Áskorun um að víkja vegna ákæru Þorlákur Axel Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 10:00 Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi. Á sama tíma verður að gera þá kröfu á Akureyrarbæ að þar kannist pólitískir fulltrúar við þá ábyrgð sem hvílir á bænum þegar kemur að því að gæta öryggis barna. Hoppukastalaslysið sýnir að pottur er brotinn í þeim efnum. Þúsundir barna og unglinga koma til bæjarins á hverju ári til þess að taka þátt í íþróttaleikum og skemmtunum af ýmsu tagi. Bærinn tekur beinan þátt í því starfi með því til dæmis að útvega gistingu í skólum. Akureyrarbær getur ekki vísað frá sér ábyrgð. Ég skora á bæjarstjórn Akureyrar að taka málið til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi. Meirihlutinn í bæjarstjórn getur þá útskýrt yfirlýsingu sína um takmarkaða ábyrgð bæjarins á öryggismálum: „Ekki á okkar vegum“ segir meirihlutinn. Ég skora á minnihlutann að taka til umræðu á bæjarstjórnarfundi þær siðferðilegu spurningar sem hann segir réttilega að svara verði vegna ákvörðunar um stöðu forseta bæjarstjórnar. Hver eru svörin? Hér er vitanlega ekki felldur neinn dómur um persónu eða fyrri störf þeirra sem hlut eiga að máli. Verði forseti bæjarstjórnar svo lánsamur að niðurstaða dómara verði honum hagfelld, þá er hægt að snúa aftur í bæjarpólitíkina. Það skiptir þó engu máli fyrir þá stöðu mála sem nú er uppi. Það er ekki eins og um sé að ræða einhvern sjálfskipaðan rannsóknarrétt úti í bæ. Ákæra er gefin út af fulltrúum almennings, fulltrúum laga og réttar. Ákæra er því aðeins gefin út að líklegt þyki að hún leiði til sakfellingar. Við hljótum að vera sammála um gera verður ýtrustu kröfur þegar kemur að öryggi barna. Hagsmunir íþróttafélaga sem skortir fé eru léttvægir í því efni. Í kosningabaráttunni kom ekkert fram um rannsókn á mögulegri ábyrgð frambjóðenda vegna alvarlegra slysa á börnum. Lýðræðislegt umboð til þess að sitja sem ákærður forseti bæjarstjórnar er ekki til staðar. Ég leyfi mér að benda á það augljósa, að eina ákvörðunin samboðin forseta bæjarstjórnar Akureyrar er að víkja. Þorlákur Axel JónssonAkureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi. Á sama tíma verður að gera þá kröfu á Akureyrarbæ að þar kannist pólitískir fulltrúar við þá ábyrgð sem hvílir á bænum þegar kemur að því að gæta öryggis barna. Hoppukastalaslysið sýnir að pottur er brotinn í þeim efnum. Þúsundir barna og unglinga koma til bæjarins á hverju ári til þess að taka þátt í íþróttaleikum og skemmtunum af ýmsu tagi. Bærinn tekur beinan þátt í því starfi með því til dæmis að útvega gistingu í skólum. Akureyrarbær getur ekki vísað frá sér ábyrgð. Ég skora á bæjarstjórn Akureyrar að taka málið til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi. Meirihlutinn í bæjarstjórn getur þá útskýrt yfirlýsingu sína um takmarkaða ábyrgð bæjarins á öryggismálum: „Ekki á okkar vegum“ segir meirihlutinn. Ég skora á minnihlutann að taka til umræðu á bæjarstjórnarfundi þær siðferðilegu spurningar sem hann segir réttilega að svara verði vegna ákvörðunar um stöðu forseta bæjarstjórnar. Hver eru svörin? Hér er vitanlega ekki felldur neinn dómur um persónu eða fyrri störf þeirra sem hlut eiga að máli. Verði forseti bæjarstjórnar svo lánsamur að niðurstaða dómara verði honum hagfelld, þá er hægt að snúa aftur í bæjarpólitíkina. Það skiptir þó engu máli fyrir þá stöðu mála sem nú er uppi. Það er ekki eins og um sé að ræða einhvern sjálfskipaðan rannsóknarrétt úti í bæ. Ákæra er gefin út af fulltrúum almennings, fulltrúum laga og réttar. Ákæra er því aðeins gefin út að líklegt þyki að hún leiði til sakfellingar. Við hljótum að vera sammála um gera verður ýtrustu kröfur þegar kemur að öryggi barna. Hagsmunir íþróttafélaga sem skortir fé eru léttvægir í því efni. Í kosningabaráttunni kom ekkert fram um rannsókn á mögulegri ábyrgð frambjóðenda vegna alvarlegra slysa á börnum. Lýðræðislegt umboð til þess að sitja sem ákærður forseti bæjarstjórnar er ekki til staðar. Ég leyfi mér að benda á það augljósa, að eina ákvörðunin samboðin forseta bæjarstjórnar Akureyrar er að víkja. Þorlákur Axel JónssonAkureyri
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar