Um „rógburð“ og „ærumeiðingar“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 7. mars 2023 20:01 Samkvæmt Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda til formanns VR, er grein með fyrirsögninni VR eða VG? sem ég skrifaði á sunnudaginn, „rógburður“ og „ærumeiðingar“. Þessi orð lét Elva Hrönn falla í Pallborðinu á Vísi hjá Heimi Má fyrr í dag, þriðjudaginn 7. mars. Það er verulega alvarlegt mál að þegar málflutningi er mótmælt eða bent á (óþægilegar) staðreyndir, sé farið beint í að fleygja fram orðum eins og „ærumeiðingar“ eða „rógburður“ eins og ekkert sé sjálfsagðara. En það verða aðrir að eiga við sig. Ég var vissulega ekki sátt við orð sem Elva Hrönn lét falla í Silfrinu á sunnudaginn en að kalla það „rógburð“ og „ærumeiðingar“, finnst mér heldur langt gengið. Mig langar því til að fara aðeins yfir það sem ég sagði í greininni og gefa lesendum kost á að reyna að finna umræddar „ærumeiðingar“ og „rógburð“ gegn Elvu Hrönn. Rangfærslur og aðdróttanir Greinin hófst á eftirfarandi orðum: „Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars.“ Tilefni þessara orða minna voru fullyrðingar sem Elva Hrönn viðhafði um að Ragnar Þór hefði sjálfur átt sök á töfum við að koma leigufélaginu Blæ á fót, þar sem hann hefði verið illa undirbúin og ekki með fullnægjandi gögn. Nú er það svo að hvorki ég né Elva Hrönn vorum viðstaddar fundina sem hún vísaði í og báðar þurfum við því að hafa vitneskju okkar frá einhverjum sem þar var, en hún vildi ekki gefa upp sína heimildarmenn. VG eða VR? fjallar reyndar mun meira um Ragnar Þór en Elvu, og í henni rek ég hvernig ég frétti reglulega af Blæ á undanförnum árum og fann hvernig Ragnar brann fyrir þessu verkefni, en líka hvernig vonbrigði hans með framvinduna jukust eftir því sem á leið og hvað hann furðaði sig á mótstöðunni sem þetta þarfa verkefni mætti. Ég stend því algjörlega við að hún fór með „rangfærslur og aðdróttanir“. Hitt er svo annað mál að hún gerði það mögulega í góðri trú þannig að kannski ættu ásakanir um „rangfærslur og aðdróttanir“ að snúa að einhverjum öðrum. Vandinn er bara sá að ég hef ekki hugmynd um hver það er og það var Elva Hrönn sem fullyrti þetta sem óvéfengjanlega staðreynd sem „ólyginn sagði henni“. Ég get ekki að því gert að finnast það í besta falli vafasamt í svona baráttu að bera „Gróu á Leiti“ fyrir sig með „ólyginn sagði mér“ fullyrðingum, sem standast enga skoðun ef á reynir. Tengslin við VG Ég tel reyndar blasa við hvaðan Elva Hrönn fékk þessar upplýsingar og rek tengsl og þræði sem liggja í gegnum Vinstri hreyfinguna - Grænt framboð, því eftir því sem ég best veit voru fundirnir vegna Blæs ekki fjölmennir. Ef það að benda á að frambjóðandinn tengist VG sterkum böndum, er „rógburður“ og „ærumeiðingar“, get ég ekki hjálpað henni, nema kannski með því að ráðleggja henni að skipta um flokk. Hitt er svo annað að VG er merkilegur flokkur að vera í fyrir þá sem vilja setja húsnæðismál í forgrunn, því saga þess flokks á því sviði er ekki falleg, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Í raun má segja að hún sé blóði drifinn, og nægir þá að nefna heimilin 15.000 sem VG stóð fyrir því að afhenda bönkunum eftir hrun. Og núna leiðir VG ríkisstjórn sem er að endurtaka leikinn en einn af örfáum sem er að berjast gegn því að þau komist upp með það, er Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður VR. Þar af leiðandi stend ég við þau orð að það væri stórslys ef stefna VG í húsnæðismálum næði einhverju flugi innan verkalýðshreyfingarinnar, og núna er það VR sem er undir. Ég trúi ekki að nokkur vilji að áhrif VG vaxi í VR og hvet félagsmenn VR til að nýta kosningarétt sinn því það er mikið undir. Kosningar hefjast kl. 9 miðvikudaginn 8. mars og standa til 15. mars. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Sjá meira
Samkvæmt Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda til formanns VR, er grein með fyrirsögninni VR eða VG? sem ég skrifaði á sunnudaginn, „rógburður“ og „ærumeiðingar“. Þessi orð lét Elva Hrönn falla í Pallborðinu á Vísi hjá Heimi Má fyrr í dag, þriðjudaginn 7. mars. Það er verulega alvarlegt mál að þegar málflutningi er mótmælt eða bent á (óþægilegar) staðreyndir, sé farið beint í að fleygja fram orðum eins og „ærumeiðingar“ eða „rógburður“ eins og ekkert sé sjálfsagðara. En það verða aðrir að eiga við sig. Ég var vissulega ekki sátt við orð sem Elva Hrönn lét falla í Silfrinu á sunnudaginn en að kalla það „rógburð“ og „ærumeiðingar“, finnst mér heldur langt gengið. Mig langar því til að fara aðeins yfir það sem ég sagði í greininni og gefa lesendum kost á að reyna að finna umræddar „ærumeiðingar“ og „rógburð“ gegn Elvu Hrönn. Rangfærslur og aðdróttanir Greinin hófst á eftirfarandi orðum: „Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars.“ Tilefni þessara orða minna voru fullyrðingar sem Elva Hrönn viðhafði um að Ragnar Þór hefði sjálfur átt sök á töfum við að koma leigufélaginu Blæ á fót, þar sem hann hefði verið illa undirbúin og ekki með fullnægjandi gögn. Nú er það svo að hvorki ég né Elva Hrönn vorum viðstaddar fundina sem hún vísaði í og báðar þurfum við því að hafa vitneskju okkar frá einhverjum sem þar var, en hún vildi ekki gefa upp sína heimildarmenn. VG eða VR? fjallar reyndar mun meira um Ragnar Þór en Elvu, og í henni rek ég hvernig ég frétti reglulega af Blæ á undanförnum árum og fann hvernig Ragnar brann fyrir þessu verkefni, en líka hvernig vonbrigði hans með framvinduna jukust eftir því sem á leið og hvað hann furðaði sig á mótstöðunni sem þetta þarfa verkefni mætti. Ég stend því algjörlega við að hún fór með „rangfærslur og aðdróttanir“. Hitt er svo annað mál að hún gerði það mögulega í góðri trú þannig að kannski ættu ásakanir um „rangfærslur og aðdróttanir“ að snúa að einhverjum öðrum. Vandinn er bara sá að ég hef ekki hugmynd um hver það er og það var Elva Hrönn sem fullyrti þetta sem óvéfengjanlega staðreynd sem „ólyginn sagði henni“. Ég get ekki að því gert að finnast það í besta falli vafasamt í svona baráttu að bera „Gróu á Leiti“ fyrir sig með „ólyginn sagði mér“ fullyrðingum, sem standast enga skoðun ef á reynir. Tengslin við VG Ég tel reyndar blasa við hvaðan Elva Hrönn fékk þessar upplýsingar og rek tengsl og þræði sem liggja í gegnum Vinstri hreyfinguna - Grænt framboð, því eftir því sem ég best veit voru fundirnir vegna Blæs ekki fjölmennir. Ef það að benda á að frambjóðandinn tengist VG sterkum böndum, er „rógburður“ og „ærumeiðingar“, get ég ekki hjálpað henni, nema kannski með því að ráðleggja henni að skipta um flokk. Hitt er svo annað að VG er merkilegur flokkur að vera í fyrir þá sem vilja setja húsnæðismál í forgrunn, því saga þess flokks á því sviði er ekki falleg, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Í raun má segja að hún sé blóði drifinn, og nægir þá að nefna heimilin 15.000 sem VG stóð fyrir því að afhenda bönkunum eftir hrun. Og núna leiðir VG ríkisstjórn sem er að endurtaka leikinn en einn af örfáum sem er að berjast gegn því að þau komist upp með það, er Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður VR. Þar af leiðandi stend ég við þau orð að það væri stórslys ef stefna VG í húsnæðismálum næði einhverju flugi innan verkalýðshreyfingarinnar, og núna er það VR sem er undir. Ég trúi ekki að nokkur vilji að áhrif VG vaxi í VR og hvet félagsmenn VR til að nýta kosningarétt sinn því það er mikið undir. Kosningar hefjast kl. 9 miðvikudaginn 8. mars og standa til 15. mars. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun