Veðrið stríðir skíðaþyrstum fjölskyldum í miðju vetrarfríi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. febrúar 2023 15:00 Veturinn hefur ekki verið sá besti fyrir skíðafólk landsins. Vísir/Vilhelm Tvö vinsælustu skíðasvæði landsins eru lokuð í dag vegna veðurs á sama tíma og flestar fjölskyldur landsins eru í vetrarfríi en mikil hlýindi eru á landinu öllu. Forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir lægðirnar hafa verið fullmargar það sem af er ári. Rekstrarstjóri skíðasvæða Bláfjalla segir veturinn hafa verið svakalegan. Báðir eru þó bjartsýnir, ekki síst fyrir páskana. Fjölmargar fjölskyldur eru á ferðinni þessa dagana þar sem vetrafrí eru í flestum skólum landsins. Þeir sem ætluðu á skíði um helgina hafa þó eflaust orðið fyrir vonbrigðum þar sem loka þurfti skíðasvæðum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir fimmtudag og föstudag hafa verið frábæra daga en í gær hafi staðan versnað. Fyrir hádegi í fór vindurinn upp í allt að 25 metra á sekúndu í hviðum samhliða hlýindum. „Það er búið að vera mikið af lægðum undanfarinn mánuð og það er bara áframhald á því virðist vera, í dag alla vega. Það er hiti í kortunum út þessa viku sýnist mér en svo á að koma frost til okkar svona á föstudag eða laugardag í næstu viku, sýnist mér alla vega á núverandi spám,“ segir Brynjar. Meðan hlýtt er í veðri og mikill vindur skili það litlu að framleiða snjó og best sé að leyfa brekkunum alveg að vera þangað til að aðstæður verða betri. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu enn sem komið er, ef að þetta snýst í frost og ofankomu þá er það fljótt að vinna með okkur,“ segir Brynjar. Hvað veturinn í heild varðar hafi hann byrjað vel, desember og janúar hafi verið góðir en þegar á leið hafi veður tekið að versna. „Það eru búnir að vera mjög góðir dagar, og góðar vikur, en svo erum við aftur á móti búin að lenda í því að fá svona heldur marga daga í hverri viku þar sem við erum að fá lægðir. En við krossum fingur, þetta hlýtur að fara að róast núna þegar líður á mars,“ segir Brynjar. Páskarnir eru á næsta leiti og skíðasvæðin vinsæll áfangastaður á þeim tíma. „Ég hef engar áhyggjur af páskunum, ég held að það verði bara frábær vika þá og aðstæður verði bara mjög góðar. Það er alla vega það sem ég er að vona í dag og er nokkuð bjartsýnn á það náist,“ segir Brynjar. Svakalegur vetur í Bláfjöllum Staðan er svipuð í Bláfjöllum en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins þar, segir þau hafa þurft að loka á fimmtudag og hefur verið lokað síðan. Í morgun hafi verið svartaþoka og svæðið ekki upp á sitt besta. „Þetta er blautt núna, rigning, rok og hiti. Það eru ekki uppáhalds orð skíðasvæðanna. En fjallið lítur betur út heldur en maður þorði að vona þannig við erum bara klárir í þetta um leið og þessi hitabylgja hættir,“ segir Einar. Veturinn hafi ekki verið sá blíðasti, svo vægt sé til orða tekið, en þau náðu ekki að opna skíðasvæðið í vetur fyrr en í lok desember sökum snjóleysis. „Þetta er búið að vera svakalegt. Við héldum að veturinn í fyrra hefði verið sá alversti en þessi er búinn að vera ótrúlegur líka. En svona er þetta bara,“ segir Einar. Hann kveðst bjartsýnn á að þeim takist að hafa opið yfir stóra daga sem eru fram undan, þar á meðal páskana. „Við efumst það ekki í eina mínútu. Þetta á eftir að vera frábær mars og enn þá betri apríl,“ segir Einar. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, annars þarf maður að leita sér að vinnu á milli níu og fimm.“ Skíðasvæði Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Fjölmargar fjölskyldur eru á ferðinni þessa dagana þar sem vetrafrí eru í flestum skólum landsins. Þeir sem ætluðu á skíði um helgina hafa þó eflaust orðið fyrir vonbrigðum þar sem loka þurfti skíðasvæðum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir fimmtudag og föstudag hafa verið frábæra daga en í gær hafi staðan versnað. Fyrir hádegi í fór vindurinn upp í allt að 25 metra á sekúndu í hviðum samhliða hlýindum. „Það er búið að vera mikið af lægðum undanfarinn mánuð og það er bara áframhald á því virðist vera, í dag alla vega. Það er hiti í kortunum út þessa viku sýnist mér en svo á að koma frost til okkar svona á föstudag eða laugardag í næstu viku, sýnist mér alla vega á núverandi spám,“ segir Brynjar. Meðan hlýtt er í veðri og mikill vindur skili það litlu að framleiða snjó og best sé að leyfa brekkunum alveg að vera þangað til að aðstæður verða betri. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu enn sem komið er, ef að þetta snýst í frost og ofankomu þá er það fljótt að vinna með okkur,“ segir Brynjar. Hvað veturinn í heild varðar hafi hann byrjað vel, desember og janúar hafi verið góðir en þegar á leið hafi veður tekið að versna. „Það eru búnir að vera mjög góðir dagar, og góðar vikur, en svo erum við aftur á móti búin að lenda í því að fá svona heldur marga daga í hverri viku þar sem við erum að fá lægðir. En við krossum fingur, þetta hlýtur að fara að róast núna þegar líður á mars,“ segir Brynjar. Páskarnir eru á næsta leiti og skíðasvæðin vinsæll áfangastaður á þeim tíma. „Ég hef engar áhyggjur af páskunum, ég held að það verði bara frábær vika þá og aðstæður verði bara mjög góðar. Það er alla vega það sem ég er að vona í dag og er nokkuð bjartsýnn á það náist,“ segir Brynjar. Svakalegur vetur í Bláfjöllum Staðan er svipuð í Bláfjöllum en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins þar, segir þau hafa þurft að loka á fimmtudag og hefur verið lokað síðan. Í morgun hafi verið svartaþoka og svæðið ekki upp á sitt besta. „Þetta er blautt núna, rigning, rok og hiti. Það eru ekki uppáhalds orð skíðasvæðanna. En fjallið lítur betur út heldur en maður þorði að vona þannig við erum bara klárir í þetta um leið og þessi hitabylgja hættir,“ segir Einar. Veturinn hafi ekki verið sá blíðasti, svo vægt sé til orða tekið, en þau náðu ekki að opna skíðasvæðið í vetur fyrr en í lok desember sökum snjóleysis. „Þetta er búið að vera svakalegt. Við héldum að veturinn í fyrra hefði verið sá alversti en þessi er búinn að vera ótrúlegur líka. En svona er þetta bara,“ segir Einar. Hann kveðst bjartsýnn á að þeim takist að hafa opið yfir stóra daga sem eru fram undan, þar á meðal páskana. „Við efumst það ekki í eina mínútu. Þetta á eftir að vera frábær mars og enn þá betri apríl,“ segir Einar. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, annars þarf maður að leita sér að vinnu á milli níu og fimm.“
Skíðasvæði Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira