Villuráfandi ríkisstjórn Eyjólfur Ármannsson skrifar 17. febrúar 2023 12:01 Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Boðleiðin var útgerðarstjóri – þingmaður – ráðherra – seðlabankastjóri. Allt til að mæta þörfum útgerðarinnar. Hagræðingarkrafan var engin. Og auðvitað skipti það stjórnvöld engu máli þótt almenningi blæddi. Því er haldið fram að verðbólga sé peningalegt fyrirbæri og tengist peningamagni í umferð og ábyrgð seðlabanka því mikil. Fjármálastefna ríkisins sem birtist í fjárlögum hefur mjög mikil áhrif og stýrir aðgerðum seðlabanka. Almennt geta orsakir verðbólgu verið nokkrar. Skortur á að framboð vöru og þjónustu heldur ekki í við eftirspurn (húsnæðisskortur t.d.); verðhækkanir hrávöru; hækkun launa er ekki viðkennd sem réttlát hlutdeild í hagnaði. Verðbólgan er í boði stjórnvalda hverju sinni, hvað sem hver segir. Verðbólgan er mannanna verk. Sú fullyrðing að verðbólgan sem við erum að kljást við nú sé að mestu innflutt er ekki rétt. Hún er að mestu til komin vegna umframpeningamagns í umferð, algjörs stjórnleysis á húsnæðismarkaði innanlands og stefnuleysis í ríkisfjármálum. Eitt er öruggt, verðbólga bitnar á öllum og skerðir lífskjör almennings. Hvað gerir ríkisstjórnin til að milda áhrif hennar á þá sem hafa ekki nokkurn möguleika á að takast á við hana? Grátbroslegt er, að stjórnvöld skuli voga sér í fjárlögum þessa árs að boða niðurskurð til velferðarmála. Það fjármagn sem stjórnvöld ætla í velferðina heldur engan veginn í við verðbólgu og vaxtaokur sem kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. Fátækasta fólkinu í landinu. Á tekjuhliðinni hefur ríkisstjórnin verið einn helsti drifkraftur verðbólgunnar. Krónutöluhækkanirnar sem lagðar voru á almenning í upphafi árs eru óforsvaranlegar með öllu svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að draga úr þenslu eða minnka ríkisbáknið, heldur þvert á móti fjölgað ráðuneytum með milljarða aukakostnaði fyrir ríkissjóð. Aðgerðaleysi þeirra til að auka framboð á húsnæði er illskiljanlegt en verðhækkanir á húsnæði hafa verið stærsti liðurinn í verðbólgunni. Með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum mætti ná mælanlegum árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. Fyrsta skrefið er að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Hvar er ríkisstjórn stödd sem nýtir ekki rentur af auðlindum þjóðarinnar til hagsbóta fyrir hana? Engin hækkun hefur orðið á veiðileyfagjaldi, heldur þvert á móti lækkun eins og á bankaskattinum. Ef einhverjir eru aflögufærir í samfélaginu þá eru það bankarnir og stórútgerðin. Almenningur ber verðbólguáhættuna af lánum sínum í formi verðtryggðra lána. Ekki fjármálastofnanir. Þetta er einsdæmi á neytendalánum til almennings í hinum vestræna heimi, þar sem höfuðstóll lána hækkar í takti við verðbólgu. Þetta leiðir til þess að stjórntæki Seðlabankans gegn verðbólgunni virka ekki sem skyldi. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar mun leiða til þess að þúsundir heimila brenna upp á verðbólgubáli hennar. Það er tímabært að gyrða sig í brók og taka utan um alla en ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Boðleiðin var útgerðarstjóri – þingmaður – ráðherra – seðlabankastjóri. Allt til að mæta þörfum útgerðarinnar. Hagræðingarkrafan var engin. Og auðvitað skipti það stjórnvöld engu máli þótt almenningi blæddi. Því er haldið fram að verðbólga sé peningalegt fyrirbæri og tengist peningamagni í umferð og ábyrgð seðlabanka því mikil. Fjármálastefna ríkisins sem birtist í fjárlögum hefur mjög mikil áhrif og stýrir aðgerðum seðlabanka. Almennt geta orsakir verðbólgu verið nokkrar. Skortur á að framboð vöru og þjónustu heldur ekki í við eftirspurn (húsnæðisskortur t.d.); verðhækkanir hrávöru; hækkun launa er ekki viðkennd sem réttlát hlutdeild í hagnaði. Verðbólgan er í boði stjórnvalda hverju sinni, hvað sem hver segir. Verðbólgan er mannanna verk. Sú fullyrðing að verðbólgan sem við erum að kljást við nú sé að mestu innflutt er ekki rétt. Hún er að mestu til komin vegna umframpeningamagns í umferð, algjörs stjórnleysis á húsnæðismarkaði innanlands og stefnuleysis í ríkisfjármálum. Eitt er öruggt, verðbólga bitnar á öllum og skerðir lífskjör almennings. Hvað gerir ríkisstjórnin til að milda áhrif hennar á þá sem hafa ekki nokkurn möguleika á að takast á við hana? Grátbroslegt er, að stjórnvöld skuli voga sér í fjárlögum þessa árs að boða niðurskurð til velferðarmála. Það fjármagn sem stjórnvöld ætla í velferðina heldur engan veginn í við verðbólgu og vaxtaokur sem kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. Fátækasta fólkinu í landinu. Á tekjuhliðinni hefur ríkisstjórnin verið einn helsti drifkraftur verðbólgunnar. Krónutöluhækkanirnar sem lagðar voru á almenning í upphafi árs eru óforsvaranlegar með öllu svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að draga úr þenslu eða minnka ríkisbáknið, heldur þvert á móti fjölgað ráðuneytum með milljarða aukakostnaði fyrir ríkissjóð. Aðgerðaleysi þeirra til að auka framboð á húsnæði er illskiljanlegt en verðhækkanir á húsnæði hafa verið stærsti liðurinn í verðbólgunni. Með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum mætti ná mælanlegum árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. Fyrsta skrefið er að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Hvar er ríkisstjórn stödd sem nýtir ekki rentur af auðlindum þjóðarinnar til hagsbóta fyrir hana? Engin hækkun hefur orðið á veiðileyfagjaldi, heldur þvert á móti lækkun eins og á bankaskattinum. Ef einhverjir eru aflögufærir í samfélaginu þá eru það bankarnir og stórútgerðin. Almenningur ber verðbólguáhættuna af lánum sínum í formi verðtryggðra lána. Ekki fjármálastofnanir. Þetta er einsdæmi á neytendalánum til almennings í hinum vestræna heimi, þar sem höfuðstóll lána hækkar í takti við verðbólgu. Þetta leiðir til þess að stjórntæki Seðlabankans gegn verðbólgunni virka ekki sem skyldi. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar mun leiða til þess að þúsundir heimila brenna upp á verðbólgubáli hennar. Það er tímabært að gyrða sig í brók og taka utan um alla en ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun