Rykið dustað af gömlum frösum Natan Kolbeinsson skrifar 14. mars 2023 09:01 Þann 13. mars skrifaði 6. þingmaður Reykavíkurkjördæmis norður pistil þar sem hún þakkaði mér fyrir að dusta rykið af gömlum ESB greinum frá henni. Staðreyndin er samt sú að þrátt fyrir að andstæðingar aðildar hér á Íslandi halda ennþá fast í gamla orðræðu og gömul rök þá hefur Evrópusambandið gengið í gegnum miklar breytingar frá því aðildarviðræður fóru síðast fram. Í grein sinni fer þingmaðurinn um víðan völl og skrifar meðal annars um að engin þörf sé á að ræða þjóðaratkvæði um aðildarviðræður þar sem við kusum til Alþingis fyrir minna en tveimur árum. Lýðræðið innan ESB Evrópusambandið er langt um lýðræðislegasta alþjóðasamstarf mannkynssögunnar enda er þar þing kosið í almennum kosningum, framkvæmdastjórn sem starfar í umboði þingsins og ráðherraráð myndað af lýðræðislega kjörnum fulltrúum allra aðildarríkja. Það er rétt sem þingmaðurinn segir að innan ráðherraráðsins þurfa margir málaflokkar ekki einróma samþykki og þar ræður íbúafjöldi vissulega hvernig kosningar fara. Í sjávarútvegs og orkumálum, sem hún nefnir sérstaklega, þarf aukinn meirihluta fyrir samþykki. Sá meirihluti þarf að koma frá 55% aðildarríkja með 65% íbúa á bak við sig. Ótti hennar við það að lítil hópur stórra ríkja ráði þarna öllu er því algjörlega óþarfur. Evrópuþingið sem kosið er í almennum kosningum myndi tryggja okkur 6 þingmenn á þinginu. Það gerir 1 þingmann fyrir hverja 42.431 kjósenda á Íslandi en til samanburðar er Þýskaland með einn þingmann fyrir hverja 637.303 kjósendur svo við Íslendingar verðum með þingmannafjölda lang umfram íbúafjölda. Þar að auki mun Ísland fá eitt sæti í framkvæmdastjórn ESB sem er sami fjöldi og öll önnur aðildarríki fá. Ísland mun því hafa fulltrúa á öllum stigum og gott betur en það. Lítil ríki hafa líka fengið stór og valdamikil embætti innan sambandsins. Þar má til að mynda nefna forseta Evrópuþingsins, Roberta Metsola, sem kemur frá Möltu sem er í dag minnsta aðildarríki ESB. Varðandi losunarheimildir sem ég nefndi í fyrri grein minni sagði þingmaðurinn að hagsmunagæsla Íslands sé mikilvæg innan EES. Það er alveg rétt en þá hlýtur þingmaðurinn að vera sammála mér varðandi það að íslenska ríkið hefur brugðist í hagsmungæslu sinni með því að ná ekki að tryggja undanþágu Íslands frá losunarheimildum. Möltu tókst árið 2022 að fá undanþágur frá sumum þessara losunarheimilda svo þar sjáum við skýrt dæmi um það hvernig aðild er besta verkfærið í hagsmunagæslu ríkja. Við ákvörðunarborðið mun Ísland eiga sæti og vera með vægi langt umfram stærð. Við myndum ekki lengur standa frammi á gangi á meðan ákvarðanir um okkar hagsmuni eru teknar. Það þarf því enginn að óttast samstarfssamning ríkisstjórnar Þýskalands, líkt og þingmaðurinn minntist á. Þótt Þýskaland sé stórt þá ræður það ekki eitt síns liðs hvert sambandið stefnir. Þing og þjóð Fyrir einu og hálfu ári gegnum við til kosninga. Kosningar sem snerust um covid-aðgerðir, skuldasöfnun ríkissjóðs í landi tækifæranna, að það skiptir máli hverjir stjórna og nokkra fleiri hluti. Málefni sem var lítið sem ekkert rætt var möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég er sammála háttvirtum þingmanni að Evrópumálin eru mikilvæg en þau eru ekki það eina sem ræður atkvæðum kjósenda. Að nota þingkosningar sem mælikvarða fyrir því hvort Ísland vilji í ESB eða ekki er ofureinföldun á myndinni. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna sagði ég í grein minni í síðustu viku og Evrópusinnar óttast ekki heldur að þjóðin fái að kjósa. Eina leiðin til að komast að því hvort hagsmunum okkar sé best borgið utan sambandsins eða innan er að þjóðin fái kjósa um aðildarviðræður. Ef þjóðin vill leyfa okkur að klára viðræðurnar þá getum við komist að því hvað okkur stendur nákvæmlega til boða. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Evrópusambandið Reykjavík Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 13. mars skrifaði 6. þingmaður Reykavíkurkjördæmis norður pistil þar sem hún þakkaði mér fyrir að dusta rykið af gömlum ESB greinum frá henni. Staðreyndin er samt sú að þrátt fyrir að andstæðingar aðildar hér á Íslandi halda ennþá fast í gamla orðræðu og gömul rök þá hefur Evrópusambandið gengið í gegnum miklar breytingar frá því aðildarviðræður fóru síðast fram. Í grein sinni fer þingmaðurinn um víðan völl og skrifar meðal annars um að engin þörf sé á að ræða þjóðaratkvæði um aðildarviðræður þar sem við kusum til Alþingis fyrir minna en tveimur árum. Lýðræðið innan ESB Evrópusambandið er langt um lýðræðislegasta alþjóðasamstarf mannkynssögunnar enda er þar þing kosið í almennum kosningum, framkvæmdastjórn sem starfar í umboði þingsins og ráðherraráð myndað af lýðræðislega kjörnum fulltrúum allra aðildarríkja. Það er rétt sem þingmaðurinn segir að innan ráðherraráðsins þurfa margir málaflokkar ekki einróma samþykki og þar ræður íbúafjöldi vissulega hvernig kosningar fara. Í sjávarútvegs og orkumálum, sem hún nefnir sérstaklega, þarf aukinn meirihluta fyrir samþykki. Sá meirihluti þarf að koma frá 55% aðildarríkja með 65% íbúa á bak við sig. Ótti hennar við það að lítil hópur stórra ríkja ráði þarna öllu er því algjörlega óþarfur. Evrópuþingið sem kosið er í almennum kosningum myndi tryggja okkur 6 þingmenn á þinginu. Það gerir 1 þingmann fyrir hverja 42.431 kjósenda á Íslandi en til samanburðar er Þýskaland með einn þingmann fyrir hverja 637.303 kjósendur svo við Íslendingar verðum með þingmannafjölda lang umfram íbúafjölda. Þar að auki mun Ísland fá eitt sæti í framkvæmdastjórn ESB sem er sami fjöldi og öll önnur aðildarríki fá. Ísland mun því hafa fulltrúa á öllum stigum og gott betur en það. Lítil ríki hafa líka fengið stór og valdamikil embætti innan sambandsins. Þar má til að mynda nefna forseta Evrópuþingsins, Roberta Metsola, sem kemur frá Möltu sem er í dag minnsta aðildarríki ESB. Varðandi losunarheimildir sem ég nefndi í fyrri grein minni sagði þingmaðurinn að hagsmunagæsla Íslands sé mikilvæg innan EES. Það er alveg rétt en þá hlýtur þingmaðurinn að vera sammála mér varðandi það að íslenska ríkið hefur brugðist í hagsmungæslu sinni með því að ná ekki að tryggja undanþágu Íslands frá losunarheimildum. Möltu tókst árið 2022 að fá undanþágur frá sumum þessara losunarheimilda svo þar sjáum við skýrt dæmi um það hvernig aðild er besta verkfærið í hagsmunagæslu ríkja. Við ákvörðunarborðið mun Ísland eiga sæti og vera með vægi langt umfram stærð. Við myndum ekki lengur standa frammi á gangi á meðan ákvarðanir um okkar hagsmuni eru teknar. Það þarf því enginn að óttast samstarfssamning ríkisstjórnar Þýskalands, líkt og þingmaðurinn minntist á. Þótt Þýskaland sé stórt þá ræður það ekki eitt síns liðs hvert sambandið stefnir. Þing og þjóð Fyrir einu og hálfu ári gegnum við til kosninga. Kosningar sem snerust um covid-aðgerðir, skuldasöfnun ríkissjóðs í landi tækifæranna, að það skiptir máli hverjir stjórna og nokkra fleiri hluti. Málefni sem var lítið sem ekkert rætt var möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég er sammála háttvirtum þingmanni að Evrópumálin eru mikilvæg en þau eru ekki það eina sem ræður atkvæðum kjósenda. Að nota þingkosningar sem mælikvarða fyrir því hvort Ísland vilji í ESB eða ekki er ofureinföldun á myndinni. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna sagði ég í grein minni í síðustu viku og Evrópusinnar óttast ekki heldur að þjóðin fái að kjósa. Eina leiðin til að komast að því hvort hagsmunum okkar sé best borgið utan sambandsins eða innan er að þjóðin fái kjósa um aðildarviðræður. Ef þjóðin vill leyfa okkur að klára viðræðurnar þá getum við komist að því hvað okkur stendur nákvæmlega til boða. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar