Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2025 13:30 Það er magnað að þurfa að útskýra af hverju það er slæm hugmynd að setja saklaus börn í fangelsi, en samt er það staðan sem við stöndum frammi fyrir. Dómsmálaráðherra birti nýlega drög að frumvarpi um svokallaða „brottfararstöð“, sem forveri hennar kallaði „lokað búsetuúrræði“ en í raun eru þetta lokaðar varðhaldsbúðir með öllum helstu einkennum fangelsis. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að loka börn á flótta inni með fjölskyldum sínum. Frelsissvipting ein og sér hefur skaðleg áhrif á velferð og þroska barna. Þær aðstæður sem stjórnvöld teikna upp í þessum nýju drögum eru harðneskjulegar og í grundvallaratriðum fjandsamlegar börnum. Aðstæður ekki hannaðar með hagsmuni barna að leiðarljósi Allur lagarammi lokuðu varðhaldsbúðanna byggir á lögum um fullnustu refsinga, sem kveða á um aðstæður í fangelsum landsins. Fangaverðir verða ráðnir til starfa, heimilt verður að gera eignir upptækar og læsa fólk inni í herbergjum sínum. Það er alveg ljóst að aðstæður barna hafa komið til skoðunar á lokametrunum, með einstökum undanþágum fremur en heildstæðri barnvænni sýn. Við upphaf vistunar á að afhenda einstaklingum upplýsingar um reglur og réttindi þeirra, á tungumáli sem viðkomandi skilur. En það er ekkert fjallað um hvernig haga eigi upplýsingagjöf til barna, á formi sem hæfir aldri og þroska þeirra. Þá er áberandi að réttur barna til útiveru og frístunda er aðeins tryggður „eftir því sem aðstæður leyfa“. Í ljósi þess að stjórnvöld ætla að byggja upp nýtt úrræði frá grunni þá segir sína sögu að ekki sé stefnt á að tryggja þessi grundvallarréttindi meðan á varðhaldinu stendur. Börn læst inni og aðskilin frá fjölskyldum sínum Lögreglustjóra verður heimilt að læsa herbergjum að næturlagi eða í öryggisskyni, en ekki er skilgreint frekar hvaða „sérstöku ástæður“ geti réttlætt slíkt. Það verður því matsatriði hvers og eins hvort læsa eigi börn með fjölskyldum sínum inni í klefa. Enn alvarlegra er að heimilt verður að aðskilja börn frá foreldrum sínum, annars vegar til að vernda þau fyrir háttsemi annarra vistmanna og hins vegar þegar tryggja þarf öryggi barnsins vegna sjálfskaðahegðunar. Þarna er ótti Barnaheilla staðfestur, því að ef slíkar aðstæður geta skapast, þá einfaldlega er þetta ekki og verður aldrei öruggt eða viðeigandi umhverfi fyrir börn. Ef andleg líðan barns er svo slæm að það beiti sjálfskaða, þá á það heima í heilbrigðiskerfinu, ekki í lokuðu varðhaldi. Enda eiga börn aldrei heima í lokuðum varðhaldsbúðum. Þvingunum beitt án eftirlits Frumvarpið veitir víðtækar heimildir til þvingana, þar á meðal gagnvart börnum „teljist það nauðsynlegt til að ná lögmætum markmiðum“. Það má jafnvel beita barn valdi til verndar eignum, án þess að kveðið sé á um eftirlit eða málsmeðferð að lokinni valdbeitingu. Í öðrum lögum eins og barnaverndarlögum eða lögum um réttindagæslu fatlaðs fólks eru slíkar aðgerðir sérstaklega skráðar og réttmæti þeirra metið af sérfræðingum. Í lokuðum varðhaldsbúðum er enginn slíkur varnagli. Þetta setur börn á flótta í veikari stöðu en nokkru sinni fyrr, þar sem ólögmæt beiting nauðungar getur orðið án afleiðinga. Mannúðlegri og ódýrari lausnir eru í boði Barnasáttmálinn er skýr og kveður á um að frelsissviptingu barna skuli aðeins beita sem síðasta úrræði og í stysta mögulega tíma. Ráðuneytið lýsir því hvernig þetta nýja úrræði verði vægara en núverandi framkvæmd, þar sem börn eru sett í fóstur á meðan foreldrar eru í gæsluvarðhaldi. Engin merki eru í frumvarpsdrögunum um að ráðuneytið hafi skoðað aðrar vægari leiðir en lokaðar varðhaldsbúðir sem lausn á því vandamáli. Lausnin er ekki sú að setja börn í gæsluvarðhald með foreldrum sínum. Lausnin er að bjóða upp á vægari úrræði við þvingaða brottvísun barnafjölskyldna, eins og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ótal mannúðarsamtök hafa bent á. Þær leiðir þurfa hvorki að vera dýrar né flóknar, þær geta einfaldlega falist í því að fjölskyldum sé komið fyrir í húsnæði á vegum félagsmálayfirvalda þar sem þær fá þá þjónustu og nauðsynlegan stuðning sem er börnunum fyrir bestu. Ríkisstjórnin þarf ekki að hneppa börn í varðhald fyrir engar sakir. Hún þarf bara að velja að gera það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tótla I. Sæmundsdóttir Réttindi barna Fangelsismál Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er magnað að þurfa að útskýra af hverju það er slæm hugmynd að setja saklaus börn í fangelsi, en samt er það staðan sem við stöndum frammi fyrir. Dómsmálaráðherra birti nýlega drög að frumvarpi um svokallaða „brottfararstöð“, sem forveri hennar kallaði „lokað búsetuúrræði“ en í raun eru þetta lokaðar varðhaldsbúðir með öllum helstu einkennum fangelsis. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að loka börn á flótta inni með fjölskyldum sínum. Frelsissvipting ein og sér hefur skaðleg áhrif á velferð og þroska barna. Þær aðstæður sem stjórnvöld teikna upp í þessum nýju drögum eru harðneskjulegar og í grundvallaratriðum fjandsamlegar börnum. Aðstæður ekki hannaðar með hagsmuni barna að leiðarljósi Allur lagarammi lokuðu varðhaldsbúðanna byggir á lögum um fullnustu refsinga, sem kveða á um aðstæður í fangelsum landsins. Fangaverðir verða ráðnir til starfa, heimilt verður að gera eignir upptækar og læsa fólk inni í herbergjum sínum. Það er alveg ljóst að aðstæður barna hafa komið til skoðunar á lokametrunum, með einstökum undanþágum fremur en heildstæðri barnvænni sýn. Við upphaf vistunar á að afhenda einstaklingum upplýsingar um reglur og réttindi þeirra, á tungumáli sem viðkomandi skilur. En það er ekkert fjallað um hvernig haga eigi upplýsingagjöf til barna, á formi sem hæfir aldri og þroska þeirra. Þá er áberandi að réttur barna til útiveru og frístunda er aðeins tryggður „eftir því sem aðstæður leyfa“. Í ljósi þess að stjórnvöld ætla að byggja upp nýtt úrræði frá grunni þá segir sína sögu að ekki sé stefnt á að tryggja þessi grundvallarréttindi meðan á varðhaldinu stendur. Börn læst inni og aðskilin frá fjölskyldum sínum Lögreglustjóra verður heimilt að læsa herbergjum að næturlagi eða í öryggisskyni, en ekki er skilgreint frekar hvaða „sérstöku ástæður“ geti réttlætt slíkt. Það verður því matsatriði hvers og eins hvort læsa eigi börn með fjölskyldum sínum inni í klefa. Enn alvarlegra er að heimilt verður að aðskilja börn frá foreldrum sínum, annars vegar til að vernda þau fyrir háttsemi annarra vistmanna og hins vegar þegar tryggja þarf öryggi barnsins vegna sjálfskaðahegðunar. Þarna er ótti Barnaheilla staðfestur, því að ef slíkar aðstæður geta skapast, þá einfaldlega er þetta ekki og verður aldrei öruggt eða viðeigandi umhverfi fyrir börn. Ef andleg líðan barns er svo slæm að það beiti sjálfskaða, þá á það heima í heilbrigðiskerfinu, ekki í lokuðu varðhaldi. Enda eiga börn aldrei heima í lokuðum varðhaldsbúðum. Þvingunum beitt án eftirlits Frumvarpið veitir víðtækar heimildir til þvingana, þar á meðal gagnvart börnum „teljist það nauðsynlegt til að ná lögmætum markmiðum“. Það má jafnvel beita barn valdi til verndar eignum, án þess að kveðið sé á um eftirlit eða málsmeðferð að lokinni valdbeitingu. Í öðrum lögum eins og barnaverndarlögum eða lögum um réttindagæslu fatlaðs fólks eru slíkar aðgerðir sérstaklega skráðar og réttmæti þeirra metið af sérfræðingum. Í lokuðum varðhaldsbúðum er enginn slíkur varnagli. Þetta setur börn á flótta í veikari stöðu en nokkru sinni fyrr, þar sem ólögmæt beiting nauðungar getur orðið án afleiðinga. Mannúðlegri og ódýrari lausnir eru í boði Barnasáttmálinn er skýr og kveður á um að frelsissviptingu barna skuli aðeins beita sem síðasta úrræði og í stysta mögulega tíma. Ráðuneytið lýsir því hvernig þetta nýja úrræði verði vægara en núverandi framkvæmd, þar sem börn eru sett í fóstur á meðan foreldrar eru í gæsluvarðhaldi. Engin merki eru í frumvarpsdrögunum um að ráðuneytið hafi skoðað aðrar vægari leiðir en lokaðar varðhaldsbúðir sem lausn á því vandamáli. Lausnin er ekki sú að setja börn í gæsluvarðhald með foreldrum sínum. Lausnin er að bjóða upp á vægari úrræði við þvingaða brottvísun barnafjölskyldna, eins og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ótal mannúðarsamtök hafa bent á. Þær leiðir þurfa hvorki að vera dýrar né flóknar, þær geta einfaldlega falist í því að fjölskyldum sé komið fyrir í húsnæði á vegum félagsmálayfirvalda þar sem þær fá þá þjónustu og nauðsynlegan stuðning sem er börnunum fyrir bestu. Ríkisstjórnin þarf ekki að hneppa börn í varðhald fyrir engar sakir. Hún þarf bara að velja að gera það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun