Tvítugar stelpur höfðu allar verið kyrktar í kynlífi af ókunnugum gaur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2023 09:05 Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, María Hjálmtýsdóttir og Eygló Árnadóttir voru gestir í Karlmennskunni. Karlmennskan Sérfræðingar í forvörnum gegn kynferðisofbeldi segja fleira þurfa að koma til en viðbragðsáætlanir þegar upp koma kynferðisbrot í framhaldsskólum. Málið sé flóknara en viðameira en það. „Þegar skóli fer í réttarkerfis pælingu um hvað gerðist, hver er sekur og saklaus og hvernig á að refsa. Skóli er ekki réttarkerfi, það er ekki hlutverk hans, hann hefur ekki forsendur í þetta. Við þurfum að hugsa þetta allt allt öðruvísi.“ segir Eygló Árnadóttir fræðslustýra hjá Stígamótum. Hún var á meðal gesta í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan. Þurfi að endurhugsa allt Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, grunnskólakennari og verkefnastýra Hafnarfjarðarbæjarmeðlimur,, segir í sama viðtali að meiri áherslu ætti að leggja í að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í stað þess að reyna að bregðast við því. „Allt samfélagið þarf að fara í gegnum risa stóra breytingu á viðhorfi, þar sem við erum með massíva fræðslu frá leikskólaaldri um virðingu, mörk, samþykki og samskipti. Þegar þetta vantar þá erum við alltaf að vinna í að bregðast við einhverju sem við ættum að leggja meiri áherslu á að koma í veg fyrir.“ María Hjálmtýsdóttir, annar gestur þáttarins, bætir við: „Í grunninn er vandamálið miklu djúpstæðara heldur en eitthvað sem við getum leyst með skýrslu sem leiðir til nefndar sem kemur með svarið. Þetta er miklu djúpstæðara og snýr að menningarlegum þáttum t.d. hvað er kynlíf og til hvers er það?“ Taka þær allar undir ákall framhaldsskólanema, í kjölfar byltinga sl. haust, um aukna kyn- og kynjafræðikennslu í framhaldsskólum. Klám hafi áhrif á kynlíf ungmenna „Ég var að tala við hóp af tvítugum stelpum, talandi um klám og hvernig það smitast í hegðun, þær höfðu allar lent í því að vera kyrktar í kynlífi með gaur sem þær þekktu ekki neitt. Án þess að þær bæðu um það eða veittu samþykki fyrir því,“ segir María. Hún telur að klám hafi þau áhrif að fyrsta kynlífsreynsla geti auðveldlega orðið neikvæð upplifun. Sérstaklega fyrir stelpur sem stunda kynlíf með strákum. „Það er ekki nóg að segja fáðu já, því við erum með samfélag sem elur stelpur upp í það að hlýða, vera stilltar og svo stráka að vera hugrakkir og ekki gefast upp. Þau koma saman og hún segir auðvitað já því hún ætlar ekki að vera tepra.“ segir Kristín. Reynsla hennar sé sú að oft viti strákar ekki endilega af því ef þeir hafi farið yfir mörk stelpna sem þeir stunda kynlíf með, sem rekja megi til áhrifa þess sem þeir sjá í klámi. María er á öðru máli og nefnir í því samhengi að margir strákar líti upp til Andrew Tate. „Sumir strákar vita alveg af því að þeir eru að fara yfir mörk, sem er hluti vandamálsins. Af því við erum með bullandi Andrew Tate-klám-sósu. Það eru ekkert allir strákar sem vita ekkert hvað þeir eru að gera, sumir vita það bara alveg.“ Þáttinn í heild má sjá að neðan. Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
„Þegar skóli fer í réttarkerfis pælingu um hvað gerðist, hver er sekur og saklaus og hvernig á að refsa. Skóli er ekki réttarkerfi, það er ekki hlutverk hans, hann hefur ekki forsendur í þetta. Við þurfum að hugsa þetta allt allt öðruvísi.“ segir Eygló Árnadóttir fræðslustýra hjá Stígamótum. Hún var á meðal gesta í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan. Þurfi að endurhugsa allt Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, grunnskólakennari og verkefnastýra Hafnarfjarðarbæjarmeðlimur,, segir í sama viðtali að meiri áherslu ætti að leggja í að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í stað þess að reyna að bregðast við því. „Allt samfélagið þarf að fara í gegnum risa stóra breytingu á viðhorfi, þar sem við erum með massíva fræðslu frá leikskólaaldri um virðingu, mörk, samþykki og samskipti. Þegar þetta vantar þá erum við alltaf að vinna í að bregðast við einhverju sem við ættum að leggja meiri áherslu á að koma í veg fyrir.“ María Hjálmtýsdóttir, annar gestur þáttarins, bætir við: „Í grunninn er vandamálið miklu djúpstæðara heldur en eitthvað sem við getum leyst með skýrslu sem leiðir til nefndar sem kemur með svarið. Þetta er miklu djúpstæðara og snýr að menningarlegum þáttum t.d. hvað er kynlíf og til hvers er það?“ Taka þær allar undir ákall framhaldsskólanema, í kjölfar byltinga sl. haust, um aukna kyn- og kynjafræðikennslu í framhaldsskólum. Klám hafi áhrif á kynlíf ungmenna „Ég var að tala við hóp af tvítugum stelpum, talandi um klám og hvernig það smitast í hegðun, þær höfðu allar lent í því að vera kyrktar í kynlífi með gaur sem þær þekktu ekki neitt. Án þess að þær bæðu um það eða veittu samþykki fyrir því,“ segir María. Hún telur að klám hafi þau áhrif að fyrsta kynlífsreynsla geti auðveldlega orðið neikvæð upplifun. Sérstaklega fyrir stelpur sem stunda kynlíf með strákum. „Það er ekki nóg að segja fáðu já, því við erum með samfélag sem elur stelpur upp í það að hlýða, vera stilltar og svo stráka að vera hugrakkir og ekki gefast upp. Þau koma saman og hún segir auðvitað já því hún ætlar ekki að vera tepra.“ segir Kristín. Reynsla hennar sé sú að oft viti strákar ekki endilega af því ef þeir hafi farið yfir mörk stelpna sem þeir stunda kynlíf með, sem rekja megi til áhrifa þess sem þeir sjá í klámi. María er á öðru máli og nefnir í því samhengi að margir strákar líti upp til Andrew Tate. „Sumir strákar vita alveg af því að þeir eru að fara yfir mörk, sem er hluti vandamálsins. Af því við erum með bullandi Andrew Tate-klám-sósu. Það eru ekkert allir strákar sem vita ekkert hvað þeir eru að gera, sumir vita það bara alveg.“ Þáttinn í heild má sjá að neðan.
Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira