ÍBV í undanúrslit með fullt hús stiga eftir sigur á Kópavogsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2023 20:35 Leikmenn ÍBV fagna fyrsta marki sínu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann 3-2 sigur á Breiðabliki í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Eyjamenn voru með fullt hús stiga fyrir leik kvöldsins og þurftu heimamenn þriggja marka sigur itl að komast í undanúrslit keppninnar. Eyjamenn höfðu unnið alla fjóra leiki sína til þessa í riðlinum en voru að leika sinn þriðja leik á innan við viku og því var spurning hvernig orkustigið væri. Eftir á að hyggja var það fínt en segja má að leikskipulag ÍBV hafi gengið nær fullkomlega upp. Patrik átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Patrik Johannesen kom Breiðablik yfir í kvöld eftir snögga sókn. Gísli Eyjólfsson bar boltann upp vallarhelming gestanna og gaf hann svo út á Jason Daða Svanþórsson sem keyrði inn að teig Eyjamanna frá hægri. Jason Daði renndi boltanum svo á Patrik sem var staðsettur inn í D-boganum og skaut í fyrsta að marki. Hægri fótur, hægra horn og skotið óverjandi fyrir Guy Smit í marki ÍBV. Filip Valenčič var nálægt því að jafna metin fyrir ÍBV en skot hans fór í stöngina. Þá varði Guy Smit skot frá Patrik meistaralega í stöngina. Það var hins vegar eftir vandræðagang í vörn heimamanna sem Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin. Anton Ari Einarsson, markvörður, átti þá slaka sendingu upp völlinn sem Eyjamenn komust inn í. Það virtist þó sem boltinn væri á leið út af og gerði Viktor Örn Margeirsson sitt besta til að skýla honum aftur fyrir. Halldór Jón Sigurður Þórðarson náði hins vegar að pota tá í boltann. Þaðan fór hann til Sverris Páls Hjaltested sem kom honum á Alex Frey sem skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik þó svo að Stefán Ingi Sigurðarson hafi stýrt fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar í netið skömmu síðar. Flaggið fór hins vegar á loft og markið dæmt af.Vísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Vestmannaeyjum komust yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar Halldór Jón Sigurður Gunnarsson skoraði eftir að Sverrir Páll lagði boltann á hann. Eyjamenn höfðu sloppið í gegn eftir háa sendingu yfir varnarlínu Blika sem var mjög ofarlega á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks þá jafnaði Patrik metin með marki af stuttu færi eftir frábæra sendingu Höskuldar. Staðan 2-2 en það voru Eyjamenn sem tryggðu sér sigurinn í uppbótartíma. Aftur komust gestirnir inn í sendingu frá Antoni Ara. Felix Örn Friðriksson bar boltann upp vinstra megin, þaðan fór hann yfir til hægri og á endanum var það Bjarki Björn Gunnarsson, lánsmaður frá Víking, sem batt endahnút á sóknina. Lokatölur á Kópavogsvelli 2-3 og Eyjamenn komnir í undanúrslit Lengjubikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik ÍBV Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
Eyjamenn höfðu unnið alla fjóra leiki sína til þessa í riðlinum en voru að leika sinn þriðja leik á innan við viku og því var spurning hvernig orkustigið væri. Eftir á að hyggja var það fínt en segja má að leikskipulag ÍBV hafi gengið nær fullkomlega upp. Patrik átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Patrik Johannesen kom Breiðablik yfir í kvöld eftir snögga sókn. Gísli Eyjólfsson bar boltann upp vallarhelming gestanna og gaf hann svo út á Jason Daða Svanþórsson sem keyrði inn að teig Eyjamanna frá hægri. Jason Daði renndi boltanum svo á Patrik sem var staðsettur inn í D-boganum og skaut í fyrsta að marki. Hægri fótur, hægra horn og skotið óverjandi fyrir Guy Smit í marki ÍBV. Filip Valenčič var nálægt því að jafna metin fyrir ÍBV en skot hans fór í stöngina. Þá varði Guy Smit skot frá Patrik meistaralega í stöngina. Það var hins vegar eftir vandræðagang í vörn heimamanna sem Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin. Anton Ari Einarsson, markvörður, átti þá slaka sendingu upp völlinn sem Eyjamenn komust inn í. Það virtist þó sem boltinn væri á leið út af og gerði Viktor Örn Margeirsson sitt besta til að skýla honum aftur fyrir. Halldór Jón Sigurður Þórðarson náði hins vegar að pota tá í boltann. Þaðan fór hann til Sverris Páls Hjaltested sem kom honum á Alex Frey sem skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik þó svo að Stefán Ingi Sigurðarson hafi stýrt fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar í netið skömmu síðar. Flaggið fór hins vegar á loft og markið dæmt af.Vísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Vestmannaeyjum komust yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar Halldór Jón Sigurður Gunnarsson skoraði eftir að Sverrir Páll lagði boltann á hann. Eyjamenn höfðu sloppið í gegn eftir háa sendingu yfir varnarlínu Blika sem var mjög ofarlega á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks þá jafnaði Patrik metin með marki af stuttu færi eftir frábæra sendingu Höskuldar. Staðan 2-2 en það voru Eyjamenn sem tryggðu sér sigurinn í uppbótartíma. Aftur komust gestirnir inn í sendingu frá Antoni Ara. Felix Örn Friðriksson bar boltann upp vinstra megin, þaðan fór hann yfir til hægri og á endanum var það Bjarki Björn Gunnarsson, lánsmaður frá Víking, sem batt endahnút á sóknina. Lokatölur á Kópavogsvelli 2-3 og Eyjamenn komnir í undanúrslit Lengjubikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik ÍBV Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira