Ótakmarkaðar losunarheimildir á bulli Andrea Róbertsdóttir skrifar 8. mars 2023 11:30 „Þú þarft að vera með hvítt andlit svo að skynjarinn nemi þig og hurðin opnist.“ Ég stend fyrir utan byggingu á höfuðborgarsvæðinu með konu sem eftir er tekið, sprenglærð með mikla vigt á sínu sérsviði og senan þar sem rennihurðin inn í bygginguna opnist ekki, því hún er ekki með ljósan húðlit, tekur mig 40 ár aftur í tímann. Á þeim tíma var ég í barnaskóla og þá var einn litur í trélitakassanum sem hét „húðlitur“. Það var svona pastel laxableikur, ljós drapplitaður sem í allri litapallettunni var „húðliturinn“. Þegar konan var búin að baða út höndum og teygja sig í sjálfvirka búnaðinn fyrir ofan rennihurðina opnaðist hún loksins og þegar inn var komið naut ég hverrar mínútu. Þessar aðstæður sem hún er í hvern morgun á leiðinni í vinnuna minnir okkur á hve mikilvægt það er að hjálpa tækninni. Hjálpa tækninni að ráða við veruleikann, aðstæður, vera sífellt að laga, bæta og síðast en ekki síst að hjálpa tækninni að taka réttar ákvarðanir þegar móta á framtíð fyrir okkur öll og pakka saman skapalóni, viðmiðum og kerfum sem standast ekki tímans tönn. Við erum með sjálfkeyrandi bíla en tæknin þarf sannarlega hjálp svo fólk verði ávallt í fyrirrúmi. Við heyrum af heilsuappi sem gerir ekki ráð fyrir breytingaskeiði, né tíðahring kvenna, bílbeltum sem gera ekki ráð fyrir barnshafandi og víða pottur brotinn er kemur að kerfum sem ráða engan veginn við fjölbreytileikann og eru langt frá því að vera í takti við nýja tíma. Það er lítið mál að festa hefðir og menningu í sessi með tækninni og því þarf heldur betur að vanda til verka þegar hanna á infrastrúktúr framtíðarinnar þannig að við upplifum öll mannlega reisn, virði, að við tilheyrum og erum séð. Mismunun er marglaga og tæknin mun halda áfram að gera upp á milli kynja, kynþátta og menningar ef við nýtum ekki losunarheimildir á bulli sem okkur hefur verið úthlutað. Gjarnan er gervigreind, algrím hönnuð af körlum og byggja mikið á gögnum sem fjalla um karla. Auðvitað tekur tíma að endurhugsa fjölmargt upp á nýtt og koma öllum breytum að í forritun á einu bretti en fyrsta verk hlýtur að vera að hleypa ólíkum röddum að borðinu til að fá fersk og brakandi sjónarhorn til að rétta kúrsinn og jafna leikinn fyrir okkur öll. Það er margt sem torveldar þátttöku einstaklinga í alls konar og á endanum töpum við öll á einsleitni. Þess vegna þurfum við öll að taka fagnandi á móti einu allsherjar breytingarskeiði. Rennihurðir með sjálfvirkum búnaði virka svakalega vel fyrir mig og í hvert sinn sem hurðin opnast þá minnir það mig á að ég er forréttindapía. Gleðilegan Alþjóðadag kvenna! Höfundur er framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
„Þú þarft að vera með hvítt andlit svo að skynjarinn nemi þig og hurðin opnist.“ Ég stend fyrir utan byggingu á höfuðborgarsvæðinu með konu sem eftir er tekið, sprenglærð með mikla vigt á sínu sérsviði og senan þar sem rennihurðin inn í bygginguna opnist ekki, því hún er ekki með ljósan húðlit, tekur mig 40 ár aftur í tímann. Á þeim tíma var ég í barnaskóla og þá var einn litur í trélitakassanum sem hét „húðlitur“. Það var svona pastel laxableikur, ljós drapplitaður sem í allri litapallettunni var „húðliturinn“. Þegar konan var búin að baða út höndum og teygja sig í sjálfvirka búnaðinn fyrir ofan rennihurðina opnaðist hún loksins og þegar inn var komið naut ég hverrar mínútu. Þessar aðstæður sem hún er í hvern morgun á leiðinni í vinnuna minnir okkur á hve mikilvægt það er að hjálpa tækninni. Hjálpa tækninni að ráða við veruleikann, aðstæður, vera sífellt að laga, bæta og síðast en ekki síst að hjálpa tækninni að taka réttar ákvarðanir þegar móta á framtíð fyrir okkur öll og pakka saman skapalóni, viðmiðum og kerfum sem standast ekki tímans tönn. Við erum með sjálfkeyrandi bíla en tæknin þarf sannarlega hjálp svo fólk verði ávallt í fyrirrúmi. Við heyrum af heilsuappi sem gerir ekki ráð fyrir breytingaskeiði, né tíðahring kvenna, bílbeltum sem gera ekki ráð fyrir barnshafandi og víða pottur brotinn er kemur að kerfum sem ráða engan veginn við fjölbreytileikann og eru langt frá því að vera í takti við nýja tíma. Það er lítið mál að festa hefðir og menningu í sessi með tækninni og því þarf heldur betur að vanda til verka þegar hanna á infrastrúktúr framtíðarinnar þannig að við upplifum öll mannlega reisn, virði, að við tilheyrum og erum séð. Mismunun er marglaga og tæknin mun halda áfram að gera upp á milli kynja, kynþátta og menningar ef við nýtum ekki losunarheimildir á bulli sem okkur hefur verið úthlutað. Gjarnan er gervigreind, algrím hönnuð af körlum og byggja mikið á gögnum sem fjalla um karla. Auðvitað tekur tíma að endurhugsa fjölmargt upp á nýtt og koma öllum breytum að í forritun á einu bretti en fyrsta verk hlýtur að vera að hleypa ólíkum röddum að borðinu til að fá fersk og brakandi sjónarhorn til að rétta kúrsinn og jafna leikinn fyrir okkur öll. Það er margt sem torveldar þátttöku einstaklinga í alls konar og á endanum töpum við öll á einsleitni. Þess vegna þurfum við öll að taka fagnandi á móti einu allsherjar breytingarskeiði. Rennihurðir með sjálfvirkum búnaði virka svakalega vel fyrir mig og í hvert sinn sem hurðin opnast þá minnir það mig á að ég er forréttindapía. Gleðilegan Alþjóðadag kvenna! Höfundur er framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun