Hvernig kennara þurfum við? Birgir U. Ásgeirsson skrifar 10. mars 2023 10:30 Börnin okkar alast upp í öðru samfélagi en við gerðum. Á uppvaxtarárunum skipa skólar veigamikinn sess. Markmið leik-, grunn- og framhaldsskóla er að veita börnum og nemendum menntun og umönnun, búa þeim hollt og hvetjandi námsumhverfi, stuðla að alhliða þroska þeirra og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í skólum gegna kennarar og skólastjórnendur lykilhlutverki. Þess vegna er þýðingarmikið að þær ríku kröfur um hæfni sem gerðar eru til þeirra séu ljósar. Hæfni felur í sér getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Sú hagnýting er í samræmi við aðstæður og aldur og þroska nemenda. Kröfur til kennara og skólastjórnenda eru skilgreindar í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Þar koma fram viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda. Almenna hæfnin á við um alla kennara, óháð námsgreinum og aldri og þroska nemenda. Þegar rýnt er í almennu hæfnina er ljóst að kröfur til kennara eru metnaðarfullar, hvort sem hæfnin snýr að uppeldis- og kennslufræði, námi og kennslu, samvinnu, samskiptum og starfsþróun eða hæfni í íslensku. Sérhæfða hæfnin er svo annars vegar sérhæfing kennara sem tekur t.d. mið af ákveðinni námsgrein eða aldri nemenda og hins vegar sérhæfing skólastjórnenda. Áhersla er lögð á hæfni allra kennara í íslensku þar sem tiltekin hæfniviðmið eru sett fram. Markmið stjórnvalda er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum og samhliða í menntun og starfsþróun kennara. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar enda þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann. Kennararáð er skipað sérfræðingum þvert á stofnanir og samtök sem koma að skipulagi skólastarfs, kennslu og kennaramenntunar. Ráðherra mennta- og barnamála skipar kennararáð til þess að veita honum ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun og útfærslu hæfnirammans. Kennararáði er jafnframt ætlað að veita ráðgjöf um starfsþróun á grundvelli hæfnirammans, fylgjast með alþjóðlegri þróun og áherslum í menntavísindum, veita leiðsögn um mat á sérhæfingu kennara við ráðningu og síðast en ekki síst efla vitund um mikilvægi kennarastarfsins í samfélaginu. Vandaður hæfnirammi sem byggir á breiðu og víðtæku samstarfi, þ.m.t. við starfandi kennara, er afrakstur vinnu kennararáðs. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og um starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Starfsþróunarframboðið þarf því að taka mið af hæfnirammanum og þörfum skólasamfélagsins hverju sinni. Þannig verður unnt að gera kennurum og skólastjórnendum kleift að vera faglegir leiðtogar alla starfsævina í breytilegu samfélagi. Þjóðfélagið okkar er í sífelldri þróun og kröfur til kennara breytast. Hæfnirammi er því ekki meitlaður í stein heldur endurskoðaður reglulega af kennararáði. Þessar vikurnar stendur kennararáð fyrir kynningum á inntaki reglugerðarinnar fyrir kennara, skólastjórnendur, háskóla og einnig þá sem koma að mati á skólastarfi og starfsþróun. Virkt samtal við vettvanginn er mikilvægt og er það hér fyrsta skrefið í stöðugri endurskoðun hæfnirammans. Þannig stuðlum við að því að leik-, grunn- og framhaldsskólar uppfylli sín markmið, nemendum til góða. Höfundur er formaður kennararáðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin okkar alast upp í öðru samfélagi en við gerðum. Á uppvaxtarárunum skipa skólar veigamikinn sess. Markmið leik-, grunn- og framhaldsskóla er að veita börnum og nemendum menntun og umönnun, búa þeim hollt og hvetjandi námsumhverfi, stuðla að alhliða þroska þeirra og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í skólum gegna kennarar og skólastjórnendur lykilhlutverki. Þess vegna er þýðingarmikið að þær ríku kröfur um hæfni sem gerðar eru til þeirra séu ljósar. Hæfni felur í sér getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Sú hagnýting er í samræmi við aðstæður og aldur og þroska nemenda. Kröfur til kennara og skólastjórnenda eru skilgreindar í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Þar koma fram viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda. Almenna hæfnin á við um alla kennara, óháð námsgreinum og aldri og þroska nemenda. Þegar rýnt er í almennu hæfnina er ljóst að kröfur til kennara eru metnaðarfullar, hvort sem hæfnin snýr að uppeldis- og kennslufræði, námi og kennslu, samvinnu, samskiptum og starfsþróun eða hæfni í íslensku. Sérhæfða hæfnin er svo annars vegar sérhæfing kennara sem tekur t.d. mið af ákveðinni námsgrein eða aldri nemenda og hins vegar sérhæfing skólastjórnenda. Áhersla er lögð á hæfni allra kennara í íslensku þar sem tiltekin hæfniviðmið eru sett fram. Markmið stjórnvalda er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum og samhliða í menntun og starfsþróun kennara. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar enda þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann. Kennararáð er skipað sérfræðingum þvert á stofnanir og samtök sem koma að skipulagi skólastarfs, kennslu og kennaramenntunar. Ráðherra mennta- og barnamála skipar kennararáð til þess að veita honum ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun og útfærslu hæfnirammans. Kennararáði er jafnframt ætlað að veita ráðgjöf um starfsþróun á grundvelli hæfnirammans, fylgjast með alþjóðlegri þróun og áherslum í menntavísindum, veita leiðsögn um mat á sérhæfingu kennara við ráðningu og síðast en ekki síst efla vitund um mikilvægi kennarastarfsins í samfélaginu. Vandaður hæfnirammi sem byggir á breiðu og víðtæku samstarfi, þ.m.t. við starfandi kennara, er afrakstur vinnu kennararáðs. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og um starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Starfsþróunarframboðið þarf því að taka mið af hæfnirammanum og þörfum skólasamfélagsins hverju sinni. Þannig verður unnt að gera kennurum og skólastjórnendum kleift að vera faglegir leiðtogar alla starfsævina í breytilegu samfélagi. Þjóðfélagið okkar er í sífelldri þróun og kröfur til kennara breytast. Hæfnirammi er því ekki meitlaður í stein heldur endurskoðaður reglulega af kennararáði. Þessar vikurnar stendur kennararáð fyrir kynningum á inntaki reglugerðarinnar fyrir kennara, skólastjórnendur, háskóla og einnig þá sem koma að mati á skólastarfi og starfsþróun. Virkt samtal við vettvanginn er mikilvægt og er það hér fyrsta skrefið í stöðugri endurskoðun hæfnirammans. Þannig stuðlum við að því að leik-, grunn- og framhaldsskólar uppfylli sín markmið, nemendum til góða. Höfundur er formaður kennararáðs.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun