Þarf að greiða um hálfan milljarð í skatt eftir rannsókn sem hófst með Panama-skjölunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. febrúar 2023 12:00 Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks. Eva Björk Ægisdóttir Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks, þarf að greiða tæpan hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar, vegna áranna 2010-2016, í máli sem nefnt hefur verið sem eitt af umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Yfirskattanefnd telur ljóst að Sigurður Gísli hafi vantalið tekjur frá tveimur panamískum-félögum í hans eigu upp á rúmlega einn milljarð króna á umræddum árum. Mál hans er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Nokkuð hefur verið fjallað um mál Sigurðar Gísla frá því að það kom upp á sínum tíma. Sigurður Gísli var stofnandi og eigandi útflutningsfyrirtækisins Sæmarks ehf. Eignir hans hafa verið frystar vegna málsins og hald lagt á bankareikninga. Nafn Sigurðar kom upp í Panama-skjölunum sem fjallað var um í fjölmiðlum víða um heim. Var það kveikjan að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum hans og fyrirtækisins. Árið áður, árið 2015, keyptu skattyfirvöld leynigögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum af ónafngreindum erlendum manni á jafnvirði 37 milljóna króna. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sagði í samtali við Vísi á dögunum að rannsókn á máli Sigurðar Gísla væri í góðum farvegi hjá embættinu. Hvað var Sæmark? Sæmark ehf. var öflugt fyrirtæki í fiskútflutningi sem velti sjö til átta milljörðum króna árlega samkvæmt ársreikningum þess. Starfsemi Sæmarks var hins vegar lögð niður og allir starfsmenn fyrirtækisins sögðu upp í febrúar árið 2018 eftir að greint var frá ætluðum skattundanskotum. Flestir starfsmannanna réðu sig til fyrirtækisins Bacco Seaproducts sem var í eigu sömu aðila og Sæmark en viðskiptafélagar Sigurðar keyptu hann út úr rekstrinum árið 2018 það fyrir augum að vernda orðspor fyrirtækisins. Rannsókn á meintum skattalagabrotum Sigurðar Gísla hófst hjá skattrannsóknarstjóra árið 2017. Rannsóknin beindist að skattskilum hans á árunum 2010 til 2016. Talið með umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi Fram kom í úrskurði Landsréttar í máli sem tengdist rannsókninni að skattrannsóknarstjóri teldi málið vera með umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Rannsóknin sneri bæði að Sigurði Gísla sem og Sæmarki. Í stuttu máli var niðurstaða ríkisskattstjóra, sem lá fyrir í desember 2021, sú að hækka tekjuskatts- og útsvarsstofn Sigurður Gísla um um 118.847.791 krónur fyrir árið 2011, um 94.800.160 krónur fyrir 2012, um 151.102.088 fyrir árið 2013, um 200.142.276 kr. fyrir árið 2014, um 185.000.473 fyrir gjaldárið 2015, um 142.843.282 krónur gjaldárið 2016 og um 146.967.332 krónur gjaldárið 2017, eða samtals um 1.039.703.402 kr. öll árin, það er einn milljarð, 39 milljónir og 703 þúsund krónur. Því bæri Sigurði Gísla að greiða 487.929.372 króna í tekjuskatt og útsvars vegna umræddra ára. Ríkisskattstjóri hækkaði einnig rekstrartekjur Sæmarks um samtals tæplega 400 milljónir fyrir árin 2012 til 2016 og lækkaði rekstrargjöld um 710 milljónir. Gjaldfærð laun félagsins voru hækkuð um 1,072 milljarða króna. Þessar ákvarðanir ríkisskattstjóra voru kærðar til yfirskattanefndar sem birti nýverið úrskurði, sem varpað hafa nánara ljósi á mál Sigurðar Gísla og Sæmarks. Fór Sigurður Gísli fram á að umræddar ríkisskattstjóra yrðu felldar úr gildi. Freezing Point og Fulgas Í stuttu máli hverfist það að töluverðu leyti um tvö aflandsfélög í Panama, sem yfirskattanefnd telur ljóst að hafi verið í raunverulegri eigu Sigurðar Gísla. Félögin eru auðkennd með bókstöfunum F og G í úrskurðum nefndarinnar. Í frétt Heimildarinnar um málið sem birt var nýverið kemur fram að umrædd félög heiti Freezing Point Corp og Fulgas Inc. Í úrskurði yfirskattanefndar er vísað til rannsóknar Skattrannsóknarstjóra ríkisins á tengslum Sigurðar Gísla við umrædd tvö félög. Þar var vísað í ýmis gögn sem bentu eindregið til þess að Sigurður Gísli væri raunverulegur eigandi og 100 prósent hagnaðaraðili Freezing Point. Þá lægi fyrir tölvupóstur frá 20. apríl 2016 þar sem Sigurður Gísli óskaði eftir því loka félaginu og færa allt reiðufé og eignir þess á persónulegan bankareikning hans. Hvað varðar Fulgas er vísað í að Sigurður Gísli hafi verið skráður helmingseigandi en notið alls hagnaðar félags á þeim tíma sem var til rannsóknar. Var það mat skattrannsóknarstjóra að félögin verið nýtt til þess að færa fjármuni frá Sæmarki ehf. til Sigurður Gísla, sem og annarra, án þess að gerð hefði verið grein fyrir því með réttum hætti í bókhaldi og skattskilum Sæmarks og Sigurðar Gísla. Reikningar sem yfirvöld telja að hafi verið tilhæfulausir Í úrskurði yfirskattanefndar er einnig fjallað um sölureikninga frá tveimur erlendum félögum, öðru í Sviss en hinu í Kýpur. Reikningarnir voru gjaldfærðir í bókhaldi Sæmarks en rannsókn skattrannsóknarstjóra hafi leitt í ljós að greiðslur til beggja þessara félaga hefðu á endanum borist félagi Sigurðar Gísla, Freezing Point, á Panama. Skattrannsóknarstjóri tók fram að ekki yrði séð hvernig reikningar þessir tengdust tekjuöflun Sæmarks ehf. að öðru leyti en því að fjármunirnir hefðu verið nýttir til að greiða starfsmönnum félagsins ehf. og tengdum aðilum laun, þar með talið Sigurði Gísla, sem ekki hefðu verið gefin upp við launauppgjör félagsins. Frá Kýpur.Getty Til að taka dæmi úr úrskurði yfirskattanefndar er tiltekið að nítján sölureikningar frá kýpverska félaginu til Sæmarks hafi verið gjaldfærðir á árunum 2010 til 2014. Nokkru eftir að sölureikningarnir voru greiddir frá Sæmarki barst Freezing Point greiðsla. Samkvæmt gögnum skattrannsóknarstjóra sem aflað hafði verið frá Kýpur var Sigurður Gísli eigandi kýpverska félagsins. Leiddi skoðun í ljós að nánast einu umsvif félagsins hafi verið að taka við greiðslum frá Sæmarki og greiða til Freezing Point. Taldi skattrannsóknarstjóri að bæði kýpverska félagið og svissneska félagið hafa verið notuð til að koma fjármunum frá Sæmarki ehf. til félags Sigurðar Gísla í lágskattaríki, félaginu Freezing Point. Skattrannsóknarstjóri, ríkisskattstjóri og yfirskattanefnd töldu öll að umræddir reikningar væru ekki einasta tilhæfulausir, eins og það er orðað í úrskurði yfirskattanefndar, heldur hafi þeir í raun verið umbúningur um afhendingu verðmæta frá Sæmarki til Sigurðs Gísla. Sagði reikningana hafa verið gerða á viðskiptalegum forsendum Sem fyrr segir fór Sigurður Gísli fram á að ákvarðanir ríkisskattstjóra yrðu felldar úr gildi. Taldi hann margvísleg rök hníga að því. Var því haldið fram að ályktunum ríkisskattstjóra væri órökstuddar og úrskurðirnir byggðir á getgátum. Reikningar hafi verið gerðir og gefnir út á viðskiptalegum forsendum. Í niðurstöðu yfirskattanefndar segir meðal annars að ljóst þyki að Sigurður Gísli hafi verið raunverulegur eigandi beggja þessara aflandsfélaga, sá sem naut ágóðans af rekstri þeirra. Benti nefndin á að það stæði upp á Sigurði Gísla að sýna fram á eða að minnsta kosti leiða líkur að því að viðskiptalegar forsendur hafi verið að baki reikninganna sem málið snerist um. Fátt um svör Bent er á að við skýrslutökur hafi Sigurður Gísli verið þráspurður um félögin og reikninga en fáar eða engar skýringar gefið. Honum hafi því ekki tekist að sýna fram á að viðskiptalegar forsendur hafi búið að baki viðskiptunum. Með þessu hafi Sigurður Gísli tekið út dulinn arð, upp á rúman milljarð króna. Frá þeim rúmlega hálfa milljarði sem Sigurður Gísli þarf að greiða vegna málsins dró yfirskattanefnd frá rúmar nítján milljónir. Í frétt Heimildarinnar kemur fram að miðað við álag sem reikna má með að bætist ofan á hinn tæpa hálfa milljarð megi ætla að heildarkrafa ríkisins á hendur Sigurði Gísla verði um og yfir einn milljarð króna. Fjárnám í eignum Sigurðar Gísla gert 17. mars síðastliðinn Í síðasta mánuði var einn angi málsins til úrlausnar hjá Landsrétti. Þar var tekin fyrir áfrýjun Skattsins á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember á síðasta ári. Skatturinn hafði krafist þess að gert yrði fjárnám hjá Sigurði Gísla til tryggingar greiðslu að fjárhæð 392 milljóna króna, sem væru vangoldin opinber gjöld hans á árunum 2013 til 2017. Samkvæmt gögnum málsins var þann 17. mars síðastliðinn gert fjárnám í eignum Sigurðar Gísla til tryggingar kröfu að fjárhæð 295 milljón krónur en árangurslaust fjárnám fyrir þeim hluta kröfunnar sem umfram var eða 97 milljón krónum. Sigurður Gísli fór fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að fjárnám þetta yrði fellt úr gildi. Héraðsdómur varð við þeirri beiðni. Skatturinn skaut þeirri úrlausn til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn þann 20. janúar síðastliðinn. Felldi Landsréttur úrskurð héraðsdóms úr gildi, á þeim grundvelli að Skattinum bæri að haga innheimtu sinni með þeim hætti að hún skili sem mestum árangri, að gættum meginreglum stjórnsýslunnar. Í ljósi þess að fyrrverandi maki bæri sjálfskuldarábyrgð upp á 100 milljónir króna í málinu, og að kyrrsettar eignir Sigurðar Gísla nægðu ekki til greiðslu heildarskattkröfunnar, hafi Skattinnum þvíverið rétt að haga innheimtunni með þeim hætti sem fjallað var um, það er með fjárnámi. Panama-skjölin Skattar og tollar Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um mál Sigurðar Gísla frá því að það kom upp á sínum tíma. Sigurður Gísli var stofnandi og eigandi útflutningsfyrirtækisins Sæmarks ehf. Eignir hans hafa verið frystar vegna málsins og hald lagt á bankareikninga. Nafn Sigurðar kom upp í Panama-skjölunum sem fjallað var um í fjölmiðlum víða um heim. Var það kveikjan að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum hans og fyrirtækisins. Árið áður, árið 2015, keyptu skattyfirvöld leynigögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum af ónafngreindum erlendum manni á jafnvirði 37 milljóna króna. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sagði í samtali við Vísi á dögunum að rannsókn á máli Sigurðar Gísla væri í góðum farvegi hjá embættinu. Hvað var Sæmark? Sæmark ehf. var öflugt fyrirtæki í fiskútflutningi sem velti sjö til átta milljörðum króna árlega samkvæmt ársreikningum þess. Starfsemi Sæmarks var hins vegar lögð niður og allir starfsmenn fyrirtækisins sögðu upp í febrúar árið 2018 eftir að greint var frá ætluðum skattundanskotum. Flestir starfsmannanna réðu sig til fyrirtækisins Bacco Seaproducts sem var í eigu sömu aðila og Sæmark en viðskiptafélagar Sigurðar keyptu hann út úr rekstrinum árið 2018 það fyrir augum að vernda orðspor fyrirtækisins. Rannsókn á meintum skattalagabrotum Sigurðar Gísla hófst hjá skattrannsóknarstjóra árið 2017. Rannsóknin beindist að skattskilum hans á árunum 2010 til 2016. Talið með umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi Fram kom í úrskurði Landsréttar í máli sem tengdist rannsókninni að skattrannsóknarstjóri teldi málið vera með umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Rannsóknin sneri bæði að Sigurði Gísla sem og Sæmarki. Í stuttu máli var niðurstaða ríkisskattstjóra, sem lá fyrir í desember 2021, sú að hækka tekjuskatts- og útsvarsstofn Sigurður Gísla um um 118.847.791 krónur fyrir árið 2011, um 94.800.160 krónur fyrir 2012, um 151.102.088 fyrir árið 2013, um 200.142.276 kr. fyrir árið 2014, um 185.000.473 fyrir gjaldárið 2015, um 142.843.282 krónur gjaldárið 2016 og um 146.967.332 krónur gjaldárið 2017, eða samtals um 1.039.703.402 kr. öll árin, það er einn milljarð, 39 milljónir og 703 þúsund krónur. Því bæri Sigurði Gísla að greiða 487.929.372 króna í tekjuskatt og útsvars vegna umræddra ára. Ríkisskattstjóri hækkaði einnig rekstrartekjur Sæmarks um samtals tæplega 400 milljónir fyrir árin 2012 til 2016 og lækkaði rekstrargjöld um 710 milljónir. Gjaldfærð laun félagsins voru hækkuð um 1,072 milljarða króna. Þessar ákvarðanir ríkisskattstjóra voru kærðar til yfirskattanefndar sem birti nýverið úrskurði, sem varpað hafa nánara ljósi á mál Sigurðar Gísla og Sæmarks. Fór Sigurður Gísli fram á að umræddar ríkisskattstjóra yrðu felldar úr gildi. Freezing Point og Fulgas Í stuttu máli hverfist það að töluverðu leyti um tvö aflandsfélög í Panama, sem yfirskattanefnd telur ljóst að hafi verið í raunverulegri eigu Sigurðar Gísla. Félögin eru auðkennd með bókstöfunum F og G í úrskurðum nefndarinnar. Í frétt Heimildarinnar um málið sem birt var nýverið kemur fram að umrædd félög heiti Freezing Point Corp og Fulgas Inc. Í úrskurði yfirskattanefndar er vísað til rannsóknar Skattrannsóknarstjóra ríkisins á tengslum Sigurðar Gísla við umrædd tvö félög. Þar var vísað í ýmis gögn sem bentu eindregið til þess að Sigurður Gísli væri raunverulegur eigandi og 100 prósent hagnaðaraðili Freezing Point. Þá lægi fyrir tölvupóstur frá 20. apríl 2016 þar sem Sigurður Gísli óskaði eftir því loka félaginu og færa allt reiðufé og eignir þess á persónulegan bankareikning hans. Hvað varðar Fulgas er vísað í að Sigurður Gísli hafi verið skráður helmingseigandi en notið alls hagnaðar félags á þeim tíma sem var til rannsóknar. Var það mat skattrannsóknarstjóra að félögin verið nýtt til þess að færa fjármuni frá Sæmarki ehf. til Sigurður Gísla, sem og annarra, án þess að gerð hefði verið grein fyrir því með réttum hætti í bókhaldi og skattskilum Sæmarks og Sigurðar Gísla. Reikningar sem yfirvöld telja að hafi verið tilhæfulausir Í úrskurði yfirskattanefndar er einnig fjallað um sölureikninga frá tveimur erlendum félögum, öðru í Sviss en hinu í Kýpur. Reikningarnir voru gjaldfærðir í bókhaldi Sæmarks en rannsókn skattrannsóknarstjóra hafi leitt í ljós að greiðslur til beggja þessara félaga hefðu á endanum borist félagi Sigurðar Gísla, Freezing Point, á Panama. Skattrannsóknarstjóri tók fram að ekki yrði séð hvernig reikningar þessir tengdust tekjuöflun Sæmarks ehf. að öðru leyti en því að fjármunirnir hefðu verið nýttir til að greiða starfsmönnum félagsins ehf. og tengdum aðilum laun, þar með talið Sigurði Gísla, sem ekki hefðu verið gefin upp við launauppgjör félagsins. Frá Kýpur.Getty Til að taka dæmi úr úrskurði yfirskattanefndar er tiltekið að nítján sölureikningar frá kýpverska félaginu til Sæmarks hafi verið gjaldfærðir á árunum 2010 til 2014. Nokkru eftir að sölureikningarnir voru greiddir frá Sæmarki barst Freezing Point greiðsla. Samkvæmt gögnum skattrannsóknarstjóra sem aflað hafði verið frá Kýpur var Sigurður Gísli eigandi kýpverska félagsins. Leiddi skoðun í ljós að nánast einu umsvif félagsins hafi verið að taka við greiðslum frá Sæmarki og greiða til Freezing Point. Taldi skattrannsóknarstjóri að bæði kýpverska félagið og svissneska félagið hafa verið notuð til að koma fjármunum frá Sæmarki ehf. til félags Sigurðar Gísla í lágskattaríki, félaginu Freezing Point. Skattrannsóknarstjóri, ríkisskattstjóri og yfirskattanefnd töldu öll að umræddir reikningar væru ekki einasta tilhæfulausir, eins og það er orðað í úrskurði yfirskattanefndar, heldur hafi þeir í raun verið umbúningur um afhendingu verðmæta frá Sæmarki til Sigurðs Gísla. Sagði reikningana hafa verið gerða á viðskiptalegum forsendum Sem fyrr segir fór Sigurður Gísli fram á að ákvarðanir ríkisskattstjóra yrðu felldar úr gildi. Taldi hann margvísleg rök hníga að því. Var því haldið fram að ályktunum ríkisskattstjóra væri órökstuddar og úrskurðirnir byggðir á getgátum. Reikningar hafi verið gerðir og gefnir út á viðskiptalegum forsendum. Í niðurstöðu yfirskattanefndar segir meðal annars að ljóst þyki að Sigurður Gísli hafi verið raunverulegur eigandi beggja þessara aflandsfélaga, sá sem naut ágóðans af rekstri þeirra. Benti nefndin á að það stæði upp á Sigurði Gísla að sýna fram á eða að minnsta kosti leiða líkur að því að viðskiptalegar forsendur hafi verið að baki reikninganna sem málið snerist um. Fátt um svör Bent er á að við skýrslutökur hafi Sigurður Gísli verið þráspurður um félögin og reikninga en fáar eða engar skýringar gefið. Honum hafi því ekki tekist að sýna fram á að viðskiptalegar forsendur hafi búið að baki viðskiptunum. Með þessu hafi Sigurður Gísli tekið út dulinn arð, upp á rúman milljarð króna. Frá þeim rúmlega hálfa milljarði sem Sigurður Gísli þarf að greiða vegna málsins dró yfirskattanefnd frá rúmar nítján milljónir. Í frétt Heimildarinnar kemur fram að miðað við álag sem reikna má með að bætist ofan á hinn tæpa hálfa milljarð megi ætla að heildarkrafa ríkisins á hendur Sigurði Gísla verði um og yfir einn milljarð króna. Fjárnám í eignum Sigurðar Gísla gert 17. mars síðastliðinn Í síðasta mánuði var einn angi málsins til úrlausnar hjá Landsrétti. Þar var tekin fyrir áfrýjun Skattsins á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember á síðasta ári. Skatturinn hafði krafist þess að gert yrði fjárnám hjá Sigurði Gísla til tryggingar greiðslu að fjárhæð 392 milljóna króna, sem væru vangoldin opinber gjöld hans á árunum 2013 til 2017. Samkvæmt gögnum málsins var þann 17. mars síðastliðinn gert fjárnám í eignum Sigurðar Gísla til tryggingar kröfu að fjárhæð 295 milljón krónur en árangurslaust fjárnám fyrir þeim hluta kröfunnar sem umfram var eða 97 milljón krónum. Sigurður Gísli fór fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að fjárnám þetta yrði fellt úr gildi. Héraðsdómur varð við þeirri beiðni. Skatturinn skaut þeirri úrlausn til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn þann 20. janúar síðastliðinn. Felldi Landsréttur úrskurð héraðsdóms úr gildi, á þeim grundvelli að Skattinum bæri að haga innheimtu sinni með þeim hætti að hún skili sem mestum árangri, að gættum meginreglum stjórnsýslunnar. Í ljósi þess að fyrrverandi maki bæri sjálfskuldarábyrgð upp á 100 milljónir króna í málinu, og að kyrrsettar eignir Sigurðar Gísla nægðu ekki til greiðslu heildarskattkröfunnar, hafi Skattinnum þvíverið rétt að haga innheimtunni með þeim hætti sem fjallað var um, það er með fjárnámi.
Hvað var Sæmark? Sæmark ehf. var öflugt fyrirtæki í fiskútflutningi sem velti sjö til átta milljörðum króna árlega samkvæmt ársreikningum þess. Starfsemi Sæmarks var hins vegar lögð niður og allir starfsmenn fyrirtækisins sögðu upp í febrúar árið 2018 eftir að greint var frá ætluðum skattundanskotum. Flestir starfsmannanna réðu sig til fyrirtækisins Bacco Seaproducts sem var í eigu sömu aðila og Sæmark en viðskiptafélagar Sigurðar keyptu hann út úr rekstrinum árið 2018 það fyrir augum að vernda orðspor fyrirtækisins.
Panama-skjölin Skattar og tollar Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira