Ráðvilltur ríkisendurskoðandi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. mars 2023 20:01 Undanfarið hefur forseti Alþingis flúið úr einu horni í annað undan þeim sem berjast fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu verði birt. Forseti hefur bágan málstað að verja þar sem allir aðrir forsætisnefndarmenn hafa samþykkt birtingu greinargerðarinnar auk þess sem tvö lögfræðiálit liggja fyrir um að birta skuli greinargerðina. Forseti þingsins hefur í örvæntingu reynt að fella lögfræðiálit sem þingið bað um undir sömu leyndarhyggju og sjálfa greinargerðina. Svo vill til að þingflokkur Miðflokksins bað um lögfræðiálit um birtingu greinargerðarinnar árið 2020. Niðurstaða þess álits er á sömu leið og álitsins sem unnið var fyrir Alþingi, nefnilega að greinargerð setts ríkisendurskoðanda skuli birt. Enginn trúnaður ríkir um álitið sem unnið var fyrir Miðflokkinn. Forseta þingsins hefur borist liðsauki á flóttanum sem er núverandi ríkisendurskoðandi. Nú er það svo að greinarhöfundur og ríkisendurskoðandi eiga tvennt sameiginlegt. Þeir eru ekki löglærðir né eru þeir menntaðir endurskoðendur. Ríkisendurskoðandi hefur haft uppi miklar skoðanir undanfarna daga um lögformlega fleti þess að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Þar hefur hann ítrekað gelt að röngu tré og vitnað til upplýsingalaga. Þingnefndir og þingmenn krefjast upplýsinga í krafti stjórnarskrárinnar og laga um þingsköp. Það er athyglisvert að núverandi ríkisendurskoðandi skuli blanda sér í lögfræðileg álitaefni nú ekki síst í ljósi þess sem segir í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðandans um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar segir svo á bls. 3: „Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum,“ Svo virðist sem ríkisendurskoðandi hafi gleymt þessum augljósu staðreyndum þrátt fyrir að Íslandsbankaskýrslan sé einungis nokkurra vikna gömul. Ríkisendurskoðandi er þó fráleitt sá eini sem misst hefur minnið þegar fjallað er um málefni Lindarhvols. Ríkisendurskoðandi hefur auk þess minnst á að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi verið ,,áframsend” til Alþingis. Annað hvort veit hann ekki betur eða hann fer vísvitandi með rangt mál. Ríkisendurskoðandi er þingkjörinn embættismaður og starfar í umboði þingsins. Það er ekki meðal verkefna hans að stýra störfum þingsins eða hafa áhrif á meðferð þingsins á þeim erindum sem ríkisendurskoðandi sendir Alþingi eða hafa uppi stórar skoðanir á athöfnum þingsins í einstaka málum. Þegar verkefni setts ríkisendurskoðanda ad hoc Sigurðar Þórðarsonar voru frá honum tekin árið 2018 sendi hann greinargerð um störf sín til: Forseta Alþingis (sem setti hann), Ríkisendurskoðunar, Fjármálaráðherra, Umboðsmanns Alþingis, Seðlabanka Íslands og stjórnar Lindarhvols. Forseti Alþingis tók við greinargerðinni fyrir hönd Alþingis, alls Alþingis. Greinargerðin var þannig ekki einka lettersbréf til Forseta þingsins og móttaka hans á erindinu var í nafni Alþingis. Forseti þingsins hefur ekki það hlutverk að ritrýna greinargerðir sem berast Alþingi. Slíkar greinargerðir eiga eina leið innan þings. Þær fara til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til lögformlegrar yfirferðar og afgreiðslu. Þetta væri ríkisendurskoðanda hollt að gaumgæfa og þó maður hafi nokkra samúð með því að hann reyni að koma forseta þingsins til hjálpar í vonlítilli stöðu þá er það einfaldlega ekki hlutverk ríkisendurskoðanda. Honum er hins vegar í lófa lagið líkt og forseta þingsins að senda greinargerð setts ríkisendurskoðanda í sextíu og þremur eintökum í pósthólf Alþingismanna. Forveri ríkisendurskoðanda gerði lítið úr starfi setts ríkisendurskoðanda ad hoc opinberlega vitandi að settur gæti illa borið hönd fyrir höfuð sér. Það er ekki til eftirbreytni. Ríkisendurskoðanda líkt og öllum öðrum væri einnig hollt að bera saman vitnisburð í Héraðsdómi um Lindarhvol nýlega við blaðsíðu þá í skýrslu embættisins frá árinu 2020 hvar fjallað er um sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka hf. Það er eins og að bera saman svart og hvítt. Ríkisendurskoðandi er hins vegar á algerum villigötum þegar hann reynir óumbeðinn að veita lögfræðiálit á einstöku álitaefnum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Alþingi Miðflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur forseti Alþingis flúið úr einu horni í annað undan þeim sem berjast fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu verði birt. Forseti hefur bágan málstað að verja þar sem allir aðrir forsætisnefndarmenn hafa samþykkt birtingu greinargerðarinnar auk þess sem tvö lögfræðiálit liggja fyrir um að birta skuli greinargerðina. Forseti þingsins hefur í örvæntingu reynt að fella lögfræðiálit sem þingið bað um undir sömu leyndarhyggju og sjálfa greinargerðina. Svo vill til að þingflokkur Miðflokksins bað um lögfræðiálit um birtingu greinargerðarinnar árið 2020. Niðurstaða þess álits er á sömu leið og álitsins sem unnið var fyrir Alþingi, nefnilega að greinargerð setts ríkisendurskoðanda skuli birt. Enginn trúnaður ríkir um álitið sem unnið var fyrir Miðflokkinn. Forseta þingsins hefur borist liðsauki á flóttanum sem er núverandi ríkisendurskoðandi. Nú er það svo að greinarhöfundur og ríkisendurskoðandi eiga tvennt sameiginlegt. Þeir eru ekki löglærðir né eru þeir menntaðir endurskoðendur. Ríkisendurskoðandi hefur haft uppi miklar skoðanir undanfarna daga um lögformlega fleti þess að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Þar hefur hann ítrekað gelt að röngu tré og vitnað til upplýsingalaga. Þingnefndir og þingmenn krefjast upplýsinga í krafti stjórnarskrárinnar og laga um þingsköp. Það er athyglisvert að núverandi ríkisendurskoðandi skuli blanda sér í lögfræðileg álitaefni nú ekki síst í ljósi þess sem segir í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðandans um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar segir svo á bls. 3: „Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum,“ Svo virðist sem ríkisendurskoðandi hafi gleymt þessum augljósu staðreyndum þrátt fyrir að Íslandsbankaskýrslan sé einungis nokkurra vikna gömul. Ríkisendurskoðandi er þó fráleitt sá eini sem misst hefur minnið þegar fjallað er um málefni Lindarhvols. Ríkisendurskoðandi hefur auk þess minnst á að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi verið ,,áframsend” til Alþingis. Annað hvort veit hann ekki betur eða hann fer vísvitandi með rangt mál. Ríkisendurskoðandi er þingkjörinn embættismaður og starfar í umboði þingsins. Það er ekki meðal verkefna hans að stýra störfum þingsins eða hafa áhrif á meðferð þingsins á þeim erindum sem ríkisendurskoðandi sendir Alþingi eða hafa uppi stórar skoðanir á athöfnum þingsins í einstaka málum. Þegar verkefni setts ríkisendurskoðanda ad hoc Sigurðar Þórðarsonar voru frá honum tekin árið 2018 sendi hann greinargerð um störf sín til: Forseta Alþingis (sem setti hann), Ríkisendurskoðunar, Fjármálaráðherra, Umboðsmanns Alþingis, Seðlabanka Íslands og stjórnar Lindarhvols. Forseti Alþingis tók við greinargerðinni fyrir hönd Alþingis, alls Alþingis. Greinargerðin var þannig ekki einka lettersbréf til Forseta þingsins og móttaka hans á erindinu var í nafni Alþingis. Forseti þingsins hefur ekki það hlutverk að ritrýna greinargerðir sem berast Alþingi. Slíkar greinargerðir eiga eina leið innan þings. Þær fara til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til lögformlegrar yfirferðar og afgreiðslu. Þetta væri ríkisendurskoðanda hollt að gaumgæfa og þó maður hafi nokkra samúð með því að hann reyni að koma forseta þingsins til hjálpar í vonlítilli stöðu þá er það einfaldlega ekki hlutverk ríkisendurskoðanda. Honum er hins vegar í lófa lagið líkt og forseta þingsins að senda greinargerð setts ríkisendurskoðanda í sextíu og þremur eintökum í pósthólf Alþingismanna. Forveri ríkisendurskoðanda gerði lítið úr starfi setts ríkisendurskoðanda ad hoc opinberlega vitandi að settur gæti illa borið hönd fyrir höfuð sér. Það er ekki til eftirbreytni. Ríkisendurskoðanda líkt og öllum öðrum væri einnig hollt að bera saman vitnisburð í Héraðsdómi um Lindarhvol nýlega við blaðsíðu þá í skýrslu embættisins frá árinu 2020 hvar fjallað er um sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka hf. Það er eins og að bera saman svart og hvítt. Ríkisendurskoðandi er hins vegar á algerum villigötum þegar hann reynir óumbeðinn að veita lögfræðiálit á einstöku álitaefnum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun