Þrekvirki á sjötugsafmælinu átján mánuðum eftir hjartaaðgerð Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 20:01 Sigmundur Stefánsson, afmælisbarn og hlaupari, í íþróttahöll Selfoss í dag. Vísir/Egill Sjötugur hlaupari á Selfossi fagnaði í dag afmælisdeginum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra, einu og hálfu ári eftir opna hjartaaðgerð og krabbameinsmeðferð. Hann er vonsvikinn að hafa ekki náð sjötíu kílómetra markmiðinu en færð, veður og krampar settu strik í reikninginn. Við hittum afmælisbarnið á hlaupum. Sigmundur Stefánsson á Selfossi er sjötugur í dag og ákvað fyrir nokkru síðan að á afmælisdaginn skyldi hann hlaupa sjötíu kílómetra, tíu sjö kílómetra hringi, og safna áheitum fyrir Krabbameinsfélag Árnesinga og Hjartaheill. Og það var frækinn hópur sem lagði af stað klukkan sjö við Sundhöll Selfoss í morgun en plön gengu ekki alveg eftir. Hvorki veður né færð voru nefnilega með besta móti í dag. Hlaupið, sem Sigmundur hefur nefnt Simmalinginn, var því fært inn í íþróttahöll Selfoss. Bara gleði þrátt fyrir allt Og við hittum Sigmund í miðjum sjöunda hring síðdegis í dag. Hann kvað það vonbrigði að þurfa að stytta hlaupið en ofboðslegir krampar hafi því miður borið hann ofurliði. „Ég var orðinn stífur allur. Það var verið að lengja pásurnar í morgun til að nudda. Hjúkkur og læknar og fleiri en svona er þetta bara, maðurinn er svona, við ráðum ekki við það. En það er bara gleði. Og við erum ákveðin í að halda áfram og það er bara frábært að vera búin með sjö hringi, þó að við höfum ætlað að taka þá tíu.“ Lífið heldur áfram Sigmundur lauk meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli um áramótin og fyrir einu og hálfu ári gekkst hann undir opna hjartaaðgerð. Og hann hleypur með boðskap í huga. „Við erum að benda fólki á það að lífið er ekki búið. Þú getur haldið áfram. Og við ætlum að halda áfram og klára þetta.“ Ég sé að þú ert með hóp með þér. Er búið að vera fjölmenni í allan dag? „Það er búið að vera fjölmenni í allan dag. Við byrjuðum tuttugu og einn í morgun, svo hefur þetta verið í kringum tíu manns í hverjum hring. Og bara gleði og allir ánægðir.“ Sannarlega eftirminnilegur afmælisdagur hjá Sigmundi sem stefndi á heita pottinn í Sundhöll Selfoss að loknu þrekvirki dagsins. Þá hyggst hann klára kílómetrana sjötíu þegar betur viðrar í sumar. Enn er hægt að heita á Sigmund á vef Hjartaheilla og Krabbameinsfélags Árnessýslu. Þegar þetta er ritað hefur Sigmundur samtals safnað næstum 680 þúsund krónum fyrir félögin. Árborg Félagsmál Hlaup Tímamót Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Sigmundur Stefánsson á Selfossi er sjötugur í dag og ákvað fyrir nokkru síðan að á afmælisdaginn skyldi hann hlaupa sjötíu kílómetra, tíu sjö kílómetra hringi, og safna áheitum fyrir Krabbameinsfélag Árnesinga og Hjartaheill. Og það var frækinn hópur sem lagði af stað klukkan sjö við Sundhöll Selfoss í morgun en plön gengu ekki alveg eftir. Hvorki veður né færð voru nefnilega með besta móti í dag. Hlaupið, sem Sigmundur hefur nefnt Simmalinginn, var því fært inn í íþróttahöll Selfoss. Bara gleði þrátt fyrir allt Og við hittum Sigmund í miðjum sjöunda hring síðdegis í dag. Hann kvað það vonbrigði að þurfa að stytta hlaupið en ofboðslegir krampar hafi því miður borið hann ofurliði. „Ég var orðinn stífur allur. Það var verið að lengja pásurnar í morgun til að nudda. Hjúkkur og læknar og fleiri en svona er þetta bara, maðurinn er svona, við ráðum ekki við það. En það er bara gleði. Og við erum ákveðin í að halda áfram og það er bara frábært að vera búin með sjö hringi, þó að við höfum ætlað að taka þá tíu.“ Lífið heldur áfram Sigmundur lauk meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli um áramótin og fyrir einu og hálfu ári gekkst hann undir opna hjartaaðgerð. Og hann hleypur með boðskap í huga. „Við erum að benda fólki á það að lífið er ekki búið. Þú getur haldið áfram. Og við ætlum að halda áfram og klára þetta.“ Ég sé að þú ert með hóp með þér. Er búið að vera fjölmenni í allan dag? „Það er búið að vera fjölmenni í allan dag. Við byrjuðum tuttugu og einn í morgun, svo hefur þetta verið í kringum tíu manns í hverjum hring. Og bara gleði og allir ánægðir.“ Sannarlega eftirminnilegur afmælisdagur hjá Sigmundi sem stefndi á heita pottinn í Sundhöll Selfoss að loknu þrekvirki dagsins. Þá hyggst hann klára kílómetrana sjötíu þegar betur viðrar í sumar. Enn er hægt að heita á Sigmund á vef Hjartaheilla og Krabbameinsfélags Árnessýslu. Þegar þetta er ritað hefur Sigmundur samtals safnað næstum 680 þúsund krónum fyrir félögin.
Árborg Félagsmál Hlaup Tímamót Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira