Ryðjum menntabrautina Hrönn Stefánsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 09:32 Á Íslandi hefur hugmyndin um jafnrétti til náms verið til grundvallar í menntakerfinu. Enda er jafn réttur til náms ein besta leiðin til að jafna stöðu þegna í þjóðfélaginu. Margt hefur verið gert í íslensku þjóðfélagi til að tryggja þennan rétt til dæmis með því að hafa hófstillt skólagjöld í háskóla og með því að veita nemendum aðgang að námslánum. Þannig hafa allir hópar þjóðfélagsins aðgang að námi og má því segja að í raun sé Ísland land tækifæranna. En er jafnrétti til náms á Íslandi fyrir alla? Fatlaðir nemendur, langveikir og aðrir sem þurfa sérúrræði í námi er hópur sem stundum á erfitt með að sækja rétt sinn til þess að geta stundað nám. Samkvæmt lögum á að veita nemendum sem af einhverjum ástæðum geta ekki stundað nám sitt sérúrræði til þess að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem eru á vegi nemandans, til dæmis með viðeigandi aðlögun. Viðeigandi aðlögun felur það í sér að gerðar eru lagfæringar eða breytingar sem tryggja að fatlað fólk geti notið eða nýtt sér það úrræði sem um ræðir. Í þessu getur falist breytingar á aðgengi að húsnæði sem tryggir í því að nemendur komist um byggingar en það sem er ekki síður mikilvægt er að aðlaga námið að þörfum allra nemenda. Oft eru það ekki miklar lagfæringar sem þarf að gera á námi eða námsaðstæðum til að gera það aðgengilegt og það er mismunandi eftir hverjum og einum nemanda og fötlun hans hvað þarf að gera til að auka möguleika hans til náms. Fyrir sum er sveigjanlegur námstími, meiri aðgangur að fjarkennslu, lengri próftími eða aðgangur að hljóðbókum nóg til þess að nemandi geti nýtt sér þau námstækifæri sem boðið er upp á og lokið námi sínu á farsælan hátt. Það er hagur þjóðfélagsins að menntunarstig sé hátt og að allir einstaklingar fái notið hæfileika sinna til fulls. Því er það grundvallaratriði að lögð sé áhersla að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem valda því að sumir nemendur sem hafa fulla getu til að stunda nám, ef aðeins væri tekið tillit til þarfa þeirra, falli burtu úr námi vegna skorts á viðeigandi aðlögun. Háskólar vinna stöðugt betra starf að því að koma til móts við alla nemendur en því miður er það enn svo að það er torsóttara fyrir suma nemendur en aðra að fá þessa aðlögun. Sá hópur sem virðist helst eiga erfitt með að fá þau úrræði sem þeir þarfnast eru nemendur sem eru með ósýnilegar fatlanir eins og til dæmis fólk með gigt eða annan stoðkerfisvanda, geðraskanir eða aðra sjúkdóma sem sjást ekki utan á fólki og geta verið sveiflukenndir þannig að sumir dagar eru betri en aðrir. Þessir nemendur lenda jafnvel í því að þeir fá neitun um þá hjálp sem þeir eiga rétt á þrátt fyrir að vera með tilheyrandi læknisvottorð. Mikilvægt er að ryðja þessum hindrunum úr vegi til að ryðja menntabrautina fyrir alla nemendur. Með því tryggjum við að hæfileikar allra fái notið sín til fulls. Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur hugmyndin um jafnrétti til náms verið til grundvallar í menntakerfinu. Enda er jafn réttur til náms ein besta leiðin til að jafna stöðu þegna í þjóðfélaginu. Margt hefur verið gert í íslensku þjóðfélagi til að tryggja þennan rétt til dæmis með því að hafa hófstillt skólagjöld í háskóla og með því að veita nemendum aðgang að námslánum. Þannig hafa allir hópar þjóðfélagsins aðgang að námi og má því segja að í raun sé Ísland land tækifæranna. En er jafnrétti til náms á Íslandi fyrir alla? Fatlaðir nemendur, langveikir og aðrir sem þurfa sérúrræði í námi er hópur sem stundum á erfitt með að sækja rétt sinn til þess að geta stundað nám. Samkvæmt lögum á að veita nemendum sem af einhverjum ástæðum geta ekki stundað nám sitt sérúrræði til þess að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem eru á vegi nemandans, til dæmis með viðeigandi aðlögun. Viðeigandi aðlögun felur það í sér að gerðar eru lagfæringar eða breytingar sem tryggja að fatlað fólk geti notið eða nýtt sér það úrræði sem um ræðir. Í þessu getur falist breytingar á aðgengi að húsnæði sem tryggir í því að nemendur komist um byggingar en það sem er ekki síður mikilvægt er að aðlaga námið að þörfum allra nemenda. Oft eru það ekki miklar lagfæringar sem þarf að gera á námi eða námsaðstæðum til að gera það aðgengilegt og það er mismunandi eftir hverjum og einum nemanda og fötlun hans hvað þarf að gera til að auka möguleika hans til náms. Fyrir sum er sveigjanlegur námstími, meiri aðgangur að fjarkennslu, lengri próftími eða aðgangur að hljóðbókum nóg til þess að nemandi geti nýtt sér þau námstækifæri sem boðið er upp á og lokið námi sínu á farsælan hátt. Það er hagur þjóðfélagsins að menntunarstig sé hátt og að allir einstaklingar fái notið hæfileika sinna til fulls. Því er það grundvallaratriði að lögð sé áhersla að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem valda því að sumir nemendur sem hafa fulla getu til að stunda nám, ef aðeins væri tekið tillit til þarfa þeirra, falli burtu úr námi vegna skorts á viðeigandi aðlögun. Háskólar vinna stöðugt betra starf að því að koma til móts við alla nemendur en því miður er það enn svo að það er torsóttara fyrir suma nemendur en aðra að fá þessa aðlögun. Sá hópur sem virðist helst eiga erfitt með að fá þau úrræði sem þeir þarfnast eru nemendur sem eru með ósýnilegar fatlanir eins og til dæmis fólk með gigt eða annan stoðkerfisvanda, geðraskanir eða aðra sjúkdóma sem sjást ekki utan á fólki og geta verið sveiflukenndir þannig að sumir dagar eru betri en aðrir. Þessir nemendur lenda jafnvel í því að þeir fá neitun um þá hjálp sem þeir eiga rétt á þrátt fyrir að vera með tilheyrandi læknisvottorð. Mikilvægt er að ryðja þessum hindrunum úr vegi til að ryðja menntabrautina fyrir alla nemendur. Með því tryggjum við að hæfileikar allra fái notið sín til fulls. Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun