Veðrið stríðir skíðaþyrstum fjölskyldum í miðju vetrarfríi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. febrúar 2023 15:00 Veturinn hefur ekki verið sá besti fyrir skíðafólk landsins. Vísir/Vilhelm Tvö vinsælustu skíðasvæði landsins eru lokuð í dag vegna veðurs á sama tíma og flestar fjölskyldur landsins eru í vetrarfríi en mikil hlýindi eru á landinu öllu. Forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir lægðirnar hafa verið fullmargar það sem af er ári. Rekstrarstjóri skíðasvæða Bláfjalla segir veturinn hafa verið svakalegan. Báðir eru þó bjartsýnir, ekki síst fyrir páskana. Fjölmargar fjölskyldur eru á ferðinni þessa dagana þar sem vetrafrí eru í flestum skólum landsins. Þeir sem ætluðu á skíði um helgina hafa þó eflaust orðið fyrir vonbrigðum þar sem loka þurfti skíðasvæðum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir fimmtudag og föstudag hafa verið frábæra daga en í gær hafi staðan versnað. Fyrir hádegi í fór vindurinn upp í allt að 25 metra á sekúndu í hviðum samhliða hlýindum. „Það er búið að vera mikið af lægðum undanfarinn mánuð og það er bara áframhald á því virðist vera, í dag alla vega. Það er hiti í kortunum út þessa viku sýnist mér en svo á að koma frost til okkar svona á föstudag eða laugardag í næstu viku, sýnist mér alla vega á núverandi spám,“ segir Brynjar. Meðan hlýtt er í veðri og mikill vindur skili það litlu að framleiða snjó og best sé að leyfa brekkunum alveg að vera þangað til að aðstæður verða betri. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu enn sem komið er, ef að þetta snýst í frost og ofankomu þá er það fljótt að vinna með okkur,“ segir Brynjar. Hvað veturinn í heild varðar hafi hann byrjað vel, desember og janúar hafi verið góðir en þegar á leið hafi veður tekið að versna. „Það eru búnir að vera mjög góðir dagar, og góðar vikur, en svo erum við aftur á móti búin að lenda í því að fá svona heldur marga daga í hverri viku þar sem við erum að fá lægðir. En við krossum fingur, þetta hlýtur að fara að róast núna þegar líður á mars,“ segir Brynjar. Páskarnir eru á næsta leiti og skíðasvæðin vinsæll áfangastaður á þeim tíma. „Ég hef engar áhyggjur af páskunum, ég held að það verði bara frábær vika þá og aðstæður verði bara mjög góðar. Það er alla vega það sem ég er að vona í dag og er nokkuð bjartsýnn á það náist,“ segir Brynjar. Svakalegur vetur í Bláfjöllum Staðan er svipuð í Bláfjöllum en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins þar, segir þau hafa þurft að loka á fimmtudag og hefur verið lokað síðan. Í morgun hafi verið svartaþoka og svæðið ekki upp á sitt besta. „Þetta er blautt núna, rigning, rok og hiti. Það eru ekki uppáhalds orð skíðasvæðanna. En fjallið lítur betur út heldur en maður þorði að vona þannig við erum bara klárir í þetta um leið og þessi hitabylgja hættir,“ segir Einar. Veturinn hafi ekki verið sá blíðasti, svo vægt sé til orða tekið, en þau náðu ekki að opna skíðasvæðið í vetur fyrr en í lok desember sökum snjóleysis. „Þetta er búið að vera svakalegt. Við héldum að veturinn í fyrra hefði verið sá alversti en þessi er búinn að vera ótrúlegur líka. En svona er þetta bara,“ segir Einar. Hann kveðst bjartsýnn á að þeim takist að hafa opið yfir stóra daga sem eru fram undan, þar á meðal páskana. „Við efumst það ekki í eina mínútu. Þetta á eftir að vera frábær mars og enn þá betri apríl,“ segir Einar. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, annars þarf maður að leita sér að vinnu á milli níu og fimm.“ Skíðasvæði Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Fjölmargar fjölskyldur eru á ferðinni þessa dagana þar sem vetrafrí eru í flestum skólum landsins. Þeir sem ætluðu á skíði um helgina hafa þó eflaust orðið fyrir vonbrigðum þar sem loka þurfti skíðasvæðum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir fimmtudag og föstudag hafa verið frábæra daga en í gær hafi staðan versnað. Fyrir hádegi í fór vindurinn upp í allt að 25 metra á sekúndu í hviðum samhliða hlýindum. „Það er búið að vera mikið af lægðum undanfarinn mánuð og það er bara áframhald á því virðist vera, í dag alla vega. Það er hiti í kortunum út þessa viku sýnist mér en svo á að koma frost til okkar svona á föstudag eða laugardag í næstu viku, sýnist mér alla vega á núverandi spám,“ segir Brynjar. Meðan hlýtt er í veðri og mikill vindur skili það litlu að framleiða snjó og best sé að leyfa brekkunum alveg að vera þangað til að aðstæður verða betri. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu enn sem komið er, ef að þetta snýst í frost og ofankomu þá er það fljótt að vinna með okkur,“ segir Brynjar. Hvað veturinn í heild varðar hafi hann byrjað vel, desember og janúar hafi verið góðir en þegar á leið hafi veður tekið að versna. „Það eru búnir að vera mjög góðir dagar, og góðar vikur, en svo erum við aftur á móti búin að lenda í því að fá svona heldur marga daga í hverri viku þar sem við erum að fá lægðir. En við krossum fingur, þetta hlýtur að fara að róast núna þegar líður á mars,“ segir Brynjar. Páskarnir eru á næsta leiti og skíðasvæðin vinsæll áfangastaður á þeim tíma. „Ég hef engar áhyggjur af páskunum, ég held að það verði bara frábær vika þá og aðstæður verði bara mjög góðar. Það er alla vega það sem ég er að vona í dag og er nokkuð bjartsýnn á það náist,“ segir Brynjar. Svakalegur vetur í Bláfjöllum Staðan er svipuð í Bláfjöllum en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins þar, segir þau hafa þurft að loka á fimmtudag og hefur verið lokað síðan. Í morgun hafi verið svartaþoka og svæðið ekki upp á sitt besta. „Þetta er blautt núna, rigning, rok og hiti. Það eru ekki uppáhalds orð skíðasvæðanna. En fjallið lítur betur út heldur en maður þorði að vona þannig við erum bara klárir í þetta um leið og þessi hitabylgja hættir,“ segir Einar. Veturinn hafi ekki verið sá blíðasti, svo vægt sé til orða tekið, en þau náðu ekki að opna skíðasvæðið í vetur fyrr en í lok desember sökum snjóleysis. „Þetta er búið að vera svakalegt. Við héldum að veturinn í fyrra hefði verið sá alversti en þessi er búinn að vera ótrúlegur líka. En svona er þetta bara,“ segir Einar. Hann kveðst bjartsýnn á að þeim takist að hafa opið yfir stóra daga sem eru fram undan, þar á meðal páskana. „Við efumst það ekki í eina mínútu. Þetta á eftir að vera frábær mars og enn þá betri apríl,“ segir Einar. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, annars þarf maður að leita sér að vinnu á milli níu og fimm.“
Skíðasvæði Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira