Bannað að spyrja um eignasölu Bjarna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 7. mars 2023 15:01 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa nú beitt meirihlutavaldi á Alþingi til að banna mér að spyrja forseta Alþingis um greinargerð sem fjallar um sölu Bjarna Benediktssonar á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum einkahlutafélagið Lindarhvol ehf. Greinargerðin var afhent Alþingi árið 2018 og forsætisnefnd hefur tekið sérstaka ákvörðun um að birta hana. Engu að síður situr forseti Alþingis á skjalinu og neitar að afhenda það eða upplýsa hvað kemur þar fram. Fyrirspurn minni var synjað á þeim forsendum að hún varðaði ekki „stjórnsýslu á vegum þingsins“, sbr. 3. mgr. 8. gr. þingskapalaga um fyrirspurnir til forseta. Það er rangt af þremur ástæðum: Í fyrsta lagi er greinargerðin miðpunkturinn í sérstöku stjórnsýslumáli hjá forsætisnefnd sem margsinnis hefur verið fjallað um á fundum nefndarinnar og í bréfum forseta til stjórnvalda. Í öðru lagi liggur fyrir að forsætisnefnd hefur þegar tekið ákvörðun um að veittur skuli aðgangur að skjalinu á grundvelli upplýsingalaga með vísan til þess að gildissvið þeirra taki til stjórnsýslu Alþingis. Sú ákvörðun forsætisnefndar getur ekki byggt á öðru en að skjalið sjálft tilheyri stjórnsýslu Alþingis. Í þriðja lagi kemur orðrétt fram í bréfi sem þáverandi forseti Alþingis sendi stjórn Lindarhvols ehf. 4. júní 2021 að málið væri „til skoðunar hjá forsætisnefnd Alþingis á þeim grundvelli að skjalið sé hluti af stjórnsýslu þess“. Þannig hefur forsætisnefnd sjálf haft skjalið til meðferðar á þeim forsendum að það sé beinlínis hluti af stjórnsýslu Alþingis. Að framansögðu má vera ljóst að fyrirspurnin uppfyllir skilyrði þingskapalaga. Synjun forseta á henni er ólögmæt og afgreiðsla meirihlutans á Alþingi gerræðisleg og setur hættulegt fordæmi. Greinargerðin sem ég spyr um var unnin af embættismanni Alþingis í umboði almennings, fyrir fjármuni almennings og fjallar um sölu á eignum almennings. Eftir stendur spurningin: hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa nú beitt meirihlutavaldi á Alþingi til að banna mér að spyrja forseta Alþingis um greinargerð sem fjallar um sölu Bjarna Benediktssonar á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum einkahlutafélagið Lindarhvol ehf. Greinargerðin var afhent Alþingi árið 2018 og forsætisnefnd hefur tekið sérstaka ákvörðun um að birta hana. Engu að síður situr forseti Alþingis á skjalinu og neitar að afhenda það eða upplýsa hvað kemur þar fram. Fyrirspurn minni var synjað á þeim forsendum að hún varðaði ekki „stjórnsýslu á vegum þingsins“, sbr. 3. mgr. 8. gr. þingskapalaga um fyrirspurnir til forseta. Það er rangt af þremur ástæðum: Í fyrsta lagi er greinargerðin miðpunkturinn í sérstöku stjórnsýslumáli hjá forsætisnefnd sem margsinnis hefur verið fjallað um á fundum nefndarinnar og í bréfum forseta til stjórnvalda. Í öðru lagi liggur fyrir að forsætisnefnd hefur þegar tekið ákvörðun um að veittur skuli aðgangur að skjalinu á grundvelli upplýsingalaga með vísan til þess að gildissvið þeirra taki til stjórnsýslu Alþingis. Sú ákvörðun forsætisnefndar getur ekki byggt á öðru en að skjalið sjálft tilheyri stjórnsýslu Alþingis. Í þriðja lagi kemur orðrétt fram í bréfi sem þáverandi forseti Alþingis sendi stjórn Lindarhvols ehf. 4. júní 2021 að málið væri „til skoðunar hjá forsætisnefnd Alþingis á þeim grundvelli að skjalið sé hluti af stjórnsýslu þess“. Þannig hefur forsætisnefnd sjálf haft skjalið til meðferðar á þeim forsendum að það sé beinlínis hluti af stjórnsýslu Alþingis. Að framansögðu má vera ljóst að fyrirspurnin uppfyllir skilyrði þingskapalaga. Synjun forseta á henni er ólögmæt og afgreiðsla meirihlutans á Alþingi gerræðisleg og setur hættulegt fordæmi. Greinargerðin sem ég spyr um var unnin af embættismanni Alþingis í umboði almennings, fyrir fjármuni almennings og fjallar um sölu á eignum almennings. Eftir stendur spurningin: hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar