Bannað að spyrja um eignasölu Bjarna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 7. mars 2023 15:01 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa nú beitt meirihlutavaldi á Alþingi til að banna mér að spyrja forseta Alþingis um greinargerð sem fjallar um sölu Bjarna Benediktssonar á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum einkahlutafélagið Lindarhvol ehf. Greinargerðin var afhent Alþingi árið 2018 og forsætisnefnd hefur tekið sérstaka ákvörðun um að birta hana. Engu að síður situr forseti Alþingis á skjalinu og neitar að afhenda það eða upplýsa hvað kemur þar fram. Fyrirspurn minni var synjað á þeim forsendum að hún varðaði ekki „stjórnsýslu á vegum þingsins“, sbr. 3. mgr. 8. gr. þingskapalaga um fyrirspurnir til forseta. Það er rangt af þremur ástæðum: Í fyrsta lagi er greinargerðin miðpunkturinn í sérstöku stjórnsýslumáli hjá forsætisnefnd sem margsinnis hefur verið fjallað um á fundum nefndarinnar og í bréfum forseta til stjórnvalda. Í öðru lagi liggur fyrir að forsætisnefnd hefur þegar tekið ákvörðun um að veittur skuli aðgangur að skjalinu á grundvelli upplýsingalaga með vísan til þess að gildissvið þeirra taki til stjórnsýslu Alþingis. Sú ákvörðun forsætisnefndar getur ekki byggt á öðru en að skjalið sjálft tilheyri stjórnsýslu Alþingis. Í þriðja lagi kemur orðrétt fram í bréfi sem þáverandi forseti Alþingis sendi stjórn Lindarhvols ehf. 4. júní 2021 að málið væri „til skoðunar hjá forsætisnefnd Alþingis á þeim grundvelli að skjalið sé hluti af stjórnsýslu þess“. Þannig hefur forsætisnefnd sjálf haft skjalið til meðferðar á þeim forsendum að það sé beinlínis hluti af stjórnsýslu Alþingis. Að framansögðu má vera ljóst að fyrirspurnin uppfyllir skilyrði þingskapalaga. Synjun forseta á henni er ólögmæt og afgreiðsla meirihlutans á Alþingi gerræðisleg og setur hættulegt fordæmi. Greinargerðin sem ég spyr um var unnin af embættismanni Alþingis í umboði almennings, fyrir fjármuni almennings og fjallar um sölu á eignum almennings. Eftir stendur spurningin: hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa nú beitt meirihlutavaldi á Alþingi til að banna mér að spyrja forseta Alþingis um greinargerð sem fjallar um sölu Bjarna Benediktssonar á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum einkahlutafélagið Lindarhvol ehf. Greinargerðin var afhent Alþingi árið 2018 og forsætisnefnd hefur tekið sérstaka ákvörðun um að birta hana. Engu að síður situr forseti Alþingis á skjalinu og neitar að afhenda það eða upplýsa hvað kemur þar fram. Fyrirspurn minni var synjað á þeim forsendum að hún varðaði ekki „stjórnsýslu á vegum þingsins“, sbr. 3. mgr. 8. gr. þingskapalaga um fyrirspurnir til forseta. Það er rangt af þremur ástæðum: Í fyrsta lagi er greinargerðin miðpunkturinn í sérstöku stjórnsýslumáli hjá forsætisnefnd sem margsinnis hefur verið fjallað um á fundum nefndarinnar og í bréfum forseta til stjórnvalda. Í öðru lagi liggur fyrir að forsætisnefnd hefur þegar tekið ákvörðun um að veittur skuli aðgangur að skjalinu á grundvelli upplýsingalaga með vísan til þess að gildissvið þeirra taki til stjórnsýslu Alþingis. Sú ákvörðun forsætisnefndar getur ekki byggt á öðru en að skjalið sjálft tilheyri stjórnsýslu Alþingis. Í þriðja lagi kemur orðrétt fram í bréfi sem þáverandi forseti Alþingis sendi stjórn Lindarhvols ehf. 4. júní 2021 að málið væri „til skoðunar hjá forsætisnefnd Alþingis á þeim grundvelli að skjalið sé hluti af stjórnsýslu þess“. Þannig hefur forsætisnefnd sjálf haft skjalið til meðferðar á þeim forsendum að það sé beinlínis hluti af stjórnsýslu Alþingis. Að framansögðu má vera ljóst að fyrirspurnin uppfyllir skilyrði þingskapalaga. Synjun forseta á henni er ólögmæt og afgreiðsla meirihlutans á Alþingi gerræðisleg og setur hættulegt fordæmi. Greinargerðin sem ég spyr um var unnin af embættismanni Alþingis í umboði almennings, fyrir fjármuni almennings og fjallar um sölu á eignum almennings. Eftir stendur spurningin: hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar