Fjórar loðnur á tíkallinum –billjónir loðna á land! Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2023 08:30 Þau góðu tíðindi bárust frá Hafrannsóknarstofnun að loðnuafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði aukinn um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf, heildarmagn loðnu sem veiða má nemur því 459.800 tonnum. Þessi aukning mun skipta sköpum fyrir ríkissjóð við núverandi efnahagsaðstæður. Loðnan er þekkt fyrir að prýða tíkallinn en verðmæti hennar verður seint talið í smámynt því gera má ráð fyrir að útflutningsverðmæti aukningarinnar nemi á bilinu 14-18 milljörðum króna og spili veigamikinn þátt í gjaldeyrisöflun og hagvexti hér á landi, sem og tekjuaukningu til ríkissjóðs vegna veiðigjalda. Gróflega má áætla að á bilinu 23 til 37 billjónir loðna komi á land á næstu vikum og mánuðum, þó vissulega sé sú framsetning framandi varpar hún ljósi á umfang veiðanna, sem er gífurlegt. Þegar tekist er á við verkefni sem þetta er mikilvægt að muna á hvaða forsendum, við treystum og tryggjum, til langs tíma sjálfbærni veiða hér við land án þess að ganga um of á nytjastofna. Ráðgjöf Hafró er til þess gerð og minnir okkur á mikilvægi þess að standa vörð um rannsóknir og vöktun fiskistofna við Íslandsstrendur. Gert var ráð fyrir að veiðarnar færu fram á þeim slóðum sem loðnan fannst, úti fyrir Húnaflóa en nú hefur komið í ljós að loðnan er á göngu vestur fyrir land og hrygni væntanlega þar. Þess vegna sé ekki lengur þörf á svæðaskiptingu. Það er dýrkeypt fyrir þjóð sem treystir að svo miklu leyti á fiskveiðar að ganga of nærri auðlindum sínum. Það þekkjum við. Vissulega fáum við ekki stjórnað öllum breytum þegar kemur að fisknum í sjónum, eins og fiskgengd loðnu nú um stundir, en dæmin sýna að ábyrg veiðistjórnun og nýting fiskistofna hér við land fara vel saman og þess vegna er mikilvægt að tryggja góðar hafrannsóknir sem eru forsenda ábyrgrar ráðgjafar. Höfundur er formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Loðnuveiðar Efnahagsmál Vinstri græn Sjávarútvegur Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Þau góðu tíðindi bárust frá Hafrannsóknarstofnun að loðnuafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði aukinn um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf, heildarmagn loðnu sem veiða má nemur því 459.800 tonnum. Þessi aukning mun skipta sköpum fyrir ríkissjóð við núverandi efnahagsaðstæður. Loðnan er þekkt fyrir að prýða tíkallinn en verðmæti hennar verður seint talið í smámynt því gera má ráð fyrir að útflutningsverðmæti aukningarinnar nemi á bilinu 14-18 milljörðum króna og spili veigamikinn þátt í gjaldeyrisöflun og hagvexti hér á landi, sem og tekjuaukningu til ríkissjóðs vegna veiðigjalda. Gróflega má áætla að á bilinu 23 til 37 billjónir loðna komi á land á næstu vikum og mánuðum, þó vissulega sé sú framsetning framandi varpar hún ljósi á umfang veiðanna, sem er gífurlegt. Þegar tekist er á við verkefni sem þetta er mikilvægt að muna á hvaða forsendum, við treystum og tryggjum, til langs tíma sjálfbærni veiða hér við land án þess að ganga um of á nytjastofna. Ráðgjöf Hafró er til þess gerð og minnir okkur á mikilvægi þess að standa vörð um rannsóknir og vöktun fiskistofna við Íslandsstrendur. Gert var ráð fyrir að veiðarnar færu fram á þeim slóðum sem loðnan fannst, úti fyrir Húnaflóa en nú hefur komið í ljós að loðnan er á göngu vestur fyrir land og hrygni væntanlega þar. Þess vegna sé ekki lengur þörf á svæðaskiptingu. Það er dýrkeypt fyrir þjóð sem treystir að svo miklu leyti á fiskveiðar að ganga of nærri auðlindum sínum. Það þekkjum við. Vissulega fáum við ekki stjórnað öllum breytum þegar kemur að fisknum í sjónum, eins og fiskgengd loðnu nú um stundir, en dæmin sýna að ábyrg veiðistjórnun og nýting fiskistofna hér við land fara vel saman og þess vegna er mikilvægt að tryggja góðar hafrannsóknir sem eru forsenda ábyrgrar ráðgjafar. Höfundur er formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar