Bleiki liturinn settur í sviðsljósið með nýjum kerrum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. janúar 2023 10:28 Bleiku kerrurnar eru minni en þær gulu. Þá þarf ekki að teygja sig jafn langt niður í hana. Vísir/Vilhelm Nokkrar Bónusverslanir hafa fengið bleikar innkaupakerrur sem viðskiptavinir geta nýtt sér þegar verslað er. Kerrurnar eru minni en þær gulu en markaðsstjórinn segir nýju kerrurnar vera það sem viðskiptavinir hafa verið að kalla eftir. Í átta verslunum Bónus hafa bleikar kerrur bæst við í innkaupakerruflóruna, sem fyrir samanstóð af gulum stálkerrum, gráleitum og gulum plastkerrum og gulum plastkörfum. Kerrurnar eru úr stáli líkt og þeir gulu en eru mun minni. Í samtali við fréttastofu segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, að þetta hafi lengi verið í skoðun hjá fyrirtækinu. Hann segir kerrurnar vera það sem viðskiptavinir verslana þeirra hafi verið að kalla eftir. „Þetta er öðruvísi týpa, þær eru aðeins minni en við höfum verið með. Viðskiptavinirnir hafa verið að kalla eftir minni kerrum. Svo er botninn í þessum aðeins hærri svo það er ekki eins langt að teygja sig niður í hana. Við gerðum könnun á Facebook um hvað kúnnar voru að fíla mest. Það var sláandi að sjá að það voru eiginlega allir að fíla þessar plastkerrur sem eru léttari og minni,“ segir Baldur. Í umræddri könnun Bónus tóku rúmlega 2.300 manns þátt, 1.500 manns völdu plastkerruna og 778 völdu gulu stálkerruna. Einungis 75 manns sögðust fíla gulu körfuna mest. Vandamálið með plastkerrurnar er þó að þær eru ekki jafn endingargóðar og stálkerrurnar. Því var fundinn millivegur, stálkerra í svipaðri stærð og plastkerrurnar. Þá vildu viðskiptavinir ekki fá aðra gula kerru heldur bleika, líkt og bónusgrísinn sjálfur. „Þá var sagt að nú væri tími bleika litarins. Fengum að sjá sýnishorn af bleiku kerrunni og hún leit svona glimrandi vel út. Við ákváðum að slá til og panta einn gám af þessum kerrum sem komu núna í janúar,“ segir Baldur. Gulu kerrurnar munu þó ekki kveðja enda oft á tíðum sem fólk þarf á stórri kerru að halda. Fólk er samt sem áður mjög ánægt með nýju kerrurnar. Viðskiptavinir keppast við að senda á fyrirtækið myndir af sér með kerrurnar. Bleiku kerrurnar eru nýjar í flóru verslana Bónus. Vísir/Vilhelm Baldur segir að með breytingunni sé klárlega verið að setja annan svip á búðina. Bleiki liturinn er alltaf að verða meira og meira áberandi og guli liturinn, sem hefur verið allsráðandi um árabil, fær að vera í aukahlutverki í smá tíma. „Í þeim búðum sem hafa fengið upplyftingu höfum við verið að bæta svarta litnum við. Kapparnir fyrir ofan kælana og verslunarstjóraskrifstofurnar, þeir eru orðnir svartir. Við erum að gera aðeins meira úr grísnum, stækka hann aðeins meira á ýmsum stöðum. Og nota bleika litinn meira í letur. Bleiki liturinn er að færa sig upp á skaftið hjá okkur, það er mjög ljóst,“ segir Baldur. Verslun Tímamót Neytendur Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Í átta verslunum Bónus hafa bleikar kerrur bæst við í innkaupakerruflóruna, sem fyrir samanstóð af gulum stálkerrum, gráleitum og gulum plastkerrum og gulum plastkörfum. Kerrurnar eru úr stáli líkt og þeir gulu en eru mun minni. Í samtali við fréttastofu segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, að þetta hafi lengi verið í skoðun hjá fyrirtækinu. Hann segir kerrurnar vera það sem viðskiptavinir verslana þeirra hafi verið að kalla eftir. „Þetta er öðruvísi týpa, þær eru aðeins minni en við höfum verið með. Viðskiptavinirnir hafa verið að kalla eftir minni kerrum. Svo er botninn í þessum aðeins hærri svo það er ekki eins langt að teygja sig niður í hana. Við gerðum könnun á Facebook um hvað kúnnar voru að fíla mest. Það var sláandi að sjá að það voru eiginlega allir að fíla þessar plastkerrur sem eru léttari og minni,“ segir Baldur. Í umræddri könnun Bónus tóku rúmlega 2.300 manns þátt, 1.500 manns völdu plastkerruna og 778 völdu gulu stálkerruna. Einungis 75 manns sögðust fíla gulu körfuna mest. Vandamálið með plastkerrurnar er þó að þær eru ekki jafn endingargóðar og stálkerrurnar. Því var fundinn millivegur, stálkerra í svipaðri stærð og plastkerrurnar. Þá vildu viðskiptavinir ekki fá aðra gula kerru heldur bleika, líkt og bónusgrísinn sjálfur. „Þá var sagt að nú væri tími bleika litarins. Fengum að sjá sýnishorn af bleiku kerrunni og hún leit svona glimrandi vel út. Við ákváðum að slá til og panta einn gám af þessum kerrum sem komu núna í janúar,“ segir Baldur. Gulu kerrurnar munu þó ekki kveðja enda oft á tíðum sem fólk þarf á stórri kerru að halda. Fólk er samt sem áður mjög ánægt með nýju kerrurnar. Viðskiptavinir keppast við að senda á fyrirtækið myndir af sér með kerrurnar. Bleiku kerrurnar eru nýjar í flóru verslana Bónus. Vísir/Vilhelm Baldur segir að með breytingunni sé klárlega verið að setja annan svip á búðina. Bleiki liturinn er alltaf að verða meira og meira áberandi og guli liturinn, sem hefur verið allsráðandi um árabil, fær að vera í aukahlutverki í smá tíma. „Í þeim búðum sem hafa fengið upplyftingu höfum við verið að bæta svarta litnum við. Kapparnir fyrir ofan kælana og verslunarstjóraskrifstofurnar, þeir eru orðnir svartir. Við erum að gera aðeins meira úr grísnum, stækka hann aðeins meira á ýmsum stöðum. Og nota bleika litinn meira í letur. Bleiki liturinn er að færa sig upp á skaftið hjá okkur, það er mjög ljóst,“ segir Baldur.
Verslun Tímamót Neytendur Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira