Um „rógburð“ og „ærumeiðingar“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 7. mars 2023 20:01 Samkvæmt Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda til formanns VR, er grein með fyrirsögninni VR eða VG? sem ég skrifaði á sunnudaginn, „rógburður“ og „ærumeiðingar“. Þessi orð lét Elva Hrönn falla í Pallborðinu á Vísi hjá Heimi Má fyrr í dag, þriðjudaginn 7. mars. Það er verulega alvarlegt mál að þegar málflutningi er mótmælt eða bent á (óþægilegar) staðreyndir, sé farið beint í að fleygja fram orðum eins og „ærumeiðingar“ eða „rógburður“ eins og ekkert sé sjálfsagðara. En það verða aðrir að eiga við sig. Ég var vissulega ekki sátt við orð sem Elva Hrönn lét falla í Silfrinu á sunnudaginn en að kalla það „rógburð“ og „ærumeiðingar“, finnst mér heldur langt gengið. Mig langar því til að fara aðeins yfir það sem ég sagði í greininni og gefa lesendum kost á að reyna að finna umræddar „ærumeiðingar“ og „rógburð“ gegn Elvu Hrönn. Rangfærslur og aðdróttanir Greinin hófst á eftirfarandi orðum: „Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars.“ Tilefni þessara orða minna voru fullyrðingar sem Elva Hrönn viðhafði um að Ragnar Þór hefði sjálfur átt sök á töfum við að koma leigufélaginu Blæ á fót, þar sem hann hefði verið illa undirbúin og ekki með fullnægjandi gögn. Nú er það svo að hvorki ég né Elva Hrönn vorum viðstaddar fundina sem hún vísaði í og báðar þurfum við því að hafa vitneskju okkar frá einhverjum sem þar var, en hún vildi ekki gefa upp sína heimildarmenn. VG eða VR? fjallar reyndar mun meira um Ragnar Þór en Elvu, og í henni rek ég hvernig ég frétti reglulega af Blæ á undanförnum árum og fann hvernig Ragnar brann fyrir þessu verkefni, en líka hvernig vonbrigði hans með framvinduna jukust eftir því sem á leið og hvað hann furðaði sig á mótstöðunni sem þetta þarfa verkefni mætti. Ég stend því algjörlega við að hún fór með „rangfærslur og aðdróttanir“. Hitt er svo annað mál að hún gerði það mögulega í góðri trú þannig að kannski ættu ásakanir um „rangfærslur og aðdróttanir“ að snúa að einhverjum öðrum. Vandinn er bara sá að ég hef ekki hugmynd um hver það er og það var Elva Hrönn sem fullyrti þetta sem óvéfengjanlega staðreynd sem „ólyginn sagði henni“. Ég get ekki að því gert að finnast það í besta falli vafasamt í svona baráttu að bera „Gróu á Leiti“ fyrir sig með „ólyginn sagði mér“ fullyrðingum, sem standast enga skoðun ef á reynir. Tengslin við VG Ég tel reyndar blasa við hvaðan Elva Hrönn fékk þessar upplýsingar og rek tengsl og þræði sem liggja í gegnum Vinstri hreyfinguna - Grænt framboð, því eftir því sem ég best veit voru fundirnir vegna Blæs ekki fjölmennir. Ef það að benda á að frambjóðandinn tengist VG sterkum böndum, er „rógburður“ og „ærumeiðingar“, get ég ekki hjálpað henni, nema kannski með því að ráðleggja henni að skipta um flokk. Hitt er svo annað að VG er merkilegur flokkur að vera í fyrir þá sem vilja setja húsnæðismál í forgrunn, því saga þess flokks á því sviði er ekki falleg, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Í raun má segja að hún sé blóði drifinn, og nægir þá að nefna heimilin 15.000 sem VG stóð fyrir því að afhenda bönkunum eftir hrun. Og núna leiðir VG ríkisstjórn sem er að endurtaka leikinn en einn af örfáum sem er að berjast gegn því að þau komist upp með það, er Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður VR. Þar af leiðandi stend ég við þau orð að það væri stórslys ef stefna VG í húsnæðismálum næði einhverju flugi innan verkalýðshreyfingarinnar, og núna er það VR sem er undir. Ég trúi ekki að nokkur vilji að áhrif VG vaxi í VR og hvet félagsmenn VR til að nýta kosningarétt sinn því það er mikið undir. Kosningar hefjast kl. 9 miðvikudaginn 8. mars og standa til 15. mars. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Samkvæmt Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda til formanns VR, er grein með fyrirsögninni VR eða VG? sem ég skrifaði á sunnudaginn, „rógburður“ og „ærumeiðingar“. Þessi orð lét Elva Hrönn falla í Pallborðinu á Vísi hjá Heimi Má fyrr í dag, þriðjudaginn 7. mars. Það er verulega alvarlegt mál að þegar málflutningi er mótmælt eða bent á (óþægilegar) staðreyndir, sé farið beint í að fleygja fram orðum eins og „ærumeiðingar“ eða „rógburður“ eins og ekkert sé sjálfsagðara. En það verða aðrir að eiga við sig. Ég var vissulega ekki sátt við orð sem Elva Hrönn lét falla í Silfrinu á sunnudaginn en að kalla það „rógburð“ og „ærumeiðingar“, finnst mér heldur langt gengið. Mig langar því til að fara aðeins yfir það sem ég sagði í greininni og gefa lesendum kost á að reyna að finna umræddar „ærumeiðingar“ og „rógburð“ gegn Elvu Hrönn. Rangfærslur og aðdróttanir Greinin hófst á eftirfarandi orðum: „Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars.“ Tilefni þessara orða minna voru fullyrðingar sem Elva Hrönn viðhafði um að Ragnar Þór hefði sjálfur átt sök á töfum við að koma leigufélaginu Blæ á fót, þar sem hann hefði verið illa undirbúin og ekki með fullnægjandi gögn. Nú er það svo að hvorki ég né Elva Hrönn vorum viðstaddar fundina sem hún vísaði í og báðar þurfum við því að hafa vitneskju okkar frá einhverjum sem þar var, en hún vildi ekki gefa upp sína heimildarmenn. VG eða VR? fjallar reyndar mun meira um Ragnar Þór en Elvu, og í henni rek ég hvernig ég frétti reglulega af Blæ á undanförnum árum og fann hvernig Ragnar brann fyrir þessu verkefni, en líka hvernig vonbrigði hans með framvinduna jukust eftir því sem á leið og hvað hann furðaði sig á mótstöðunni sem þetta þarfa verkefni mætti. Ég stend því algjörlega við að hún fór með „rangfærslur og aðdróttanir“. Hitt er svo annað mál að hún gerði það mögulega í góðri trú þannig að kannski ættu ásakanir um „rangfærslur og aðdróttanir“ að snúa að einhverjum öðrum. Vandinn er bara sá að ég hef ekki hugmynd um hver það er og það var Elva Hrönn sem fullyrti þetta sem óvéfengjanlega staðreynd sem „ólyginn sagði henni“. Ég get ekki að því gert að finnast það í besta falli vafasamt í svona baráttu að bera „Gróu á Leiti“ fyrir sig með „ólyginn sagði mér“ fullyrðingum, sem standast enga skoðun ef á reynir. Tengslin við VG Ég tel reyndar blasa við hvaðan Elva Hrönn fékk þessar upplýsingar og rek tengsl og þræði sem liggja í gegnum Vinstri hreyfinguna - Grænt framboð, því eftir því sem ég best veit voru fundirnir vegna Blæs ekki fjölmennir. Ef það að benda á að frambjóðandinn tengist VG sterkum böndum, er „rógburður“ og „ærumeiðingar“, get ég ekki hjálpað henni, nema kannski með því að ráðleggja henni að skipta um flokk. Hitt er svo annað að VG er merkilegur flokkur að vera í fyrir þá sem vilja setja húsnæðismál í forgrunn, því saga þess flokks á því sviði er ekki falleg, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Í raun má segja að hún sé blóði drifinn, og nægir þá að nefna heimilin 15.000 sem VG stóð fyrir því að afhenda bönkunum eftir hrun. Og núna leiðir VG ríkisstjórn sem er að endurtaka leikinn en einn af örfáum sem er að berjast gegn því að þau komist upp með það, er Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður VR. Þar af leiðandi stend ég við þau orð að það væri stórslys ef stefna VG í húsnæðismálum næði einhverju flugi innan verkalýðshreyfingarinnar, og núna er það VR sem er undir. Ég trúi ekki að nokkur vilji að áhrif VG vaxi í VR og hvet félagsmenn VR til að nýta kosningarétt sinn því það er mikið undir. Kosningar hefjast kl. 9 miðvikudaginn 8. mars og standa til 15. mars. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun