sagði Jóhann Gunnar vera ástæðuna fyrir myrkrinu sem var á æfingum hjá Aftureldingu á þessum tíma. Hann hélt svo áfram. „Þetta var allt svona, klefamál og myndbandsfundir voru út í golfskála. Það var búin til aðstaða. Það vantaði rosa mikið upp á hvað þetta varðar en þetta fer að breytast þarna. Svo komumst við í tvö úrslitaeinvígi í röð, töpum báðum. Töpum líka þegar deildarbikarinn var og hét. Þetta sat í mönnum sem hugsuðu „hvenær kemur þetta eiginlega?“ Þetta er búin að vera þrautaganga, búið að reyna mikið á.“ „Þegar maður sér Val og Hauka fagna bikarmeistaratitli, það eru fagnaðarlæti en þetta er bara einn titill í safnið. Þarna var þetta svo innilegt,“ sagði meyr Jóhann Gunnar að endingu um sitt fyrrverandi félag og frækinn sigur þeirra á Haukum um helgina. Afturelding er bikarmeistari 2023.Vísir/Hulda Margrét Handbolti Handkastið Powerade-bikarinn Afturelding Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Afturelding byrjaði leikinn vægast sagt illa en sneri dæminu við og vann einn – ef ekki þann – eftirminnilegasta sigur í sögu félagsins. „Þegar ég kem þarna 2014 þá er þetta - ég ætla ekki að segja djók klúbbur en það er rosalega mikið sem vantar upp á. Ég held að þeir geti þakkað Einari Andra (Einarssyni, fyrrverandi þjálfara liðsins), hvernig hann tók þetta og breytti öllu umhverfinu.“ „Þegar við erum að mæta á æfingar er ekki keppnislýsing, það er bara myrkur í salnum. Veit ekki hvort fólk veit það en það er venjuleg lýsing og svo er hægt að bæta í svo maður sér betur. Ég og Einar Andri vanir því úr Fram og FH.“ „Það er verið að spara. Fórum til húsvarðarins sem sagði að það mætti ekki (auka lýsinguna),“ sagði Jóhann Gunnar vera ástæðuna fyrir myrkrinu sem var á æfingum hjá Aftureldingu á þessum tíma. Hann hélt svo áfram. „Þetta var allt svona, klefamál og myndbandsfundir voru út í golfskála. Það var búin til aðstaða. Það vantaði rosa mikið upp á hvað þetta varðar en þetta fer að breytast þarna. Svo komumst við í tvö úrslitaeinvígi í röð, töpum báðum. Töpum líka þegar deildarbikarinn var og hét. Þetta sat í mönnum sem hugsuðu „hvenær kemur þetta eiginlega?“ Þetta er búin að vera þrautaganga, búið að reyna mikið á.“ „Þegar maður sér Val og Hauka fagna bikarmeistaratitli, það eru fagnaðarlæti en þetta er bara einn titill í safnið. Þarna var þetta svo innilegt,“ sagði meyr Jóhann Gunnar að endingu um sitt fyrrverandi félag og frækinn sigur þeirra á Haukum um helgina. Afturelding er bikarmeistari 2023.Vísir/Hulda Margrét
Handbolti Handkastið Powerade-bikarinn Afturelding Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira