Hvers vegna þessi magnaði samgöngusáttmáli? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. febrúar 2023 08:00 Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn. Svo slæddust félagar hennar, sem eftir eru í Kraganum, með hver á eftir öðrum og reyndu að halda í við glyminn, í tilraun til að grafa undan samkomulaginu sem forverar þeirra og formaður Sjálfstæðisflokksins undirrituðu. Bæjarstjórinn minn er einn af þeim sem var kallaður til í umræðuna í vikunni. Ég lagði við hlustir því hann er ekki alveg eins hávaðasamur og aðrir félagar hans. Þar sem að hann er nokkuð hófstilltari var ég spennt að heyra hans málflutning til að skilja út á hvað hávaðinn gengur. En því miður þá varð ég engu nær. Það er talað um að taka upp sáttmálann en engum er ljóst hvaða markmiði það á að gegna. Hverju á að ná fram? Hverju á að breyta? Svör við því hef ég enn ekki komið auga á. Af hverju samgöngusáttmáli? Samgöngusáttmálinn er sameiginlegt mál allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann er merkilegur sáttmáli á sama tíma og hann er mjög mikilvægur fyrir samfélagið allt. Og já hann kostar. Um það verðum við að vera meðvituð. Það gefast klárlega tækifæri til þess að leysa einstaka mál með hagkvæmari og jafnvel einfaldari hætti. En hvort um það náist einhver samstaða er svo allt annað mál. Sjálf er ég til að mynda hrifin af því að endurskoða pælingar um afar kostnaðarsama stokka og þess í stað horft til þess sem kallað er lok eða vistlok, þar sem hægt er. Það yrði til að mynda ódýrari leið fyrir okkur í Garðabænum. Sú framkvæmd yrði líka einfaldari og myndi líklega flýta framkvæmdum verulega. Fjórar mikilvægar röksemdir með sáttmálanum Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að pólitíkin þvert á allt höfuðborgarsvæðið og á þingi hafi komist að slíku samkomulagi, þar sem verkefni ríkis og sveitarfélaga eru tvinnuð saman svo út megi koma heildstæð framkvæmd sem leiðir af sér hágæða almenningssamgöngur og bættar samgöngur fyrir alla. Í öðru lagi er samgöngusáttmáli afar mikilvægur til þess að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru og birtast okkur nú, þegar þegar kemur að mengun og losun. Mengun vegna aukinnar bílnotkunar hefur þar mikil áhrif og til þess að draga úr þeim þætti þurfum við að nýta almenningssamgöngur í töluvert meiri mæli en við gerum í dag. Það gerum við með því að gera almenningssamgöngur að meira aðlaðandi ferðakosti með tíðari ferðum og bættu aðgengi. Um það snýst sáttmálinn. Í þriðja lagi er það bláköld staðreynd að við höfum takmarkað landrými til framtíðar. Í stóra samhenginu er það ein mikilvægasta ástæða þess að höfuðborgarsvæðið taki höndum saman og sameinist um þá vegferð að bæta og gefa í þegar kemur að almenningssamgöngum. Í fjórða lagi og alls ekki því sísta, þá er lýðheilsa stór þáttur sem við verðum að taka betur inn í allar ákvarðanir sem snúa að lífsskilyrðum fólks. Lýðheilsa og alvöru valkostur íbúa til að kjósa bíllausan og lýðheilsusamlegan lífsstíl þegar kemur að samgöngum er krafa nútímans og framtíðarinnar. Fyrir utan þann mikla þjóðhagslega ábata sem bættar almenningssamgöngur hafa fyrir samfélagið allt og ekki síst notendur almenningssamgangna sem áætlaður hefur verið vel yfir 100 milljarða á virði ársins 2020. Af hverju er ekki talað um mikilvægi verkefnisins? Eina sem ég heyri úr horni Sjálfstæðismanna er að framkvæmdin kosti og að einhverjum verkefnum, sem er í vinnslu, sé ekki lokið. Ég heyri ekkert um hvaða breytingum þau vilja ná fram eða hvað annað þau vilji gera. Ég heyri ekkert um mikilvægi verkefnisins, áhrifa þess eða snefil af framtíðarsýn er varðar almenningssamgöngur sem virka til framtíðar. Ég veit hins vegar að það eru afar skiptar skoðanir um almenningssamgöngur og það pláss sem þeim er ætlað í þessum góða og mikilvæga samgöngusáttmála meðal flokksfélaga þessara kjörinna fulltrúa. Kannski á hávaðinn rætur sínar fyrst og fremst í þeim hópi og mögulega er honum fyrst og fremst ætlað að hreyfa við þeim félögum sem vilja standa vörð um kyrrstöðu, einkabílinn og enn meiri tafir í umferðinni. Ekki öfundsvert, hlutskiptið það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Samgöngur Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn. Svo slæddust félagar hennar, sem eftir eru í Kraganum, með hver á eftir öðrum og reyndu að halda í við glyminn, í tilraun til að grafa undan samkomulaginu sem forverar þeirra og formaður Sjálfstæðisflokksins undirrituðu. Bæjarstjórinn minn er einn af þeim sem var kallaður til í umræðuna í vikunni. Ég lagði við hlustir því hann er ekki alveg eins hávaðasamur og aðrir félagar hans. Þar sem að hann er nokkuð hófstilltari var ég spennt að heyra hans málflutning til að skilja út á hvað hávaðinn gengur. En því miður þá varð ég engu nær. Það er talað um að taka upp sáttmálann en engum er ljóst hvaða markmiði það á að gegna. Hverju á að ná fram? Hverju á að breyta? Svör við því hef ég enn ekki komið auga á. Af hverju samgöngusáttmáli? Samgöngusáttmálinn er sameiginlegt mál allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann er merkilegur sáttmáli á sama tíma og hann er mjög mikilvægur fyrir samfélagið allt. Og já hann kostar. Um það verðum við að vera meðvituð. Það gefast klárlega tækifæri til þess að leysa einstaka mál með hagkvæmari og jafnvel einfaldari hætti. En hvort um það náist einhver samstaða er svo allt annað mál. Sjálf er ég til að mynda hrifin af því að endurskoða pælingar um afar kostnaðarsama stokka og þess í stað horft til þess sem kallað er lok eða vistlok, þar sem hægt er. Það yrði til að mynda ódýrari leið fyrir okkur í Garðabænum. Sú framkvæmd yrði líka einfaldari og myndi líklega flýta framkvæmdum verulega. Fjórar mikilvægar röksemdir með sáttmálanum Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að pólitíkin þvert á allt höfuðborgarsvæðið og á þingi hafi komist að slíku samkomulagi, þar sem verkefni ríkis og sveitarfélaga eru tvinnuð saman svo út megi koma heildstæð framkvæmd sem leiðir af sér hágæða almenningssamgöngur og bættar samgöngur fyrir alla. Í öðru lagi er samgöngusáttmáli afar mikilvægur til þess að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru og birtast okkur nú, þegar þegar kemur að mengun og losun. Mengun vegna aukinnar bílnotkunar hefur þar mikil áhrif og til þess að draga úr þeim þætti þurfum við að nýta almenningssamgöngur í töluvert meiri mæli en við gerum í dag. Það gerum við með því að gera almenningssamgöngur að meira aðlaðandi ferðakosti með tíðari ferðum og bættu aðgengi. Um það snýst sáttmálinn. Í þriðja lagi er það bláköld staðreynd að við höfum takmarkað landrými til framtíðar. Í stóra samhenginu er það ein mikilvægasta ástæða þess að höfuðborgarsvæðið taki höndum saman og sameinist um þá vegferð að bæta og gefa í þegar kemur að almenningssamgöngum. Í fjórða lagi og alls ekki því sísta, þá er lýðheilsa stór þáttur sem við verðum að taka betur inn í allar ákvarðanir sem snúa að lífsskilyrðum fólks. Lýðheilsa og alvöru valkostur íbúa til að kjósa bíllausan og lýðheilsusamlegan lífsstíl þegar kemur að samgöngum er krafa nútímans og framtíðarinnar. Fyrir utan þann mikla þjóðhagslega ábata sem bættar almenningssamgöngur hafa fyrir samfélagið allt og ekki síst notendur almenningssamgangna sem áætlaður hefur verið vel yfir 100 milljarða á virði ársins 2020. Af hverju er ekki talað um mikilvægi verkefnisins? Eina sem ég heyri úr horni Sjálfstæðismanna er að framkvæmdin kosti og að einhverjum verkefnum, sem er í vinnslu, sé ekki lokið. Ég heyri ekkert um hvaða breytingum þau vilja ná fram eða hvað annað þau vilji gera. Ég heyri ekkert um mikilvægi verkefnisins, áhrifa þess eða snefil af framtíðarsýn er varðar almenningssamgöngur sem virka til framtíðar. Ég veit hins vegar að það eru afar skiptar skoðanir um almenningssamgöngur og það pláss sem þeim er ætlað í þessum góða og mikilvæga samgöngusáttmála meðal flokksfélaga þessara kjörinna fulltrúa. Kannski á hávaðinn rætur sínar fyrst og fremst í þeim hópi og mögulega er honum fyrst og fremst ætlað að hreyfa við þeim félögum sem vilja standa vörð um kyrrstöðu, einkabílinn og enn meiri tafir í umferðinni. Ekki öfundsvert, hlutskiptið það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar