Harðræði ríkisins gegn Eflingu - epli Aðalsteins og afstaða VG Árni Stefán Árnason skrifar 4. febrúar 2023 15:00 „Vinstri græn standa með launafólki og stéttarfélögum þeirra í baráttunni fyrir réttindum og bættum kjörum“. Þessi stutti texti í stefnuskrá Vinstri grænna ætti að vera vitnisburður um það að láglaunafólk megi geta treyst á liðsinni þessa ríkisstjórnarflokks þó vægi hans í ríkisstjórn sé með því minnsta, sem þekkist í lýðræðisríki. En svo er ekki. Af verkunum eru menn metnir og fyrir liggur að á stuðning VG getur láglaunafólk ekki treyst. Framganga Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundar Inga er í mínum huga til háborinnar skammar. - Sú framganga þarfnast ekki útskýringa hér, hana þekkja allir. Eirðarleysi Flokks Fólksins og jafnaðarmannaflokks Íslands, sem kallar sig Samfylkinguna en flykkist ei um láglaunafólk á ögurstundu í þessu einstaka máli kemur líka verulega á óvart. Ég læt mig deilu Eflingar og Ríkissáttasemjara varða því einu sinni var ég í langan tíma á meðal þeirra lægst launuðu á Íslandi. Ég þurfti að sætta mig við, í þágu hundveikra foreldra minna, að lifa langt undir fátækramörkum. Sérfræðingar hins svokallaða ríkis, Ísland, líklega djúpt inni í ráðuneytum og stofnunum ákváðu þessi kjör okkar, sem falla undir skilgreiningu hins opinbera að vera umönnunaraðilar og þiggja fyrir það fjárframlag frá Tryggingastofnun. Raunverulegur fjöldi umönnunaraðila er örugglega miklu fleiri en styrkþegar því sumir þekkja ekki rétta sinn, aðrir uppfylla ekki forkastanlegar kröfur hins opinbera um slíka styrki en láta sig samt hafa það á þágu betri lífsgæða foreldra sinn, maka eða annara fjölskyldumeðlima. Nú hefur Katrín Jakobsdóttir gefið það út að ofangreind tilvitnun úr stefnuskrá VG sé að engu hafandi, sérfræðingar hennar telji það markleysu að standa með launafólki og stéttarfélögum. Þá eru líklega forsendur Katrínar fyrir frekari setu í ríkisstjórninni með öllu brostnar auk þess sem það er miklu fleira úr ranni VG, sem ekki er fylgt eftir af ráðherrum VG í ríkisstjórninni, ekki síst af hálfu Matvælaráðherra í dýravernd. Það er Svandísi Svavarsdóttur til háborinnar skammar eins og árið 2022 leiddi í ljós og nú síðast framkoma við kýr í Skagafirði og fjölmiðlar hafa greint frá. Hér skal hins vegar fjallað um mannvernd. Lögfræðingur, ljósmyndari og athafnamaður í fluggeiranum langt undir fátækramörkum í áratug Þetta framangreinda þjónustutímabil mitt í þágu ríkissjóðs og foreldra minna stóð í um áratug þegar ég þáði, sem einbirni, umönnunarbætur frá Tryggingastofnun fyrir að sinna hundveikum foreldrum heima hjá okkur 24/7, en við áttum sameiginlegt lögheimili og bjuggum saman. Það er í vissum skilningi gefandi en því fylgir líka andlegt og líkamlegt niðurbrot umönnunaraðila, söku aðstæðna, sem upp koma og fylgja elli sjúkra eldri borgara. Ríkið skammtar slíkum umönnunaraðilum um 150. þús. krónur á mánuði, háð því að umönnunaraðili hafi engar tekjur annarsstaðar frá. Umfjöllun um þetta þrælahald, sem ætlað er að bæta lífsgæði umræddra og annast er um og kjósa með hugann í 100% lagi, þó líkaminn sé löngu hruninn, að fá að tóra eins langt að dauðanum heima hjá sér verður líklega efni næstu greinar frá mér. Ekki kom þó annað til greina hjá mér en að tryggja að foreldrar mínir væru þar, sem þeim leið best þangað til þau og ég vorum orðin úrvinda og neyddumst breyta fyrirkomulaginu. - Engin þingmaður hefur tekið þessar skammarlegu aðstæður upp þó ég hafi áður drepið á þessu í skrifum. Það eru klárlega einhverjir, sem sitja ennþá í þessu þrælahaldi ríkisins. - Aðferðarfræði heilbrigðisþjónustu á hjúkrunarheimilinum er svo önnur ella og með sönnu aðferðarfræði, sem beitt er með það í huga að um endastöð aldraðra og sjúkra sé að ræða. Verulega er dregið úr vissum þáttum heilbrigðisþjónustu, sem ella stæðu til boða utan hjúkrunarheimila og sjálfsforræði tekið af vistmönnum og aðstandendum án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Það er há alverlegt og varð tilefni í pistil í ritun. - Inngangi lokið. - En aftur að deilu Eflingar við ríkið. Um Ríkissáttasemjara Ráðherra skipar Ríkissáttasemjara. Aðalsteinn Leifsson var því skipaður af íslenska ríkinu og telst vera með verulega víðtæka þekkingu í samningarétti og samningatækni skv. upplýsingum á vef Kjarnans 25. febrúar 2020, þá er hann var skipaður af félags og barnamálaráðherra, sem hafði úr þremur jafnhæfum einstaklingum að velja skv. nefnd, sem ráðherra þáði ráð frá. Samningatækni hans í vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins kemur mér því á óvart en það kann að skýrast af því að ég er einungis með grunnmenntun í lögfræði samningaréttar, sem lögfræðingur. Deilan Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er, með aðferðarfræði Ríkissáttasemjara, orðinn ójafn leikur á milli láglaunafólks og ríkisins. Samtök atvinnulífsins, sem vilja halda kostnaði í lágmarki og græða sem mest, sem er eðli viðskipta, eru meira að segja uggandi yfir framferði ríkissáttasemjara, eðlilega ef hægt er að taka mark á orðum talsmanns þeirra samtaka. Ríkissáttasemjara og vinum hans í ríkisstjórn er nokk sama ef marka má viðbrögð þeirra við rökstuðningi og kröfum Eflingar! Epli kennarans Aðalsteins Leifssonar Einu sinni, fyrir margt löngu, hitti ég, sem nemandi í samningarétti lögfræðinnar, hinn vinalega Aðalstein Leifsson, nú Ríkissáttasemjara. Innkoma hans þennan eina tíma átti að vera framlag lagadeildar háskólans til okkar nemanna í samningarétti. Ég man lítið annað úr tímanum en að hann henti epli út í sal og sagði okkur að semja um það. Ég persónulega hafði engan áhuga á eplinu, kunni betur við að læra meginreglur samningaréttar frá fornu fari og tók því ekki þátt í að tileinka mér samningatækni Aðalsteins. Svo lauk tímanum og ég man ekki nákvæmlega hvort framlag Aðalsteins gagnaðist mér eður ei. Umrætt epli kom þó ei fyrir í lokaprófi þannig að ég slapp fyrir horn. Hin glórulausa miðlunartillaga og krafa um afhendingu félagatals Eflingar Nú hendir Aðalsteinn öðru en skemmdu epli eins og málið allt blasir við mér. Miðlunartillögu, að því er virðist, sem samningatækni, en sú framganga hans nú er mér jafn óskiljanleg og þessi kennsla í samningatækni með eplið forðum daga. Aðalsteinn ætlar að ganga lengra með því að ætla að krefjast úrskurðar dómara til að knýja Eflingu til að afhenda umrætt félagatal og er það mér líka óskiljanlegt því ég finn hvergi heimild hans til þess í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur til slíks, en líklega er ekki við hann að sakast heldur einhverja kollega mína, sem hreinlega kunna ekki til verka eða eru hreinir já menn yfirmanna sinna eins og þekkt er út ráðuneytum og stofnunum þeirra. Fæ ekki séð að Aðalsteinn hafi nokkrar heimildir í lögum til að gera þetta og því síður að setja fram miðlunartillöguna án samráðs við Eflingu. Það er ótvírætt skilyrði skv. lögunum, sem hann hefur ei uppfyllt að sögn formanns Eflingar. Ekki er nokkur ástæða til að draga orð Sólveigar Önnu um það í efa. Að hægt sé að hafa aðra skoðun er mér óskiljanlegt. Öll framganga ríkissáttasemjara er mjög torskilin í lögfræðilegum skilningi. Lögin eru skýr. Frávísun eða úrskurður? Skammur tími dómarans til að leiða málið til lykta fyrir dómstólum vekur upp spurningar hjá mér. Ekki er heimilt að vísa efnislegri niðurstöðu dómarans til Landsréttar, sem er fráleit regla í réttarfari í úrskurðarmálum. Efling leggur fram greinargerð árla dags í dag, málflutningur skylst mér að eigi að fara fram samdægurs og dómarinn og dómarinn hyggst klára málið strax eftir það eftir því sem fréttir herma. Var hann búinn að ákveða niðurstöðu sína fyrirfram þá er málið fór í fyrirtöku? Ég trúi því að dómarinn muni vísa málinu frá, sem ég reiknaði með að það yrði krafa lögmanns Eflingar þá er fyrirtaka fór fram eða komi fram í greinargerð. Dómarinn úrskurði ekki í málinu og að vararíkissáttasemjari þori að taka við málinu neyðist Aðalsteinn til að víkja enda hefur Efling lýst yfir vantrausti á Aðalstein og dæmt hann úr leik af hálfu stéttarfélagsins. Það er niðurlægjandi fyrir Aðalstein, Guðmund Inga og Katrínu Jakobs, vægast sagt. Í versta falla getur dómari úrskurðað að Efling skuli afhenda félagatalið og í allra versta falli með aðstoð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem getur boðað til lögreglu. Þá væri það litla sem eftir lifir af réttarríkinu, að mínu mati, með öllu hrunið. A.m.k. verður dagurinn í dag áhugaverður þá er málflutningur fer fram þó ríkislögmanni gefist svakalega skammur tími til að kynna sér greinargerð Eflingar. Stjórnsýslukæra Eflingar, sem nú hefur verið vísað frá og dregin til baka af Eflingu er líka áhugvert move. Var tilgangslaus að mínu mati þá er ég hóf þessi skrif í upphafi vikunnar og er ég sammála röksemdum Eflingar í þeim efnum þá er kæran var dregin til baka. Það tekur von úr viti að fá niðurstöðu frá ráðuneytum í stjórnsýslukærum og oft hafa mál verið löngu leidd til lykta þegar ráðuneytin loksins nenna að hreyfa sig. Engu að síður er ég ósammála ráðuneytinu um kæranleika. Miðlunartillagan var með sönnu stjórnsýsluákvörðun um réttindi og skyldur manna í mínum huga, sem er skilyrði fyrir því að ráðuneyti geti tekið slíka kæru til meðferðar. Afar ólíklegt hefði hins vegar verið er að þeir lögfræðingar, sem fengu hana til meðhöndlunar hefðu gengið efnislega gegn yfirmanni sínum, sem í raun hafði gert sig vanhæfan til að fjalla um hana á fyrri stigum með glannalegum yfirlýsingum og fylgt var eftir af forsætisráðherra. Sú aðferð Eflingar að stefna Ríkissáttasemjari til ógildingar á miðlunartillögunni efast ég um að fái nokkurn hljómgrunn hjá dómara enda ber að mínu mati fyrst að leiða málið til lykta hjá stjórnvöldum með kæru. Hvort síðan ákvörðun ráðuneytisins gæti leitt til þess að hún væri ógildanleg set ég stórt spurningamerki við nema hún stangist bókstaflega á við lög. Það yrðu þá að vera röksemdir Eflingar í kröfugerð að ég tel. Fyrirmyndarframganga Sólveigar Önnu Framganga Sólveigar Önnu formanns Eflingar er framganga hugsjóna verkalýðsleiðtoga eins og þeir áttu það til að vera í gamla daga. Hún er um margt ólík framgöngu forystusauða á Íslandi dagsins í dag og til eftirbreytni, að mínu mati. Grimm en réttlát pólitík gegn pólitískum risum, sem tala í nafni ríkisins og með ríkisvald í fanginu, þó líklegt sé að flestir láglaunamenn séu ósammála forsætisráðherra, sem leiðir ríkisstjórnunina. Sólveg Anna býr til ný viðmið og ræðst á spilaborgir stjórnmálamanna svo í hökktir. Hún leyfir forsætisráðherra ekki að komast upp með svívirðingar í fjölmiðlum, gengur á eftir rökstuðningi og krefst fundar með Katrínu Jakobsdóttur, sem ég tel þegar hafa gert sig vanhæfa til að koma meira nálægt þessu máli skv. meginreglum stjórnsýsluréttar eins og kollegi hennar Guðmundur Ingi, sem segja bæði fyrir kosingar og eins og áður var drepið á: ,,Vinstri græn standa með launafólki og stéttarfélögum þeirra í baráttunni fyrir réttindum og bættum kjörum. Laun þurfa að lágmarki að duga fyrir grunnframfærslu, vinnuvikan á að styttast án kjaraskerðingar og upphæðir almannatrygginga að fylgja launaþróun". (úr stefnuskrá VG) Katrín segist hafa þegið ráð sérfræðinga. Mér kemur fyrst til hugar íhaldið , vernarengill Samtaka atvinnulífsins! Katrín mun reyna að komast hjá þeim fundi og svörum og bera því við að ekki sé tímabært að stjórnvöld skipti sér af deilunni, sem þau hafa þegar gert með svívirðilegum hætti gegn láglaunafólki. Tel að hún óttist það kaliber, sem Sólveig Anna er á. Ég segi nú bara: svona á að gera hlutina en ekki eins og t.d. RÚV, útvarp allra landsmanna og fleiri fjölmiðlar, sem kyrja enda- og gagnrýnislaust: Forsætisráðherra segir, forsætisráðherra segir.....og lepja allt gagnrýnislaust upp eftir stjórnmálamönnum án nokkura viðbragða gagnrýnna fjölmiðlamanna. Ýtt undir áframhaldandi fátækt í landinu Gríðarleg fátækt er í landinu. Handbendi Íhaldsins í ríkisstjórn, hinir Vinstri grænu, Guðmundur Ingi ráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, með lágmarksfylgi skv. skoðanakönnunum, stýrast greinilega af þeim áhrifum. Vel undir 10% þjóðarinnar eru sammála vinnubrögðum Vinstri grænna í ríkisstjórninni skv. könnunum. Þeim er alveg sama og hlusta ekkert á fulltrúa þúsunda láglaunamanna, sem eru óánægð með framgöngu ríkissáttasemjara. Viðbrög þeirra við forkastanlegum leik Ríkissáttasemjara, að mínu mati, eru vitnisburður um það. Á sama tíma og þúsundir láglaunafólks berjast við sáttasemjara ríkisins er Guðmundi Inga mikilvægara að fara að stjórna norrænum fundi en hitta talsmenn hinna lægst launuðu, fundi sem líklega kemur ekkert út úr frekar en öðrum fundum á sama kaliberi. Þvílík forgansröðun hins Vinstri græna ráðherra. Stjórnarfar á Íslandi hefur aldrei verið verra Stjórnarfar á Íslandi hefur aldrei verið verra, ég hef oft haldið því fram og rökstutt. Það er þjakað af spillingu. Það er bókstaflega ekkert ráðuneyti sem stenst væntingar lengur, að mínu mati, enda engin ráðherra fagmaður á sviði ráðuneyta sinna og engar hæfiskröfur gerðar til þingmanna utan ólaskaðs mannorðs, sem er huglægt. Fagmennska er löngu fyrir bý sökum viðvaninga, sem kjósast í áhrifastöður til þings og sumir fara þaðan inn í ráðuneyti þar sem oftar en ekki er ei unnið skv. lögum heldur hentugleika ráðherra og þeirra, sem tekst að pota þeim þangað, hagsmunaaðila, sem eru skuggastjórnendur þeirra. Kjósendum er um að kenna að nokkru Þetta er okkur kjósendum að kenna. Við eltum ólar við loforðaflauminn fyrir kosningar eins og við lærum aldrei og göngum svo í fullkominni hjarðhegðun og með öllu gagnrýnislaus til kosninga þrátt fyrir að vera linnulaust óánægð með stjórnarfar, stjórnsýslu og störf þingsins á milli kosninga. Að mínu mati er ekki varið í nokkurn þingmann í dag og ég treysti mér ekki til að skilgreina nokkurn þeirra sem hugsjóna stjórnmálamann. Hjá þeim og fyrir mér snýst daglegur þingmannaleikur þeirra um að grípa gæsina sér til framdráttar þegar svo ber undir. Og blaðrir úr ræðustól þingsins, ég slekk yfirleitt á beinni útsendingu þaðan um leið og ég hef kveikt á henni. Eflum mannréttindi láglaunafólks, sem margt hvert heldur þjóðfélaginu gangandi ólíkt því, sem hægt er að segja um margan ráðherrann á margföldum launum hinna lægst launuðu! Höfundur er lögfræðingur og áhugamaður um mannréttindi og dýravernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Árni Stefán Árnason Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
„Vinstri græn standa með launafólki og stéttarfélögum þeirra í baráttunni fyrir réttindum og bættum kjörum“. Þessi stutti texti í stefnuskrá Vinstri grænna ætti að vera vitnisburður um það að láglaunafólk megi geta treyst á liðsinni þessa ríkisstjórnarflokks þó vægi hans í ríkisstjórn sé með því minnsta, sem þekkist í lýðræðisríki. En svo er ekki. Af verkunum eru menn metnir og fyrir liggur að á stuðning VG getur láglaunafólk ekki treyst. Framganga Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundar Inga er í mínum huga til háborinnar skammar. - Sú framganga þarfnast ekki útskýringa hér, hana þekkja allir. Eirðarleysi Flokks Fólksins og jafnaðarmannaflokks Íslands, sem kallar sig Samfylkinguna en flykkist ei um láglaunafólk á ögurstundu í þessu einstaka máli kemur líka verulega á óvart. Ég læt mig deilu Eflingar og Ríkissáttasemjara varða því einu sinni var ég í langan tíma á meðal þeirra lægst launuðu á Íslandi. Ég þurfti að sætta mig við, í þágu hundveikra foreldra minna, að lifa langt undir fátækramörkum. Sérfræðingar hins svokallaða ríkis, Ísland, líklega djúpt inni í ráðuneytum og stofnunum ákváðu þessi kjör okkar, sem falla undir skilgreiningu hins opinbera að vera umönnunaraðilar og þiggja fyrir það fjárframlag frá Tryggingastofnun. Raunverulegur fjöldi umönnunaraðila er örugglega miklu fleiri en styrkþegar því sumir þekkja ekki rétta sinn, aðrir uppfylla ekki forkastanlegar kröfur hins opinbera um slíka styrki en láta sig samt hafa það á þágu betri lífsgæða foreldra sinn, maka eða annara fjölskyldumeðlima. Nú hefur Katrín Jakobsdóttir gefið það út að ofangreind tilvitnun úr stefnuskrá VG sé að engu hafandi, sérfræðingar hennar telji það markleysu að standa með launafólki og stéttarfélögum. Þá eru líklega forsendur Katrínar fyrir frekari setu í ríkisstjórninni með öllu brostnar auk þess sem það er miklu fleira úr ranni VG, sem ekki er fylgt eftir af ráðherrum VG í ríkisstjórninni, ekki síst af hálfu Matvælaráðherra í dýravernd. Það er Svandísi Svavarsdóttur til háborinnar skammar eins og árið 2022 leiddi í ljós og nú síðast framkoma við kýr í Skagafirði og fjölmiðlar hafa greint frá. Hér skal hins vegar fjallað um mannvernd. Lögfræðingur, ljósmyndari og athafnamaður í fluggeiranum langt undir fátækramörkum í áratug Þetta framangreinda þjónustutímabil mitt í þágu ríkissjóðs og foreldra minna stóð í um áratug þegar ég þáði, sem einbirni, umönnunarbætur frá Tryggingastofnun fyrir að sinna hundveikum foreldrum heima hjá okkur 24/7, en við áttum sameiginlegt lögheimili og bjuggum saman. Það er í vissum skilningi gefandi en því fylgir líka andlegt og líkamlegt niðurbrot umönnunaraðila, söku aðstæðna, sem upp koma og fylgja elli sjúkra eldri borgara. Ríkið skammtar slíkum umönnunaraðilum um 150. þús. krónur á mánuði, háð því að umönnunaraðili hafi engar tekjur annarsstaðar frá. Umfjöllun um þetta þrælahald, sem ætlað er að bæta lífsgæði umræddra og annast er um og kjósa með hugann í 100% lagi, þó líkaminn sé löngu hruninn, að fá að tóra eins langt að dauðanum heima hjá sér verður líklega efni næstu greinar frá mér. Ekki kom þó annað til greina hjá mér en að tryggja að foreldrar mínir væru þar, sem þeim leið best þangað til þau og ég vorum orðin úrvinda og neyddumst breyta fyrirkomulaginu. - Engin þingmaður hefur tekið þessar skammarlegu aðstæður upp þó ég hafi áður drepið á þessu í skrifum. Það eru klárlega einhverjir, sem sitja ennþá í þessu þrælahaldi ríkisins. - Aðferðarfræði heilbrigðisþjónustu á hjúkrunarheimilinum er svo önnur ella og með sönnu aðferðarfræði, sem beitt er með það í huga að um endastöð aldraðra og sjúkra sé að ræða. Verulega er dregið úr vissum þáttum heilbrigðisþjónustu, sem ella stæðu til boða utan hjúkrunarheimila og sjálfsforræði tekið af vistmönnum og aðstandendum án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Það er há alverlegt og varð tilefni í pistil í ritun. - Inngangi lokið. - En aftur að deilu Eflingar við ríkið. Um Ríkissáttasemjara Ráðherra skipar Ríkissáttasemjara. Aðalsteinn Leifsson var því skipaður af íslenska ríkinu og telst vera með verulega víðtæka þekkingu í samningarétti og samningatækni skv. upplýsingum á vef Kjarnans 25. febrúar 2020, þá er hann var skipaður af félags og barnamálaráðherra, sem hafði úr þremur jafnhæfum einstaklingum að velja skv. nefnd, sem ráðherra þáði ráð frá. Samningatækni hans í vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins kemur mér því á óvart en það kann að skýrast af því að ég er einungis með grunnmenntun í lögfræði samningaréttar, sem lögfræðingur. Deilan Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er, með aðferðarfræði Ríkissáttasemjara, orðinn ójafn leikur á milli láglaunafólks og ríkisins. Samtök atvinnulífsins, sem vilja halda kostnaði í lágmarki og græða sem mest, sem er eðli viðskipta, eru meira að segja uggandi yfir framferði ríkissáttasemjara, eðlilega ef hægt er að taka mark á orðum talsmanns þeirra samtaka. Ríkissáttasemjara og vinum hans í ríkisstjórn er nokk sama ef marka má viðbrögð þeirra við rökstuðningi og kröfum Eflingar! Epli kennarans Aðalsteins Leifssonar Einu sinni, fyrir margt löngu, hitti ég, sem nemandi í samningarétti lögfræðinnar, hinn vinalega Aðalstein Leifsson, nú Ríkissáttasemjara. Innkoma hans þennan eina tíma átti að vera framlag lagadeildar háskólans til okkar nemanna í samningarétti. Ég man lítið annað úr tímanum en að hann henti epli út í sal og sagði okkur að semja um það. Ég persónulega hafði engan áhuga á eplinu, kunni betur við að læra meginreglur samningaréttar frá fornu fari og tók því ekki þátt í að tileinka mér samningatækni Aðalsteins. Svo lauk tímanum og ég man ekki nákvæmlega hvort framlag Aðalsteins gagnaðist mér eður ei. Umrætt epli kom þó ei fyrir í lokaprófi þannig að ég slapp fyrir horn. Hin glórulausa miðlunartillaga og krafa um afhendingu félagatals Eflingar Nú hendir Aðalsteinn öðru en skemmdu epli eins og málið allt blasir við mér. Miðlunartillögu, að því er virðist, sem samningatækni, en sú framganga hans nú er mér jafn óskiljanleg og þessi kennsla í samningatækni með eplið forðum daga. Aðalsteinn ætlar að ganga lengra með því að ætla að krefjast úrskurðar dómara til að knýja Eflingu til að afhenda umrætt félagatal og er það mér líka óskiljanlegt því ég finn hvergi heimild hans til þess í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur til slíks, en líklega er ekki við hann að sakast heldur einhverja kollega mína, sem hreinlega kunna ekki til verka eða eru hreinir já menn yfirmanna sinna eins og þekkt er út ráðuneytum og stofnunum þeirra. Fæ ekki séð að Aðalsteinn hafi nokkrar heimildir í lögum til að gera þetta og því síður að setja fram miðlunartillöguna án samráðs við Eflingu. Það er ótvírætt skilyrði skv. lögunum, sem hann hefur ei uppfyllt að sögn formanns Eflingar. Ekki er nokkur ástæða til að draga orð Sólveigar Önnu um það í efa. Að hægt sé að hafa aðra skoðun er mér óskiljanlegt. Öll framganga ríkissáttasemjara er mjög torskilin í lögfræðilegum skilningi. Lögin eru skýr. Frávísun eða úrskurður? Skammur tími dómarans til að leiða málið til lykta fyrir dómstólum vekur upp spurningar hjá mér. Ekki er heimilt að vísa efnislegri niðurstöðu dómarans til Landsréttar, sem er fráleit regla í réttarfari í úrskurðarmálum. Efling leggur fram greinargerð árla dags í dag, málflutningur skylst mér að eigi að fara fram samdægurs og dómarinn og dómarinn hyggst klára málið strax eftir það eftir því sem fréttir herma. Var hann búinn að ákveða niðurstöðu sína fyrirfram þá er málið fór í fyrirtöku? Ég trúi því að dómarinn muni vísa málinu frá, sem ég reiknaði með að það yrði krafa lögmanns Eflingar þá er fyrirtaka fór fram eða komi fram í greinargerð. Dómarinn úrskurði ekki í málinu og að vararíkissáttasemjari þori að taka við málinu neyðist Aðalsteinn til að víkja enda hefur Efling lýst yfir vantrausti á Aðalstein og dæmt hann úr leik af hálfu stéttarfélagsins. Það er niðurlægjandi fyrir Aðalstein, Guðmund Inga og Katrínu Jakobs, vægast sagt. Í versta falla getur dómari úrskurðað að Efling skuli afhenda félagatalið og í allra versta falli með aðstoð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem getur boðað til lögreglu. Þá væri það litla sem eftir lifir af réttarríkinu, að mínu mati, með öllu hrunið. A.m.k. verður dagurinn í dag áhugaverður þá er málflutningur fer fram þó ríkislögmanni gefist svakalega skammur tími til að kynna sér greinargerð Eflingar. Stjórnsýslukæra Eflingar, sem nú hefur verið vísað frá og dregin til baka af Eflingu er líka áhugvert move. Var tilgangslaus að mínu mati þá er ég hóf þessi skrif í upphafi vikunnar og er ég sammála röksemdum Eflingar í þeim efnum þá er kæran var dregin til baka. Það tekur von úr viti að fá niðurstöðu frá ráðuneytum í stjórnsýslukærum og oft hafa mál verið löngu leidd til lykta þegar ráðuneytin loksins nenna að hreyfa sig. Engu að síður er ég ósammála ráðuneytinu um kæranleika. Miðlunartillagan var með sönnu stjórnsýsluákvörðun um réttindi og skyldur manna í mínum huga, sem er skilyrði fyrir því að ráðuneyti geti tekið slíka kæru til meðferðar. Afar ólíklegt hefði hins vegar verið er að þeir lögfræðingar, sem fengu hana til meðhöndlunar hefðu gengið efnislega gegn yfirmanni sínum, sem í raun hafði gert sig vanhæfan til að fjalla um hana á fyrri stigum með glannalegum yfirlýsingum og fylgt var eftir af forsætisráðherra. Sú aðferð Eflingar að stefna Ríkissáttasemjari til ógildingar á miðlunartillögunni efast ég um að fái nokkurn hljómgrunn hjá dómara enda ber að mínu mati fyrst að leiða málið til lykta hjá stjórnvöldum með kæru. Hvort síðan ákvörðun ráðuneytisins gæti leitt til þess að hún væri ógildanleg set ég stórt spurningamerki við nema hún stangist bókstaflega á við lög. Það yrðu þá að vera röksemdir Eflingar í kröfugerð að ég tel. Fyrirmyndarframganga Sólveigar Önnu Framganga Sólveigar Önnu formanns Eflingar er framganga hugsjóna verkalýðsleiðtoga eins og þeir áttu það til að vera í gamla daga. Hún er um margt ólík framgöngu forystusauða á Íslandi dagsins í dag og til eftirbreytni, að mínu mati. Grimm en réttlát pólitík gegn pólitískum risum, sem tala í nafni ríkisins og með ríkisvald í fanginu, þó líklegt sé að flestir láglaunamenn séu ósammála forsætisráðherra, sem leiðir ríkisstjórnunina. Sólveg Anna býr til ný viðmið og ræðst á spilaborgir stjórnmálamanna svo í hökktir. Hún leyfir forsætisráðherra ekki að komast upp með svívirðingar í fjölmiðlum, gengur á eftir rökstuðningi og krefst fundar með Katrínu Jakobsdóttur, sem ég tel þegar hafa gert sig vanhæfa til að koma meira nálægt þessu máli skv. meginreglum stjórnsýsluréttar eins og kollegi hennar Guðmundur Ingi, sem segja bæði fyrir kosingar og eins og áður var drepið á: ,,Vinstri græn standa með launafólki og stéttarfélögum þeirra í baráttunni fyrir réttindum og bættum kjörum. Laun þurfa að lágmarki að duga fyrir grunnframfærslu, vinnuvikan á að styttast án kjaraskerðingar og upphæðir almannatrygginga að fylgja launaþróun". (úr stefnuskrá VG) Katrín segist hafa þegið ráð sérfræðinga. Mér kemur fyrst til hugar íhaldið , vernarengill Samtaka atvinnulífsins! Katrín mun reyna að komast hjá þeim fundi og svörum og bera því við að ekki sé tímabært að stjórnvöld skipti sér af deilunni, sem þau hafa þegar gert með svívirðilegum hætti gegn láglaunafólki. Tel að hún óttist það kaliber, sem Sólveig Anna er á. Ég segi nú bara: svona á að gera hlutina en ekki eins og t.d. RÚV, útvarp allra landsmanna og fleiri fjölmiðlar, sem kyrja enda- og gagnrýnislaust: Forsætisráðherra segir, forsætisráðherra segir.....og lepja allt gagnrýnislaust upp eftir stjórnmálamönnum án nokkura viðbragða gagnrýnna fjölmiðlamanna. Ýtt undir áframhaldandi fátækt í landinu Gríðarleg fátækt er í landinu. Handbendi Íhaldsins í ríkisstjórn, hinir Vinstri grænu, Guðmundur Ingi ráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, með lágmarksfylgi skv. skoðanakönnunum, stýrast greinilega af þeim áhrifum. Vel undir 10% þjóðarinnar eru sammála vinnubrögðum Vinstri grænna í ríkisstjórninni skv. könnunum. Þeim er alveg sama og hlusta ekkert á fulltrúa þúsunda láglaunamanna, sem eru óánægð með framgöngu ríkissáttasemjara. Viðbrög þeirra við forkastanlegum leik Ríkissáttasemjara, að mínu mati, eru vitnisburður um það. Á sama tíma og þúsundir láglaunafólks berjast við sáttasemjara ríkisins er Guðmundi Inga mikilvægara að fara að stjórna norrænum fundi en hitta talsmenn hinna lægst launuðu, fundi sem líklega kemur ekkert út úr frekar en öðrum fundum á sama kaliberi. Þvílík forgansröðun hins Vinstri græna ráðherra. Stjórnarfar á Íslandi hefur aldrei verið verra Stjórnarfar á Íslandi hefur aldrei verið verra, ég hef oft haldið því fram og rökstutt. Það er þjakað af spillingu. Það er bókstaflega ekkert ráðuneyti sem stenst væntingar lengur, að mínu mati, enda engin ráðherra fagmaður á sviði ráðuneyta sinna og engar hæfiskröfur gerðar til þingmanna utan ólaskaðs mannorðs, sem er huglægt. Fagmennska er löngu fyrir bý sökum viðvaninga, sem kjósast í áhrifastöður til þings og sumir fara þaðan inn í ráðuneyti þar sem oftar en ekki er ei unnið skv. lögum heldur hentugleika ráðherra og þeirra, sem tekst að pota þeim þangað, hagsmunaaðila, sem eru skuggastjórnendur þeirra. Kjósendum er um að kenna að nokkru Þetta er okkur kjósendum að kenna. Við eltum ólar við loforðaflauminn fyrir kosningar eins og við lærum aldrei og göngum svo í fullkominni hjarðhegðun og með öllu gagnrýnislaus til kosninga þrátt fyrir að vera linnulaust óánægð með stjórnarfar, stjórnsýslu og störf þingsins á milli kosninga. Að mínu mati er ekki varið í nokkurn þingmann í dag og ég treysti mér ekki til að skilgreina nokkurn þeirra sem hugsjóna stjórnmálamann. Hjá þeim og fyrir mér snýst daglegur þingmannaleikur þeirra um að grípa gæsina sér til framdráttar þegar svo ber undir. Og blaðrir úr ræðustól þingsins, ég slekk yfirleitt á beinni útsendingu þaðan um leið og ég hef kveikt á henni. Eflum mannréttindi láglaunafólks, sem margt hvert heldur þjóðfélaginu gangandi ólíkt því, sem hægt er að segja um margan ráðherrann á margföldum launum hinna lægst launuðu! Höfundur er lögfræðingur og áhugamaður um mannréttindi og dýravernd.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar