Orkuleysi og kyrrstaða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2023 09:00 Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum ung var slagorðið í mínu fyrsta prófkjöri “Öll mál eru fjölskyldumál”. Mér þykir þessi orð enn ná nokkuð vel utan um hvernig ég nálgast pólitík, þó svo að síðan séu liðin mörg ár. Því þegar vel er að gáð þá liggja flestir þræðir sem viðkoma pólitík með einum eða öðrum hætti til fjölskyldunnar - í eins víðri túlkun og hugsast getur. Efnahagur, heilbrigðiskerfið, samgöngur, frelsi, jafnrétti, neytendur, umhverfið, auðlindirnar og auðvitað, orkan. Í liðinni viku fór fram aðalfundur Landsvirkjunar og Iðnþing Samtaka iðnaðarins. Rauði þráðurinn á fundinum var að kallað var eftir skýrri afstöðu ríkisstjórnarinnar í lykilmálum er varða orkuöflun. Forstjóri Landsvirkjunar kallaði sérstaklega eftir skýrri sýn frá stjórnvöldum um hversu mikið mætti virkja og benti einu sinni sem oftar á að orkukerfið okkar sé svo gott sem fulllestað. Fyrirtækið sé af þeim sökum þegar farið að hafna sterkum og spennandi verkefnum sem t.d. snúa að orkuskiptum. Á sama tíma berast slæmar fréttir um að olíunotkun á Íslandi nái nýjum hæðum á þessu ári! Og það sex árum eftir að núverandi ríkisstjórn setti sér háleitt, en óútfært og ófjármagnað, markmið um full orkuskipti. Og tæplega tveimur árum eftir að hún flýtti umræddu markmiði frá árinu 2050 til ársins 2040. Samt gerist ekkert. Kyrrstaða er svarið. Enn og aftur. Orkuskipti eru fjölskyldumál Mikilvægt er að horfast í augu við þá staðreynd að raforkukerfið er uppselt. Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af orkuöryggi íslenskra fjölskyldna. Um leið er samkeppnishæfni þjóðarinnar og loftslagsmarkmiðum teflt í tvísýnu. Af hverju er það fjölskyldumál? Fyrir íslensk heimili er ekki forsvaranlegt að bjóða upp á meiri olíunotkun með tilheyrandi áhrifum á umhverfið og hugsanlegar skammtanir á raforku. Við þessu þarf að bregðast. Orkuöryggi skiptir líka máli fyrir heimilisbókhaldið. Ef venjuleg, íslensk heimili og fyrirtæki geta gengið að orkunni vísri á stöðugu verði sem stenst erlendum keppinautum snúning mun það spara þeim fjármuni, auk þess sem umhverfið nýtur góðs af. Í orði en ekki á borði Góðu fréttirnar eru þær að orkuöryggi felst ekki einvörðungu í aukinni orkuvinnslu heldur einnig í fjölbreyttari kostum, á borð við vindorku. Slæmu fréttirnar eru þær að ríkisstjórnin virðist ekki ráða við verkefnið og engar leikreglur á þessu sviði með gegnsæi og almannahag að leiðarljósi hafa litið dagsins ljós. Þrátt fyrir sex ár af þessari ríkisstjórn. Ríkisstjórn kyrrstöðuflokkanna skilar nefnilega enn og aftur auðu í risastóru máli og er fyrirmunað að setja skýran ramma utan um mikilvæga vindorkuuppbyggingu í landinu. Störukeppnin við ríkisstjórnarborðið stendur framþróun fyrir þrifum og vinnur gegn því markmiði um að auðlindir okkar skili hámarks ávinningi fyrir fjölskyldurnar í landinu. Viðreisn hefur alla tíð tekið undir áferðarfalleg markmið stjórnarinnar um orkuskipti og grænan hagvöxt. Meinið er að þeim er ekki fylgt eftir. Við þurfum aðgerðir, hagræna hvata og skýrar leikreglur um orkuöflun og um hvernig við losnum við innflutning á einni milljón tonna af bensíni og olíu á ári. Grófar áætlanir benda til þess að það kalli á tvöföldun núverandi raforkuvinnslu. Svo ekki sé minnst á græna atvinnuuppbyggingu eins og hátækni- og hugbúnaðartækni, aukna grænmetisframleiðslu og landeldi. Eftirspurnin og tækifærin eru sannarlega til staðar, en framboðið af raforku ekki. Landsvirkjun er nauðbeygð til að hafna verkefnum sem gætu flýtt fyrir orkuskiptum, stuðlað að atvinnuuppbyggingu, hjálpað okkur í baráttunni gegn loftslagsvánni og svo mætti áfram telja. Og ríkisstjórnin tekur svo sem alveg undir. En bara í orði, en ekki á borði. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum ung var slagorðið í mínu fyrsta prófkjöri “Öll mál eru fjölskyldumál”. Mér þykir þessi orð enn ná nokkuð vel utan um hvernig ég nálgast pólitík, þó svo að síðan séu liðin mörg ár. Því þegar vel er að gáð þá liggja flestir þræðir sem viðkoma pólitík með einum eða öðrum hætti til fjölskyldunnar - í eins víðri túlkun og hugsast getur. Efnahagur, heilbrigðiskerfið, samgöngur, frelsi, jafnrétti, neytendur, umhverfið, auðlindirnar og auðvitað, orkan. Í liðinni viku fór fram aðalfundur Landsvirkjunar og Iðnþing Samtaka iðnaðarins. Rauði þráðurinn á fundinum var að kallað var eftir skýrri afstöðu ríkisstjórnarinnar í lykilmálum er varða orkuöflun. Forstjóri Landsvirkjunar kallaði sérstaklega eftir skýrri sýn frá stjórnvöldum um hversu mikið mætti virkja og benti einu sinni sem oftar á að orkukerfið okkar sé svo gott sem fulllestað. Fyrirtækið sé af þeim sökum þegar farið að hafna sterkum og spennandi verkefnum sem t.d. snúa að orkuskiptum. Á sama tíma berast slæmar fréttir um að olíunotkun á Íslandi nái nýjum hæðum á þessu ári! Og það sex árum eftir að núverandi ríkisstjórn setti sér háleitt, en óútfært og ófjármagnað, markmið um full orkuskipti. Og tæplega tveimur árum eftir að hún flýtti umræddu markmiði frá árinu 2050 til ársins 2040. Samt gerist ekkert. Kyrrstaða er svarið. Enn og aftur. Orkuskipti eru fjölskyldumál Mikilvægt er að horfast í augu við þá staðreynd að raforkukerfið er uppselt. Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af orkuöryggi íslenskra fjölskyldna. Um leið er samkeppnishæfni þjóðarinnar og loftslagsmarkmiðum teflt í tvísýnu. Af hverju er það fjölskyldumál? Fyrir íslensk heimili er ekki forsvaranlegt að bjóða upp á meiri olíunotkun með tilheyrandi áhrifum á umhverfið og hugsanlegar skammtanir á raforku. Við þessu þarf að bregðast. Orkuöryggi skiptir líka máli fyrir heimilisbókhaldið. Ef venjuleg, íslensk heimili og fyrirtæki geta gengið að orkunni vísri á stöðugu verði sem stenst erlendum keppinautum snúning mun það spara þeim fjármuni, auk þess sem umhverfið nýtur góðs af. Í orði en ekki á borði Góðu fréttirnar eru þær að orkuöryggi felst ekki einvörðungu í aukinni orkuvinnslu heldur einnig í fjölbreyttari kostum, á borð við vindorku. Slæmu fréttirnar eru þær að ríkisstjórnin virðist ekki ráða við verkefnið og engar leikreglur á þessu sviði með gegnsæi og almannahag að leiðarljósi hafa litið dagsins ljós. Þrátt fyrir sex ár af þessari ríkisstjórn. Ríkisstjórn kyrrstöðuflokkanna skilar nefnilega enn og aftur auðu í risastóru máli og er fyrirmunað að setja skýran ramma utan um mikilvæga vindorkuuppbyggingu í landinu. Störukeppnin við ríkisstjórnarborðið stendur framþróun fyrir þrifum og vinnur gegn því markmiði um að auðlindir okkar skili hámarks ávinningi fyrir fjölskyldurnar í landinu. Viðreisn hefur alla tíð tekið undir áferðarfalleg markmið stjórnarinnar um orkuskipti og grænan hagvöxt. Meinið er að þeim er ekki fylgt eftir. Við þurfum aðgerðir, hagræna hvata og skýrar leikreglur um orkuöflun og um hvernig við losnum við innflutning á einni milljón tonna af bensíni og olíu á ári. Grófar áætlanir benda til þess að það kalli á tvöföldun núverandi raforkuvinnslu. Svo ekki sé minnst á græna atvinnuuppbyggingu eins og hátækni- og hugbúnaðartækni, aukna grænmetisframleiðslu og landeldi. Eftirspurnin og tækifærin eru sannarlega til staðar, en framboðið af raforku ekki. Landsvirkjun er nauðbeygð til að hafna verkefnum sem gætu flýtt fyrir orkuskiptum, stuðlað að atvinnuuppbyggingu, hjálpað okkur í baráttunni gegn loftslagsvánni og svo mætti áfram telja. Og ríkisstjórnin tekur svo sem alveg undir. En bara í orði, en ekki á borði. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun