Er ekki tímabært að tengja? Stefán Ólafsson skrifar 13. febrúar 2023 15:01 Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur harðnað og engar viðræður hafa verið milli aðilanna um nokkurt skeið. Raunar hefur það einkennt þessa deilu frá byrjun að engar alvöru viðræður hafa farið fram við Eflingu að hálfu SA-manna. Enda var það þeirra ásetningur frá byrjun að láta aðra semja fyrir Eflingu. Þessi strategía SA er einmitt helsta rótin að þeim vanda sem nú blasir við. Skoðum það nánar. Halldór Benjamín bjó til vandann Herfræði SA-manna var frá upphafi hugsuð þannig, að ná samningi fyrst við þá sem voru líklegri til að vera auðveldari viðfangs en Efling og stilla Eflingu svo upp við vegg með annarra félaga samning (samning Starfsgreinasambandsins – SGS) og útiloka nokkur frávik frá honum. Þetta er ígildi þess að neita Eflingu, langstærsta félagi verkafólks í landinu, um þann sjálfstæða samningsrétt sem Eflingarfólk sannarlega hefur. Þetta var ekki vegna þess að upphaflegar kröfur Eflingar væru út úr öllu korti eða að Efling sýndi engan samningsvilja. Þvert á móti hefur Efling þrisvar sinnum fært niður kröfur sínar (sem upphaflega voru einfaldlega byggðar á uppfærslu Lífskjarasamningsins með tilliti til hærra verðbólgustigs), í endurteknum tilboðum til SA-manna. Efling hefur þannig ítrekað nálgast SA en þau hafa hins vegar ekki hreyft sig um millimetra – og beinlínis neitað að ræða um efnisatriði. Þetta er þeim mun alvarlegra fyrir þá sök að óbreyttur samningur SGS myndi skila Eflingarfólki lægri meðallaunum og minni raunhækkunum en almennt er hjá öðrum félögum SGS, vegna þess að samsetning Eflingarfélaga er ólík með tilliti til röðunar í launaflokka og starfsaldursþrep, auk þess sem misjafnt er hvernig álög og bónusar skila sér til félagsmanna. Þess vegna hefur Efling frá byrjun farið fram á breytta launatöflu, með annarri útfærslu en er í SGS-samningnum, og einnig að tillit væri tekið til þess að húsnæðiskostnaður er óvenju þungur á svæði Eflingarfólks (höfuðborgarsvæðinu). Í aðra röndina hafa SA-menn sagst vera tilbúnir til að ræða aðra útfærslu launatöflunnar og þá innan svipaðs kostnaðarmats og SGS-samningurinn, en hins vegar hafa þau ekki enn fengist til að ræða þessi mál. Hvers vegna skyldi það vera? Jú, svo virðist sem SA-menn hafi verið vissir um að Eflingu væri um megn að beita nokkrum þrýstingi í kjarabaráttu sinni, eftir að búið var að einangra félagið án raunverulegra samningaviðræðna og stilla upp óbreyttum SGS-samningi sem eina valkostinum sem í boði væri. Markmiðið var að þvinga Eflingu og smala félagsmönnum hennar í dilka Starfsgreinasambandsins, með lakari uppskeru en aðrir. Og gáið að því að Eflingarfólk er almennt með lægstu launin í samfélaginu og býr við hæsta húsnæðiskostnaðinn. Síðan þegar sáttasemjari gerði óbreytt tilboð SA-manna að „miðlunartillögu“ sinni, í þeirri von að aftra verkföllum, þá var þessi víðtæka tilraun til að afnema sjálfstæðan samningsrétt Eflingar orðin öllum ljós. Þetta var auðvitað óþolandi fyrir Eflingarfólk. SA-menn eru hins vegar enn við sama heygarðshornið og hvika hvergi, virðast stóla á að með atkvæðagreiðslu um „miðlunartillöguna“ verði hægt að þvinga fram lausn samkvæmt upphaflegu plani þeirra. Nú blasir við að Efling hefur alvöru slagkraft og í það stefnir að áhrif verkfalla geta orðið víðtæk á næstunni. Enginn skyldi heldur vanmeta getu Eflingarfólks til að fella „miðlunartillögu“ sáttasemjara. Er þá ekki tímabært fyrir SA-menn að tengja sig við veruleikann og koma að samningaborðinu og leita lausna? Vilja þeir láta óbilgjarna málsmeðferð sína leiða deiluna í algjörar ógöngur? Húsnæðisstuðningur: Ríkið getur hjálpað til Til viðbótar við ósk um breytta launatöflu hefur Efling lagt ríka áherslu á að tekið sé tillit til óvenju mikils húsnæðiskostnaðar hjá Eflingarfólki, sem einkum býr á höfuðborgarsvæðinu, þar sem bæði íbúðaverð og leiga eru með allra hæsta móti á landinu. Eðli máls samkvæmt er hægt að mæta þessu með launahækkunum eða með lagfæringum á húsnæðisstuðningi opinbera velferðarkerfisins (leigubótum og vaxtabótum). Að mörgu leyti er einfaldara að leysa þetta á vettvangi stjórnmálanna. Megin markmið húsnæðisstuðningskerfa er yfirleitt þannig í grannríkjunum að þeir sem búa við mest íþyngjandi húsnæðiskostnað fá mestan stuðning. Íslenska kerfið er hins vegar ekki þannig. Það tekur raunar lítið sem ekkert tillit til raunverulegs húsnæðiskostnaðar. Þannig eru til dæmis greiddar húsaleigubætur til láglaunafólks lægri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu (skv. gögnum í Tekjusögu forsætisráðuneytisins frá 2020). Efling hefur unnið greiningu á virkni húsnæðisstuðningskerfisins sem sýnir mikla galla núverandi kerfis, einmitt hvað snertir það markmið að létta sérstaklega mest íþyngjandi húsnæðiskostnaðinn. Þessir gallar eru einnig nefndir í nýrri grænbók Innviðaráðuneytisins um húsnæðismál (sjá hér, bls. 31-38). Ef stjórnvöld fengjust til að endurskoða úthlutunarreglur húsnæðisstuðningsins þannig að kerfið skilaði umtalsvert meiri stuðningi til þeirra sem búa við mest íþyngjandi húsnæðiskostnað og jafnframt með aukinni reglun í formi leigubremsu o.fl. í anda þess sem víða tíðkast í grannríkjunum þá gæti það verið mikilvægt framlag til lausnar deilunni. Samantekt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að Efling hafi ekki ætlað sér að semja heldur fyrst og fremst að fara í verkföll. Það er eins rangt og nokkuð getur verið, eins og hér hefur verið sýnt. Efling hefur unnið tilboð sín faglega og hóflega og ítrekað nálgast SA-menn en ekki einu sinni fengið umræður um efnisatriði nýrrar launatöflu né aðrar útfærslur. Þetta er auðvitað með ólíkindum. Einmitt þess vegna er deilan komin á þann stað sem nú blasir við. Er ekki tímabært að tengja? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur harðnað og engar viðræður hafa verið milli aðilanna um nokkurt skeið. Raunar hefur það einkennt þessa deilu frá byrjun að engar alvöru viðræður hafa farið fram við Eflingu að hálfu SA-manna. Enda var það þeirra ásetningur frá byrjun að láta aðra semja fyrir Eflingu. Þessi strategía SA er einmitt helsta rótin að þeim vanda sem nú blasir við. Skoðum það nánar. Halldór Benjamín bjó til vandann Herfræði SA-manna var frá upphafi hugsuð þannig, að ná samningi fyrst við þá sem voru líklegri til að vera auðveldari viðfangs en Efling og stilla Eflingu svo upp við vegg með annarra félaga samning (samning Starfsgreinasambandsins – SGS) og útiloka nokkur frávik frá honum. Þetta er ígildi þess að neita Eflingu, langstærsta félagi verkafólks í landinu, um þann sjálfstæða samningsrétt sem Eflingarfólk sannarlega hefur. Þetta var ekki vegna þess að upphaflegar kröfur Eflingar væru út úr öllu korti eða að Efling sýndi engan samningsvilja. Þvert á móti hefur Efling þrisvar sinnum fært niður kröfur sínar (sem upphaflega voru einfaldlega byggðar á uppfærslu Lífskjarasamningsins með tilliti til hærra verðbólgustigs), í endurteknum tilboðum til SA-manna. Efling hefur þannig ítrekað nálgast SA en þau hafa hins vegar ekki hreyft sig um millimetra – og beinlínis neitað að ræða um efnisatriði. Þetta er þeim mun alvarlegra fyrir þá sök að óbreyttur samningur SGS myndi skila Eflingarfólki lægri meðallaunum og minni raunhækkunum en almennt er hjá öðrum félögum SGS, vegna þess að samsetning Eflingarfélaga er ólík með tilliti til röðunar í launaflokka og starfsaldursþrep, auk þess sem misjafnt er hvernig álög og bónusar skila sér til félagsmanna. Þess vegna hefur Efling frá byrjun farið fram á breytta launatöflu, með annarri útfærslu en er í SGS-samningnum, og einnig að tillit væri tekið til þess að húsnæðiskostnaður er óvenju þungur á svæði Eflingarfólks (höfuðborgarsvæðinu). Í aðra röndina hafa SA-menn sagst vera tilbúnir til að ræða aðra útfærslu launatöflunnar og þá innan svipaðs kostnaðarmats og SGS-samningurinn, en hins vegar hafa þau ekki enn fengist til að ræða þessi mál. Hvers vegna skyldi það vera? Jú, svo virðist sem SA-menn hafi verið vissir um að Eflingu væri um megn að beita nokkrum þrýstingi í kjarabaráttu sinni, eftir að búið var að einangra félagið án raunverulegra samningaviðræðna og stilla upp óbreyttum SGS-samningi sem eina valkostinum sem í boði væri. Markmiðið var að þvinga Eflingu og smala félagsmönnum hennar í dilka Starfsgreinasambandsins, með lakari uppskeru en aðrir. Og gáið að því að Eflingarfólk er almennt með lægstu launin í samfélaginu og býr við hæsta húsnæðiskostnaðinn. Síðan þegar sáttasemjari gerði óbreytt tilboð SA-manna að „miðlunartillögu“ sinni, í þeirri von að aftra verkföllum, þá var þessi víðtæka tilraun til að afnema sjálfstæðan samningsrétt Eflingar orðin öllum ljós. Þetta var auðvitað óþolandi fyrir Eflingarfólk. SA-menn eru hins vegar enn við sama heygarðshornið og hvika hvergi, virðast stóla á að með atkvæðagreiðslu um „miðlunartillöguna“ verði hægt að þvinga fram lausn samkvæmt upphaflegu plani þeirra. Nú blasir við að Efling hefur alvöru slagkraft og í það stefnir að áhrif verkfalla geta orðið víðtæk á næstunni. Enginn skyldi heldur vanmeta getu Eflingarfólks til að fella „miðlunartillögu“ sáttasemjara. Er þá ekki tímabært fyrir SA-menn að tengja sig við veruleikann og koma að samningaborðinu og leita lausna? Vilja þeir láta óbilgjarna málsmeðferð sína leiða deiluna í algjörar ógöngur? Húsnæðisstuðningur: Ríkið getur hjálpað til Til viðbótar við ósk um breytta launatöflu hefur Efling lagt ríka áherslu á að tekið sé tillit til óvenju mikils húsnæðiskostnaðar hjá Eflingarfólki, sem einkum býr á höfuðborgarsvæðinu, þar sem bæði íbúðaverð og leiga eru með allra hæsta móti á landinu. Eðli máls samkvæmt er hægt að mæta þessu með launahækkunum eða með lagfæringum á húsnæðisstuðningi opinbera velferðarkerfisins (leigubótum og vaxtabótum). Að mörgu leyti er einfaldara að leysa þetta á vettvangi stjórnmálanna. Megin markmið húsnæðisstuðningskerfa er yfirleitt þannig í grannríkjunum að þeir sem búa við mest íþyngjandi húsnæðiskostnað fá mestan stuðning. Íslenska kerfið er hins vegar ekki þannig. Það tekur raunar lítið sem ekkert tillit til raunverulegs húsnæðiskostnaðar. Þannig eru til dæmis greiddar húsaleigubætur til láglaunafólks lægri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu (skv. gögnum í Tekjusögu forsætisráðuneytisins frá 2020). Efling hefur unnið greiningu á virkni húsnæðisstuðningskerfisins sem sýnir mikla galla núverandi kerfis, einmitt hvað snertir það markmið að létta sérstaklega mest íþyngjandi húsnæðiskostnaðinn. Þessir gallar eru einnig nefndir í nýrri grænbók Innviðaráðuneytisins um húsnæðismál (sjá hér, bls. 31-38). Ef stjórnvöld fengjust til að endurskoða úthlutunarreglur húsnæðisstuðningsins þannig að kerfið skilaði umtalsvert meiri stuðningi til þeirra sem búa við mest íþyngjandi húsnæðiskostnað og jafnframt með aukinni reglun í formi leigubremsu o.fl. í anda þess sem víða tíðkast í grannríkjunum þá gæti það verið mikilvægt framlag til lausnar deilunni. Samantekt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að Efling hafi ekki ætlað sér að semja heldur fyrst og fremst að fara í verkföll. Það er eins rangt og nokkuð getur verið, eins og hér hefur verið sýnt. Efling hefur unnið tilboð sín faglega og hóflega og ítrekað nálgast SA-menn en ekki einu sinni fengið umræður um efnisatriði nýrrar launatöflu né aðrar útfærslur. Þetta er auðvitað með ólíkindum. Einmitt þess vegna er deilan komin á þann stað sem nú blasir við. Er ekki tímabært að tengja? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun