Hvert beinist þín andúð? Björg Sigríður Hermannsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 08:31 Ef marka má nýlega könnun Fjölmiðlanefndar eru góðar líkur á því að þér, lesanda góðum, líki illa við andstæðinga bólusetninga. Í nýlegri skýrslu nefndarinnar kom fram að 58,2% svarenda á Íslandi mislíkar sá hópur mjög. Hins vegar voru hlutfallslega fáir sem sögðust líka mjög illa við hópa sem oft hafa orðið fyrir neikvæðum viðhorfum almennings, s.s. innflytjendur, samkynhneigða og transfólk. Ætli þessar niðurstöður séu til marks um framfarir í íslenskri þjóðarsál, að fordómar og andúð séu á undanhaldi? Mig grunar að það sé því miður ekki raunin. Eftir að farið var að bólusetja við Covid-19 hér um árið var tilhlökkunin áþreifanleg í íslensku samfélagi. Margir bundu miklar vonir við að ein eða tvær bólusetningar myndu binda langþráðan endi á faraldurinn og að eðlilegt líf gæti þá loksins tekið við. Ótti hafði verið mikill meðal fólks og yfirvöld og fjölmiðlar höfðu tekið þátt í að minna fólk ítrekað á hættuna af Covid-19 og mikilvægi þess að ganga í takt. Það er því að mörgu leyti skiljanlegt að einhverjum hafi þótt erfitt að melta að til væri fólk sem ekki vildi þiggja þessa lyfjagjöf. Jafnframt hefur sennilega verið auðvelt að álykta að fólk sem ekki vildi Covid-19 bólusetningu væri annað hvort vitleysingar eða skeytingarlaust um eigin heilsu og annarra. Það er ekki erfitt að láta sér mislíka við þá sem maður hefur sett í slíkan flokk. Það truflar mig ekki að fólk hafi skoðanir hvert á öðru og mislíki við þá sem haga sér á annan hátt en þeim sjálfum þykir rétt. Hins vegar fannst mér vont að sjá hversu tilbúið fólk virtist vera að samþykkja og jafnvel taka undir hugmyndir um skerðingu réttinda þeirra sem ekki vildu bólusetningu – eða jafnvel útskúfun úr samfélaginu. Vel þekkt fólk tók þátt í að kynda undir slíkum hugmyndum (t.d. Sigmundur Ernir og Kári Stefáns) og margir viðruðu svipaðar skoðanir á samfélagsmiðlum við ágætar undirtektir að því er virtist. Ég leyfi mér að efast um að meirihluta Íslendinga þætti í lagi að tala á slíkan hátt um nokkurn annan hóp fólks. En kannski er það einmitt þannig sem andúðin og fordómarnir virka. Við sýnum þeim andúð sem við annað hvort óttumst eða höfum vandlætingu á og við réttlætum fyrir sjálfum okkur hegðun sem okkur þætti gjörsamlega ólíðanleg ef hún beindist að öðrum minnihlutahópum. Þetta er einn af okkar mannlegu brestum og við eigum þetta öll á hættu ef við erum ekki meðvituð um þessa tilhneigingu innra með okkur sjálfum. Ég trúi því að við getum gert betur sem samfélag. Það þýðir lítið að berjast gegn fordómum og andúð gegn hópum sem við styðjum, ef við viljum ekki líta í eigin barm og koma skikkanlega fram við þá sem okkur mislíkar. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Ef marka má nýlega könnun Fjölmiðlanefndar eru góðar líkur á því að þér, lesanda góðum, líki illa við andstæðinga bólusetninga. Í nýlegri skýrslu nefndarinnar kom fram að 58,2% svarenda á Íslandi mislíkar sá hópur mjög. Hins vegar voru hlutfallslega fáir sem sögðust líka mjög illa við hópa sem oft hafa orðið fyrir neikvæðum viðhorfum almennings, s.s. innflytjendur, samkynhneigða og transfólk. Ætli þessar niðurstöður séu til marks um framfarir í íslenskri þjóðarsál, að fordómar og andúð séu á undanhaldi? Mig grunar að það sé því miður ekki raunin. Eftir að farið var að bólusetja við Covid-19 hér um árið var tilhlökkunin áþreifanleg í íslensku samfélagi. Margir bundu miklar vonir við að ein eða tvær bólusetningar myndu binda langþráðan endi á faraldurinn og að eðlilegt líf gæti þá loksins tekið við. Ótti hafði verið mikill meðal fólks og yfirvöld og fjölmiðlar höfðu tekið þátt í að minna fólk ítrekað á hættuna af Covid-19 og mikilvægi þess að ganga í takt. Það er því að mörgu leyti skiljanlegt að einhverjum hafi þótt erfitt að melta að til væri fólk sem ekki vildi þiggja þessa lyfjagjöf. Jafnframt hefur sennilega verið auðvelt að álykta að fólk sem ekki vildi Covid-19 bólusetningu væri annað hvort vitleysingar eða skeytingarlaust um eigin heilsu og annarra. Það er ekki erfitt að láta sér mislíka við þá sem maður hefur sett í slíkan flokk. Það truflar mig ekki að fólk hafi skoðanir hvert á öðru og mislíki við þá sem haga sér á annan hátt en þeim sjálfum þykir rétt. Hins vegar fannst mér vont að sjá hversu tilbúið fólk virtist vera að samþykkja og jafnvel taka undir hugmyndir um skerðingu réttinda þeirra sem ekki vildu bólusetningu – eða jafnvel útskúfun úr samfélaginu. Vel þekkt fólk tók þátt í að kynda undir slíkum hugmyndum (t.d. Sigmundur Ernir og Kári Stefáns) og margir viðruðu svipaðar skoðanir á samfélagsmiðlum við ágætar undirtektir að því er virtist. Ég leyfi mér að efast um að meirihluta Íslendinga þætti í lagi að tala á slíkan hátt um nokkurn annan hóp fólks. En kannski er það einmitt þannig sem andúðin og fordómarnir virka. Við sýnum þeim andúð sem við annað hvort óttumst eða höfum vandlætingu á og við réttlætum fyrir sjálfum okkur hegðun sem okkur þætti gjörsamlega ólíðanleg ef hún beindist að öðrum minnihlutahópum. Þetta er einn af okkar mannlegu brestum og við eigum þetta öll á hættu ef við erum ekki meðvituð um þessa tilhneigingu innra með okkur sjálfum. Ég trúi því að við getum gert betur sem samfélag. Það þýðir lítið að berjast gegn fordómum og andúð gegn hópum sem við styðjum, ef við viljum ekki líta í eigin barm og koma skikkanlega fram við þá sem okkur mislíkar. Höfundur er sálfræðingur.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun